30 janúar 2006

vorvedur i USA

ja, thad er nu ekki beint januarvedur her i Amerikunni.. bara svaka blida..sol, bjart og orugglega 15 stiga hiti a.m.k... var reyndar rigning og leidinlegt i gaer en flesta dagana hefur thetta verid otrulega fint.
Helgin er buin ad vera fin.. vid atum oll yfir okkur af sushi a fostudagskvoldid.. stadurnn sjalfur var frekar casual en japanskar konur a ollum aldri i kimono baru fram besta sushi sem eg hef nokkurn timann fengid..
Laugardagskvoldid var mjog ameriskt.. Eg for med Ray og Diane i party sem var haldid af foreldrum stelpnanna i La cross lidinu hennar Alex.. til ad safna pening fyrir naesta keppnistimabil. Thad var matur, bjor og vin og DJ MArino maetti a svaedid og helt uppi "studinu" med undarlegu tonlistarvali og kareokee.. :) thetta var agaetis kvold.. serstaklega skemmti eg mer vel vid ad skoda folkid.. eg skil ekki alveg af hverju sumir amerikanar eru svona storkostlega hallaerislegir.. permanett tuberadur toppur var malid hja annari hvorri konu tharna og klaednadurinn i fullkomnu samraemi vid thad thannig ad thid getid rett imyndad ykkur. Ray og Diane eru svona thokkalega edlilegt folk og eg hef aldrei tengt stereotypiska amerikanann vid thau sem betur fer...

Vid vorum oll frekar lot og thunn i gaer.. mer var nefnilega farid ad leidast pinu undir lok laugardagskvoldsins thannig ad eg fann mer gott plass nalaegt bjorkutnum.. ;) Eg for thvi med krokkunum i bio a Nanny Mcfee sem er agaetis barna- og fjolskyldumynd.. thad er fritt re-fill a poppid i bioinu sem vid forum i thannig ad eg var i skyjunum.. svo var bara pantadur take-out matur i gaerkvoldi og vid sofnudum yfir sjonvarpinu..

nuna er eg ein heima.. krakkarnir i skolanum, Diane i gymminu og Ray i vinnunni...

Vid forum til NY a midvikudaginn, thad verdur aedi.. og svo fer eg kannski sjalf inni Philly einhvern daginn.. mer finnst hun reyndar ekkert spes en thad er langt sidan sidast, kannski fila eg hana betur nuna..

thangad til naest kiss kiss..
-sd

27 janúar 2006

USA

Eg vona ad thetta blogg verdi thokkalega skiljanlegt.. er ad skrifa a tolvu an islenskra stafa og PC thar ad auki sem eg er endalaus klaufi ad vinna med.

En thad er allt fint ad fretta fra USA.. flugin gengu eins og i sogu.. atti von a einhverju kaos a Kastrup en thar var allt i godum gir.. thad var reyndar sma seinkun thannig ad thegar eg lenti i Leifsstod thurfti eg eiginlega bara ad hlaupa i naestu vel.. sem var half tom og eg hafdi 3 saeti fyrir mig eina sem var audvitad aedi :)

Og thad var aedislegt ad hitt host-fjolskylduna mina aftur.. krakkarnir hafa breyst otrulega mikid, serstaklega Alex.. hun er ad verda 13 ara en hun var 3 ara thegar eg var ad passa hana. Jackson er ad verda 10 ara en hann var nu bara eins og mitt eigid barn thvi hann var ekki nema 10 vikna thegar eg kom hingad haustid 1996 og eg hugsadi um thau allan daginn 5 daga vikunnar.. svo er komid nytt barn i fjoslylduna.. hann Charlie er nyordinn 2ja ara og alveg otrulega likur Jackson.. hann er mjog hrifinn af nafninu minu og kallar a mig i sifellu fra morgni til kvolds.. thetta var mjog saett fyrst en.. ehh..
Eg var pinu hraedd um ad Alex og JAckson yrdu feimin vid mig thvi thad eru 3 og 1/2 halft ar sidan eg heimsotti thau seinast.. en thad er alls ekki svo, thau komu hlaupandi til min a flugvellinum, kysstu mig og knusudu eins og theim einum er lagid.

I kvold aetlum vid ad fa possun fyrir Charlie og vid hin keyrum til Jersey a rosa flottan Sushi stad thar sem thonustustulkurnar klaedast kimono og bera fram heimsins best sushi.. get ekki bedid..
og i naestu viku fer eg med foreldrunum til New York, bara yfir daginn.. leggjum af stad snemma.. faum okkur godan lunch og svo aetlum vid ad kikja a eitthvad Brodway show seinnipartinn.. thad verdur aedi..

Klaus er rett i thessu ad leggja af stad til Brasiliu og verdur i ruma viku.. 15 tima flug framundan hja honum og 30-40 stiga hiti naestu 8 daga.. her er frekar kalt en alveg snjolaust og otrulega bjart.. og thurrt.. agaetis tilbreyting ad komast ur snjonum,rakanum og gramanum...

Eg fekk e-mail i gaer thar sem mer var bodid ad koma og daema a bandariska kaffibarthonamotinu i byrjun april.. i Charlotte i N-Carolina! Eg var ekkert sma anaegd og aetladi ad skrifa strax tilbaka og thiggja bodid.. thetta myndi rett sleppa, yrdi nykomin til Koben aftur fra islenska motinu.. tha mundi eg ad danska motid er thessa somu helgi og Klaus er ad keppa thar.. er nu ekki viss um hann yrdi sattur vid thad ad eg yrdi i burtu tha. Sma bommer en audvitad vil eg ekki missa af thvi ad sja hann keppa og adstoda hann vid thetta allt saman, thvad er i morg horn ad lita. En svo var eg ad heyra ad Elin systir er ad koma til Koben thessa helgi lika med saumo thannig ad mer er greinilega aetlad ad vera thar lika.. :) vonandi verdur mer bara bodid a USBC aftur a naesta ari..

jaeja, eg aetla ad segja thetta gott i bili..
hafid thad gott esskurnar minar.. ;)
-sd

23 janúar 2006

Flutt!

Jæja.. þá erum við loksins flutt og allt gekk vel.. reyndar enginn fataskápur kominn ennþá þannig að ég er enn í ferðatöskunni.. :( En keyptum fínasta sófa á 4000 íkr, rosa ánægð með það..
og ætli ég verði ekki bara í ferðatöskunni eitthvað fram í febrúar því ég fer til USA á miðvikudaginn og verð þar í 10 daga! Vona að öll flug verði á áætlun.. er búin að heyra alls konar sögur af Kastrup síðustu daga.. af seinkunum og aflýstum flugum.. vona bara það besta. Er allavega búin að marg athuga farseðilinn.. allt bókað á réttum tíma.. í janúar og allt!! ;)

En ég reyni nú að blogga eitthvað í Ammríkunni..
Þangað til næst.. hafið það sem allra best.

kiss kiss,
-sd

20 janúar 2006

Snjóhvít Köben..

Er búin að vera að hamast í allan dag við að mála baðherbergið og það er alveg ótrúlegur munur að sjá það núna.. á reyndar eftir að mála pípurnar.. sem eru utanáliggjandi að sjálfsögðu.. eins og í allri íbúðinni! Ætla að gera það á morgun.. En auðvitað tókst mér næstum því að stúta mér við málningarvinnuna!! Eins og mér einni er lagið tókst mér að hrynja af stólnum og utan í vaskinn þannig að annað lærið á mér er blásvart frá mjöðm og niður að hné!! Mjög lekkert!! ;) En ég þrjóskaðist nú samt við og kláraði báðar umferðir í dag... en líður núna eins og gamalli konu, er stirð og aum í öllum skrokknum.. maður er nú meiri auminginn!!

Annars er búið að moksnjóa hér í Köben síðan í gær.. lestirnar eru stopp, strætóarnir eru yfirfullir og langt frá því að halda áætlun... metróið er líka í einhverju lamasessi sem ég skil nú ekki alveg því ekki snóar þarna niðri.. Svo heppilega vill til að við erum með bíl Rasmusar (bróðir Klaus) í láni í nokkra daga þannig að maður hefur sloppið við að harka í gegnum þetta á hjólinu.. en það er reyndar álíka hark að finna bílastæði hér í Vesterbro án þess að þurfa að hlaupa út á klukkutíma fresti og breyta klukkunni...

Annars er að styttast í að ég fari til USA! Fer 25.jan að heimsækja au-pair fjölskylduna mína... hlakka ótrúlega mikið til enda næstum 3 ár síðan ég sá þau síðast. Á leiðinni til baka ( 6.eða7.feb) stoppa ég í nokkrar klukkustundir á Íslandi og var að pæla í að skella mér í bæinn og hanga á Kaffitári í Bankastræti..ef einhvern langar að kíkja á mig þar þá væri það auðvitað æði!! ;) Læt ykkur vita betur þegar nær dregur. Klaus verður I Brasilíu á nánast sama tíma og ég verð úti. Hann fer ásamt 2 öðrum úr vinnunni að heimsækja kaffibúgarð þar.. nei nei.. ég er EKKERT abbó!!! Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að troða mér með í þessa ferð en það gekk víst ekki...

en jæja elskurnar mínar.. ég sakna ykkar hrikalega mikið! takk fyrir að vera svona duglega að kíkja á síðuna mína og það æði að frá komment frá ykkur ;)
kiss kiss..

17 janúar 2006



svo eru líka komnar fleiri myndir hér til hægri.. bara bland frá síðasta ári; esjugangan mikla, Nordic Cup í Osló og nokkrar myndir af fallegu Ránargötunni minni sem ég seldi svo bara.. ;)
er byrjuð að pakka aftur.. ;)

loksins loksins!! erum að fara að flytja í íbúðina okkar, get ekki beðið!! Það verður yndislegt að komast uppúr ferðatöskunum og líka bara að komast útúr því að vera að deila eldhúsi og baðherbergi með einhverjum öðrum. Við byrjum aðeins á morgun og reynum svo að klára um helgina.. svona á milli þess sem Klaus er að vinna. Ég fékk leyfi hjá eigandanum til að mála baðherbergið og það var mikill léttir.. verð að reyna að lappa eitthvað upp á þetta ;)

Annars var helgin sérstaklega ljúf... Heimsótti Sigrúnu og Egil uppí Lund og það var voða notalegt. Sigrún eldaði geggjaðan karrý-mangó kjúkling.. svo var kjaftað, horft á video og sjónvarp og innbyrgt óafsakanlega mikið nammi og poppkorn ;)
Svo var skyr og graflax í hádeginu daginn eftir ;) Sigrún er sko almennilegur gestgjafi! og Egill Orri.. það er varla hægt að kalla hann litlu rófuna ennþá, orðinn svo stór.. hann lék sér eins og ljós á meðan við vinkonurnar kjöftuðum ofan í hvor aðra.. ;) Takk fyrir mig Sigrún mín! Það er gott að hafa góða vinkonu svona nálægt sér þegar maður er nýfluttur til útlanda.

jæja.. best að segja þetta gott í bili.. annars er það algjör draumur að vera komin á hjól og gengur bara vel.. á reyndar eftir að kaupa körfu á það. Maður er ótrúlega snöggur á milli staða núna.. en ég mæli með að skoða/kaupa ekki hjól að kvöldlagi eins og ég gerði..það lítur allt svo vel út í rökkrinu þið vitið!! ;) Daginn eftir var það aðeins meira ryðgað!! en það virkar þrusuvel og mér finnst það æði!! ;)

ástar-og saknó!!
-sd

14 janúar 2006

Skrepp til Svíþjóðar..

jamms.. er að fara að gera mig klára til að taka lestina upp í Lund þar sem Sigrún vinkona býr núna ásamt litla guttanum sínum Agli Orra. Fer núna seinni partinn og kem aftur á morgun.. hlakka mikið til að hitta þau og gera eitthvað kósí með þeim í kvöld... enda alltof alltof langt síðan við höfum eytt einhverjum tíma saman..
þannig að þetta er stutt hjá mér í dag..
hafið það gott um helgina elskurnar mínar ;)

12 janúar 2006

Hjólið mitt.. ;)

já ég keypti loks hjól í gærkvöldi ;) eftir langa umhugsun ákvað ég að kaupa notað til þess að byrja með og sjá hversu vel mér tekst að halda í það.. en mér finnst það samt fallegt ;) Það er svart Raleigh de Luxe, 3ja gíra.. svona ömmustíll á því og ég ætla að fá mér körfu framan á það ;) Þarf aðeins að láta yfirfara það, láta laga handbremsuna og eitthvað meira smotterí..það er gamalt en með sjarma!
en díses.. ég kvíði því alveg pínku að vera á því hérna í umferðinni. Ég meina.. þegar ég fór út að hjóla heima á bleika glimmer hjólinu mínu þá var það bara út á Gróttu og eitthvað svoleiðis.. þar sem enginn þvældist fyrir mér og ég hafði nánast allt svæðið út af fyrir mig... ekki alveg sami díllinn hér! hmmm...

en hafið það gott elskurnar mínar.. er á leiðinni í espressósmökkun með kaffinördanum mínum og Peter vinnufélaga hans, sem er ennþá meira geek! og jú! það ER séns á að sofna yfir öllu þessu kaffi þegar þeir tveir fara að tjá sig um það !! ;)

kiss kiss!

09 janúar 2006

Gott að sofa.. ;)

Í morgun var planið að vakna snemma og sinna praktískum atriðum. En það er svo djöfull gott að sofa að það varð ekki jafn mikið úr deginum eins og vonast var til. Fór samt og skráði mig inn í landið og fékk danska kennitölu...kannski fer mér þá bráðum að líða eins og ég sé flutt hingað en er ekki bara í löööngu jólafríi.. ;)

Svo misskildi ég eitthvað hvenær við fáum lyklana af íbúðinni.. það er ekki fyrr en næstu helgi, varð drullusvekkt því ég vildi fara að drífa í því að koma okkur þangað.. erum að drukkna í dóti hérna þar sem við erum núna.
Annars er ég búin að fá eitt lítið djobb. Kem til með að taka myndir fyrir kaffibrennsluna sem fyrirtækið sem Klaus vinnur hjá rekur. Þetta eru myndir fyrir heimasíðuna. Fer og hitti Peter á fimmtudaginn, en hann er yfir brennslunni, og fæ að vita hvað hann vill nákvæmlega. Þetta er náttúrulega mjög ólíkt því sem ég hef verið að gera og auðvitað allt digital.. eitthvað sem ég kann ekki neitt!! ;) þannig að þetta verður mjööög áhugavert ;)

bæ í bili.. og takk fyrir að vera svona dugleg að kíkja á bloggið mitt!
kiss kiss.

07 janúar 2006

Hjólakaup...

Hvort finnst ykkur að ég eigi að kaupa notað og þar með ódýrara en gæti þarfnast viðgerða... eða nýtt sem auðvitað kostar meira en er viðhaldsfrítt til að byrja með. Og hvort á ég að hugsa; "þessu verður stolið á morgun eða í næstu viku og best að kaupa það ódýrasta sem til er" eða "þetta verður minn helsti ferðamáti og getur því ekki verið nein ryðhrúga og ef ég hugsa vel um það hvar og hvernig ég læsi því þá minnka líkurnar á að því verði stolið til muna" ?? svo er líka hægt að kaupa hjólatrygging! ;)
Ég held að ég hafi bara alltof mikinn tíma til að hugsa um þessi hjólakaup og er alveg komin í hringi með þetta.. búin að marglesa smáauglýsingarnar á netinu yfir notuð hjól og þræða allar helsu hjólabúðirnar í nágrenninu.. Hvað finnst ykkur?

Annars líður mér bara eins og ég sé enn í jólafríi.. er ekki alveg að fatta að ég sé flutt hingað. En á mánudaginn fer ég og skrái mig inní landið og fæ danska kennitölu, tryggingaskírteini og svoleiðis.. þá get ég farið að opna bankareikning, skrá mig í dönskukúrs, fá mér danskt símanúmer o.s.frv.. maður þarf þessa blessuðu kennitölu til að gera allt hérna. En þá fer mér eflaust að líða meira eins og ég eigi heima hérna.
Ég er líka búin að vera með allt dótið mitt í ferðatöskum meira og minna síðan 13.desember... er alveg að verða biluð á því. Mér finnst ekki taka því að taka uppúr þeim núna fyrr en við flytjum í hina íbúðina..
æi hvað það verður gott að komast þangað..

kiss kiss

06 janúar 2006

Búðaráp..

Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert sérstaklega góður shoppari. Mér finnst bara ekkert sérstaklega gaman að strunsa á milli búða, skoða og vil helst kaupa án þess að máta ;) Læt það samt sjaldnast eftir mér!
Ákvað semsagt að kíkja á útsölurnar í dag en gafst upp eftir 2 búðir.. náði nú samt aðeins að kaupa.. en aðallega handklæði og sápuskál fyrir baðherbergið í íbúðinni okkar. Það er ca. 1,5 fermetri og hrikalega sjúskað, veitir ekki af að versla eitthvað lekkert inní það ;)

Skoðaði líka hjól í dag... það má víst ekki vera neitt sérstaklega flott svo því verði ekki stolið.. sá samt eitt í dag, undurfallegt, kremað á litinn með bastkörfu.. eins og sniðið inní eldhús Sveinu frænku.. ;) tékka betur á þessu eftir helgi..samt ólíklegt að ég fari útí svona flottheit.

Svo fengum við að vita í dag að ísskápurinn og gaseldavélin munu fylgja íbúðinni.. það var eitthvað óvíst til að byrja með en sem betur fer þurfum við ekki að versla svoleiðis... það er víst nóg annað sem við þurfum að redda okkur. Búslóðin hans Klaus samanstendur af rúmi, borðstofuborði, 2 bókahillum og 2 stólum... Ætla að bíða með það mission þangað til við erum búin að þrífa íbúðina.. þá verður þrammað á markaðina.. ;)

góðar stundir..

05 janúar 2006

Flutt til Köben!

jæja elsku fólkið mitt.. nú er maður bara fluttur til útlanda aftur. Get ekki neitað því að tilfinningarnar voru mjög blendnar í gær á leiðinni út á flugvöll.. ég brosti og grét til skiptis. Ég sem var búin að að vera svo mikill töffari þegar ég kvaddi alla og lét eins og þetta væri ekkert mál. En vá hvað ég á eftir að sakna ykkar allra mikið.. þó svo að spennandi tímar séu framundan og eflaust fullt að ævintýrum þá verður þetta líka erfitt.

En rosalega var ég ánægð þegar við vorum að tékka okkur inn hjá Icelandair.. náfölnaði fyrst þegar ég sá að töskurnar okkar vógu alls 56kg!! en brosti síðan allan hringinn þegar konan rétti okkur brottfaraspjöldin án þess svosem að líta 2svar á vigtina.. Sumir hefðu átt að nöldra meira yfir því hvað ég pakkaði miklu "óþarfa drasli" og hvað við ættum eftir að borga mikið fyrir yfirvigtina.. ;)

Þannig að herbergið hans Klaus er semsagt troðfullt af dóti núna og varla hægt að stinga niður fæti... en íbúðin okkar losnar sennilega strax eftir helgina þannig að við getum flutt í rólegheitunum.. erum með þetta herbergi til mánaðamóta þannig að það er ekkert stress..

Lengra verður þetta ekki í bili.. ég er nú ennþá að læra á þetta blogg, kann t.d. ekki ennþá að setja inn myndir... þetta kemur allt í rólegheitunum..þangað til næst, kiss kiss!

p.s. er að safna msn-addressum... setjið þær endilega inn á commentið eða addið mér inn hjá ykkur.. siggadora@yahoo.com