30 október 2006

Í fréttum er þetta helst..

Kláraði prófin á föstudaginn.. JEII! ;) Annað gekk nokkuð vel ;) en hitt ekki svo vel :( svoleiðis gerist þegar kennarinn stanglast stöðugt á því hvaða áherslur á að leggja í próflestri og svo stenst ekkert sem hann segir þegar að prófinu kemur! Pirr pirr! En í dag byrjaði svo nýr fjórðungur, tvö ný fög að komast í gang og mér líst bara vel á.. ;)

Klaus kom heim frá USA/Ítalíu á fimmtudaginn og er að fara til Suður Afríku á morgun.. búið að vera voðalega huggó að hafa hann heima nokkra daga. Honum leist samt ekkert á skapið í mér þegar hann kom heim og ég var á milljón í 'power-lestri' fyrir síðasta prófið.. he he.. það var víst eitthvað stuttur þráðurinn í stressinu ;)

Það var verið að hringja í okkur og segja upp leigusamningnum okkar :( ný íbúð óskast fyrir 1.feb takk!!

og svo er bara brostinn á skítakuldi.. pirr pirr!

sd

25 október 2006

..sit heima hjá mér og les fyrir próf í lok október - og inn um gluggann læðist ilmur af nýslegnu grasi.. ljúft ;)

22 október 2006

Jæja.. mér finnst nú eins og eitthvað sé farið að síast inn í hausinn á mér ;) Fyrra prófið er á þriðjudaginn og hitt á föstudaginn. Samt heill hellingur eftir að reyna að skilja enn.. andvarp !
Sé fram á fjárfestingar fljótlega í almennilegu skrifborði og stól í réttri hæð!! Breytist í kryppling með þessu áframhaldi :(

En til þess að létta lundina yfir þessu öllu saman þá keypti ég mér flugmiða til Osló, fyrstu helgina í nóvember :) Ætla að heimsækja Hanne vinkonu mína sem bjó á sama tíma og ég útí Barcelona. Það verður gaman að hitta hana aftur. Hafði alltof lítinn tíma fyrir hana þegar ég var á Nordic Cup í Osló í fyrra, þannig að nú getum við kjaftað hvor aðra í hel! ;)

Svo er ég held ég búin að afgreiða enn einn valkvíðann. Var mikið að velta mér uppúr hvað ég ætti að gera í tilefni þrítugsafmælisins... Sá það fyrir mér að ef ég skyldi halda veislu að þá þyrfti ég fyrst að koma mér almennilega fyrir í íbúðinni.. klára að taka uppúr kössunum og svoleiðis, þannig að það veislan er útúr myndinni!! ;)
En Vigdís vinkona er að leiðinni til Köben um miðjan nóvember ásamt fleiri skvísum frá Akureyri í tilefni þess að allar urðu þrítugar á árinu.. Jeii!! Þannig að ég er að hugsa um að skvetta aðeins úr klaufunum með þeim....

Hvort segir maður annars sletta eða skvetta úr klaufunum??? Ég prófaði að "googla" þetta og bæði virðist vera notað... ??

Anyways.. það er semsagt margt að hlakka til mín megin í heiminum... hvað með ykkur??

ta ta,
sd

16 október 2006

Upplestrar "frí"

Þá er fyrsta fjórðungi úr skólaárinu lokið og rúm vika í próf... nett stress í gangi. Fyrstu prófin í nýjum skóla eru alltaf erfiðust því maður veit ekkert hverju má eiga von á. Helgin nýttist illa til lesturs þar sem ég var að vinna á kaffihúsinu þannig að nú er bara að setja í 6. gírinn. Það kemur sér "vel" að Klaus er að fara í enn eina ferðina á morgun og verður í rúma viku. Þá er hann allavega ekkert að "trufla" mig. Ég sko voða erfitt með að einbeita mér ef hann er bara eitthvað að hafa það náðugt inní stofu fyrir framan imbann... þá vil ég líka! ;) Maður er ekki þroskaðri en þetta!! ;)

Svo er smá valkvíði í gangi. Er að reyna að ákveða hvað á að gera um jólin. Ég er ekki búin í skólanum fyrr en 21.des þannig að nú er allt farið að hallast í þá átt að við förum til Jótlands yfir jólin til foreldra Klaus og komum svo heim til Íslands yfir áramótin. Svo verð ég kannski eitthvað lengur fram í janúar þar sem ég er í 6 vikna jólafríi.. Þó svo að þetta hafi upphaflega verið mín hugmynd þá finnst mér pínu erfitt að sætta mig við hana.. svona er maður ferlega vanafastur ;)

En að lokum vil ég senda hamingjuóskir til Ólafar Erlu og fjölskyldu. Við Ólöf bjuggum saman í lítilli kjallaraholu í Hvassaleitinu veturinn '98-'99... úff hvað það er langt síðan.. en í gær fæddi hún sinn annað barn, lítinn tippaling ;) Innilega til hamingju aftur Ólöf, Valli og Emma!

best að sökkva sér í lesturinn..

sd

03 október 2006

Nordic Barista Cup 2006

hmmm.. maður er alltaf hálf blúsaður fyrstu dagana eftir að þessu móti lýkur. Það er alltaf svo ferlega gaman á meðan á því stendur...maður er umkringdur góðum vinum sem maður sér sjaldan, mikið hlegið og sprellað, drekkum gott kaffi og aðra góða drykki. Borðum góðan mat og endum helgina með ærlegu tjútti!!

Helv.. norsararnir unnu samt aftur! :( oj hvað ég var spæld.. ég hélt náttúrulega bæði með Danmörku og Íslandi.. en var samt alveg sama hver myndi vinna svo lengi sem það yrðu ekki norsararnir.. (andvarp) Í fyrra voru fyrstu verðlaun ferð fyrir liðið til Brasilíu og nú er það ferð til El Salvador... glatað þegar það er alltaf sama liðið sem fær að fara í þessar ferðir... jaháts.. ef það hefur eitthvað farið fram hjá ykkur þá er ég ferlega pirruð yfir þessu!!

En allavega.. lokakvöldið var glæsilegt 80's partý og outfittin voru hver öðru hallærislegri!! Landsliðin þurftu að skemmta gestunum með því að flytja Eurovisionlög frá þessum tíma.. Ísland sló auðvitað í gegn með Gleðibankanum.

Ég tók auðvitað fullt af myndum en eins og þið við, þá er ég skelfilega lengi að koma öllu svoleiðis á netið. Þessi heimasíða verður að duga í bili:

www.nordicbaristacup.com
(þarf bara að skrolla aðeins niður)

því miður engar myndir frá lokakvöldinu en fullt af myndum frá mótinu sjálfu sem Ken og Sarah frá Barista Magazine sáu um að dæla inná síðuna jafnóðum..

En raunveruleikinn er hafinn á ný.. verkefnavinna í fullum gangi í skólanum, regnblautt haustið mætt á svæðið og styttist í prófin... dísess kræst hvað tíminn er fljótur að líða. Kemur mér alltaf jafn mikið á óvart ;)

kiss kiss,
sd