27 janúar 2007

Andvarp!!

Ekki misskilja mig - Kosta Ríka var algjört ÆÐI!! Ein af þessum "life-changing-experiences" held ég barasta!! Kaffibúgarðurinn var svo fallegur, landslagið í kring, fólkið, andrúmsloftið, VEÐRIÐ! og bara allt.. ég tók fullt af myndum og ætla að reyna að gera smá ferðasögu fyrir ykkur eftir nokkra daga.. Það var líka yndislegt að fá smá yl og lit á kroppinn svona á miðjum vetri og ég held að héðan í frá sé þessi árstími orðinn uppáhalds ferðatíminn ;)

En þegar heim var komið var auðvitað nístingskuldi og farið beint í það að pakka saman íbúðinni.. Klaus fór reyndar eiginlega beint til Amsterdam í 4 daga og á meðan sat ég heima og pakkaði... og skoðaði gömlu myndaalbúmin hans! tíhíhí! Hann varð nú frekar pirraður þegar ég fór að 'hæla' honum fyrir gömul tískuslys!! ;) En allavega, planið er að flytja um helgina og var ég orðin nokkuð spennt að koma mér fyrir í kósí íbúð á Amager í sama stigagangi og Rasmus mágur minn býr með fjölskyldu sinni. En í gærkvöldi hringir Jakob (eigandi íbúðarinnar.. bróðir Mie, mágkonu Klaus) og segir okkur að kaupsamningurinn á íbúðinni sem hann ætlaði að flytja inní ásamt sinni heittelskuðu hafi gengið til baka á síðustu stundu!!!
Jamms, við fengum semsagt 2ja mánaða uppsagnarfrest á íbúðinni sem við erum ekki einu sinni flutt inní!!! Pirr pirr og aftur pirr!! Ég held hreinlega að þetta sé tákn um að við eigum að drösslast til að kaupa eitthvað á þessum uppsprengda fasteignamarkaði hérna....

EN ég ætla nú ekkert að kvarta meira yfir þessu.. þetta eru nú bara smáatriði miðað við svo margt annað sem fólk gengur í gegnum þessa dagana..

ferðasagan kemur fljótt..
sd

10 janúar 2007

Gleðilegt ár og allt það!

Það er ekki hægt að segja annað en að allt átið og afslappelsið yfir hátíðirnar hafi haft sín áhrif á bloggið líka ;)
En við áttum voðalega hugguleg jól á Vestur Jótlandi þar sem vel er haldið í gamlar hefðir og enn meiri matur borðaður heldur en heima ;)
Svo var komið heim til Íslands og afslappelsinu og átinu haldið áfram ;) Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af sörum en þetta árið tapaði ég mér gjörsamlega í söruáti!! Þær voru bara sérstaklega góðar hjá mömmu í ár!!
Áramótunum vara fagnað á Akureyri.. troðfullt hús hjá pabba og mömmu, vorum 15 manns í mat!! Jamms, þetta er orðin þvílíka stórfjölskyldan :) Ég dró auðvitað Klaus með mér í alls konar heimsóknir og matarboð.. það var gott að sjá familíuna aftur :)

Svo eyddum við 3 dögum í Reykjavík áður en við komum aftur út.. er í smá sjokki yfir hvað við eyddum miklum pening bara í að borða úti og oftast bara á svona hversdagslegum stöðum!! Ég mæli nú samt með að allir skelli sér á Domo í Þingholtstrætinu. Við fengum okkur 3ja rétta surprise matseðilinn og hann var geggjaður!!

En núna erum við bara búin að vera að þvo þvott og pakka upp úr og aftur niður í töskurnar... Förum til Kosta Ríka á morgun og það er víst aðeins öðruvísi klæðnaður sem við þurfum þar... spáin segir 22-28 stig! Æi ég vona bara að það verði ekkert bras í gangi eins og þegar við fórum til Brasilíu. Crossing my fingers..

Svo erum við búin að fá íbúð á Amager!! Segi ykkur betur frá henni seinna en þegar við komum heim aftur þá verður farið beint í það að pakka...

Hafið það gott elskurnar mínar.. og það er aldrei að vita nema að ég fari bráðum að drösslast til þess að setja einhverjar myndir hérna inn. Vonandi á þessu ári allavega ;)

kiss kiss,
sd