27 mars 2007

Enn eitt krílið á afmæli í dag!!

jamms og allt sömu megin í fjölskyldunni.. Hann Nökkvi litli, Sunnu og HJÖRVARSsonur (hint frá Gunna!!) er eins árs í dag!! ;) Ég fann því miður enga mynd.. en hann er mikið augnayndi trúiði mér! :) Bestu afmæliskveðjur til stórfjölskyldunnar á Ósi!

Annars er próf á morgun líka... og svo páskafrí VÍíÍí!! ;)


og var ég nokkuð búin að nefna 'vinnu'ferðina til Barcelona í apríl?

;)

25 mars 2007

Bömmer!

Það er próf hjá mér á morgun og á miðvikudaginn og ég er löggst í flensu!! :( Glötuð tímasetning!! Er gjörsamlega stútfull af hori, hægra augað á mér grætur stanslaust, hósta eins og vetleysingur og með hita.... Klaus má vera feginn að vera í Svíþjóð þessa dagana.
Ég ætla nú samt að reyna að drattast í prófið á morgun.. nenni sko ekki í sjúkrapróf í ágúst!! en ég hef nú lítið getað lært síðan seinnipartinn í gær þannig að prófið getur nú varla gengið mjög vel.. kannski verður það þá bara upptökupróf í ágúst! Pirr pirr pirr!!

en að öðru skemmtilegra..

Tveir litlir gríslingar eiga afmæli í dag og á morgun..

Katrín Björk frænka mín (Sveinudóttir) er held ég barasta 4 ára í dag og á morgun verður litli töffarinn systursonur minn Halldór Smári 5 ára.. og þau búa í sama húsinu þannig að það er eflaust líf og fjör á Öngulsstöðum 3 þessa dagana! ;)
Til hamingju með afmælið bæði tvö!!


sd

14 mars 2007

Farin til Eistlands..

og hlakka mikið til að hitta Sonju þar og reyna mitt besta að sjá aðeins af Tallinn á milli kaffikeppna ;)

Skilaði af mér verkefni í gær 3 dögum fyrir síðasta skilafrest!! Það hefur nú aldrei gerst áður.. maður þarf greinilega að hafa einhver ferðaplön í gangi til að sparka aðeins í rassinn á manni ;) En nú er þriðja fjórðungnum í skólanum að ljúka og ég kem tilbaka á sunnudaginn beint í viku upplestrarfrí fyrir næstu próf. Jamms, ég hef sagt það áður og segi það aftur.. KRRÆÆST hvað tíminn flýgur áfram!!!

ta ta..

sd

09 mars 2007

Gígja vinkona á afmæli í dag!!


Til hamingju með daginn elsku Gígja mín. Vona að þú njótir hans vel!
Getur það passað að við séum búnar að þekkjast í rúmlega 15 ár??
Mér fannst sko Gígja þvílíkt borgarbarn þegar hún flutti úr Rvk í Eyjarfjarðarsveit og byrjaði að vinna með mér í Blómaskálanum Vín, í sumarvinnu og með skóla. Við urðum fljótt góðar vinkonur, hún kynntist Tomma sínum og ég man mjög greinilega eftir einum samtali sem við áttum varðandi framtíðina. Við sátum í mat í vinnunni, Gígja og Tommi voru búin að vera saman í 1-2 ár (já, við unnum LENGI í Vín!!) og við vorum að tala um brúðkaup. Ég nefndi eitthvað um hvað ég hlakkaði til að sjá hvernig brúðkaup hennar og Tomma yrði. Gígja leit á mig stórhneyksluð og sagðist sko ekkert vita hvort mér yrðið boðið og hvort hún vissi yfir höfuð hvort við yrðum ennþá vinkonur þegar að því kæmi að hún myndi gifta sig! Mér fannst þetta nú ferlega asnaleg viðbrögð..var náttúrulega svo barnaleg eitthvað og leit bara á það sem sjálfsagðan hlut að við yrðum vinkonur það sem eftir er.

Núna þegar ég lít tilbaka vil ég meina að Gígja hafi verið alveg einstaklega bráðþroska í hugsun ;) að gera sér grein fyrir þessu, því það eru svo ótrúlegar margar æskuvinkonur sem maður er alveg búin að missa samband við en maður hélt alltaf að þetta yrðu sömu samlokusamböndin að eilífu.

En mér var nú boðið í brúðkaupið :) Og við höfum verið góðar vinkonur alla tíð síðan. Það líður oft alltof langt milli þess að við sjáumst en þegar við hittumst loks þá er eins og ekkert hafi breyst.. og þannig eru bestu vinátturnar! :)

Knús til þín Gígja mín!

sd

07 mars 2007

Mynd handa mömmu!

Elsku mamma mín á afmæli í dag og hef ég ákveðið að gleðja hana með mynd af hennar yngsta ;)
ta ta!!

Þú sérð að ég er nú nokkurn veginn sú sama þó að þú sjáir mig sjaldan :) En innilega til hamingju með daginn frá okkur báðum og við vonum að þú njótir hans vel!
Annars er lítið að frétta héðan. Ólætin í borginni eru öll að minnka og aðeins farið að hlýna. Get ekki neitað því að í manni sé að skapast smá vorfílingur. Hér var yndislegur sólardagur á sunnudaginn og síðan þá hefur loftið hreinlega lyktað öðruvísi og andrúmsloftið breyst.. þrátt fyrir að nú sé byrjað að rigna aftur þá er ég bjartsýn á framhaldið :)

Á laugardaginn buðum við familíunni á fyrstu hæðinni í brunch. Mie, Luna og Jonas (mágkona Klaus og börn) sátu hér með okkur tímunum saman og við smjöttuðum á alls konar góðgæti, t.d. hrein jógúrt með ristuðu músli og perum ( við síuðum hana yfir nótt þannig að hún var hnausþykk og góð), nýpressaður gulrótar, epla og sítrónusafi, hrærð egg, beikon, kokteilpylsur, steiktir tómatar og sveppir, ólífubrauð, amerískar pönnukökur með smöri og hlynsýrópi og svo voru að sjálfsöfðu ýmsir kaffidrykkir framreiddir (nýja espressóvélin er komin í hús!).

Þetta var ótrúlega kósí.. við sendum auðvitað myndina strax til Rasmusar (bróðir Klaus) sem er í Afganistan, til að pirra hann aðeins.. ;) Ég er ferlega svekkt að geta ekki bara búið hérna.. mér finnst það nefnilega mjög heimilislegt að hafa þau hérna í sama stigagangi..

En allavega, espressovélin langþráða sem Klaus fékk í verðlaun á heimsmeistaramótinu er loks komin í hús. Þetta er engin smá græja (myndi kosta ca. 300.000 iskr út úr búð).. aðeins stærri en mig minnti þannig að það er fullþröngt í eldhúsinu..en ferlega er kaffið gott úr henni!!


jæja elskurnar mínar..læt þetta gott heita í bili. Aldrei er maður jafn duglegur að blogga og þegar prófaundirbúningur er í gangi!!

kiss kiss,
sd

01 mars 2007

Kreisí Köben..

Það er búið að vera svoddan ástand hér í Köben í dag. Eldsnemma í morgun rýmdi sérsveit lögreglunnar Ungdomshuset loksins. Þeim var skutlað niðrá þak hússins úr þyrlu og svo ruddust þeir inn og ráku allt liðið út... Síðan hefur verið hálfgert stríðsástand í sumum hverfunum hérna. Bílar og ruslagámar standa í ljósum logum, glerflöskum og múrsteinum kastað að lögreglunni og ég veit ekki hvað... búið að handtaka a.m.k. 150 manns. Fyrir stuttu leit út fyrir að allt væri að róast eftir að táragasi var beitt á liðið en þá hleypur það bara í næsta hverfi og heldur áfram þar!!
Sjálf hef ég ekki átt erindi í Nørrebro í dag þar sem ástandið hefur verið sem verst.. sem betur fer.. en maður sér brynvörðu lögreglutrukkana brunandi út um allt, þyrlur sveima stanslaust yfir miðborginni og sírenuvælið heyrist í fjarska nánast hvar sem maður er. Ef við værum ennþá í hinni íbúðinni þá hefðum við sennilega fundið meira fyrir þessu. Við erum búin að vera hálflímd við sjónvarpið allan seinnipartinn.. náttúrulega bein útsending frá þessu öllu og fréttamennirnir keppast við að vera í hringiðunni á þessu öllu saman.
Ég skil ekki alveg hvað þessir krakkar eru að pæla.. Ég skil vel að þau vilji sína eigin menningarmiðstöð en það hjálpar nú lítið að yfirtaka ólöglega heila byggingu í sjö ár og gera svo allt vitlaust þegar réttmætir eigendur vilja fá húsið sitt aftur. Svo þegar húsið er rutt þá koma í ljós birgðir af vopnum og safn af grjóti til þess eins að grýta lögregluna í mótmælaaðgerðum. Það er náttúrulega ekki séns að borgaryfirvöld geri nokkuð til að þóknast þessum hópi fólks héðan í frá.. þau eru algjörlega búin að klúðra þessu!

Bendi ykkur á þessa myndalinka á www.politiken.dk (það er ekki hægt að kópera þá):
BILLEDHJUL: Ungdomshuset ryddes
BILLEDHJUL: Voldsom aften på Nørrebro


sd