21 nóvember 2008

Föstudagskvöld..
..og ég er þreytt eftir langan vinnudag. Það snjóar úti og það er skítkalt hérna inni :( Planið var að nota tækifærið fyrst ég er ein heima í kvöld og byrja á verkefni fyrir skólann en ég er búin að liggja eins og skata upp í sófa síðan ég kom heim.. Það styttist skuggalega mikið í próf og verkefnaskil.. og einbeiting er akkúrat engin!!

Við ætlum samt að hafa það pínu huggó áður en ég leggst algjörlega yfir bækurnar. Foreldrar Klaus koma í bæinn á morgun og ætla að fara með okkur aðeins útúr bænum. Kíkjum á sýningu í Frederiksborgs Slot og út að borða á eftir. Það verður gaman að sjá þau og fá gott að borða ;)

Og börnin sem 'áttu' að fæðast á afmælisdaginn minn eru loksins komin í heiminn! :) Þau létu svo sannarlega bíða eftir sér. Þórey og Troels eignuðust lítinn pungsa aðfaranótt miðvikudags, sem hefur fengið nafnið Óskar. Hann er svo yndislegar fallegur það hreinlega ískraði í mér af spenningi þegar ég sá myndirnar af honum :) Hlakka mikið til að æfa mig aðeins á honum!
Helga Ósk og Sigmar fengu litla dömu í fyrrinótt. Hef nú ekki séð myndir ennþá en foreldrarnir eru svo fallegir að það er ekki von á öðru en lítilli bjútípæ :)
Innilegar hamingjuóskir til þeirra allra enn og aftur!!

Góða helgi!

08 nóvember 2008

Takk fyrir allar kveðjurnar..

Við erum búin að hafa það ofsalega huggulegt í dag í góðum félagsskap. Þó að gerbaksturinn hefði mátt lukkast betur þá kláraðist nánast allt og allir fóru saddir og lukkulegir heim :) Ég fékk Cheerios í hádegismatinn í dag (takk mamma og pabbi!!) og er þegar farin að hlakka til að fá mér í morgunmat á morgun! :)

Þessi var tekin í dag, Þórey gengin 40 vikur og ég 26. Ný dönsk/íslensk kaffibarþjónakynslóð í vinnslu!

07 nóvember 2008

Ég er að baka!

já, hvort sem þið trúið því eða ekki þá stend ég sveitt í eldhúsinu og er að baka fyrir morgundaginn! Ekki beint afslöppunin sem maður þarf á að halda eftir langa vinnu/skólaviku en einhverra hluta vegna beit ég þetta í mig. Er að baka valhnetubollur og súkkulaðiköku í kvöld og hendi svo í nokkrar múffur í fyrramálið. En það er nú ekki eins og það verði einhver heljarinar veisla. Þrjár vinkonur mínar, Þórey, Anne og Mayra (+ 2 makar) ætla að kíkja í kaffi til mín. Ég bara fylltist svo miklum valkvíða þegar ég var að plana þetta að ég ákvað að gera þetta allt saman!

Þórey er ólétt.. er sett á sunnudaginn. Semsagt bæði hún og Helga Ósk frænka settar daginn eftir afmælið mitt. Mér finnst það nú alveg lágmark að önnur þeirra eigi á morgun mér til heiðurs!! ;) Ég er sett tveimur dögum fyrir afmælisdag Þóreyjar - ég gæti þá bara haldið í mér í tvo daga henni til heiðurs í staðinn!! ;) Finnst ykkur þetta ekki bara mjög sanngjarn - og RAUNHÆFUR - díll???

en.. ef ég á að segja alveg eins og er þá vil ég helst að Þórey og Troels komist í 'kræsingarnar' (sjáum til hvernig til tekst) á morgun ;)

Helga Ósk þú sérð þá bara um þetta!

Best að kíkja á þetta sull þarna frammi..góða helgi annars.

sd

02 nóvember 2008

25 vikur í dag :)

01 nóvember 2008

Ég er að springa..

..ekki úr óléttu heldur úr stolti!!! :) Haldiði að mín sé ekki búin að kaupa fyrstu jólagjöfina í ár!! :) Og ég er meira að segja búin að ákveða að nokkrar í viðbót sem verða keyptar í næstu viku. Ef þetta er ekki tilefni til monts þá veit ég ekki hvað.. held að ég hafi aldrei keypt eina einustu jólagjöf fyrir 10.desember!! En það veitir víst ekkert af að dreifa útgjöldunum þetta árið..

Annars er lítið nýtt að frétta.. hef verið að vinna mikið í vikunni og kærulaus gagnvart skólanum. Þó að ég sé fegin að vera ekki háð íslensku námslánunum þessa dagana þá finnur maður sko muninnn að vera án þeirra og tek því allar aukavaktir sem bjóðast. Svo verður prófunum bara reddað á síðustu stundu.

Þannig að ég er frekar þreytt núna og helgin fer bara í afslöppun og jú.. einhvern lestur.

Góða helgi elskurnar, hvar sem þið eruð!

sd