26 mars 2006

Er að pakka..

jamms.. flýg til Íslands í fyrró ;) verður gott að eiga 2-3 daga fría áður en Íslandsmótið hefst því frá og með fimmtudeginum verður prógrammið frekar stíft. En ég hlakka mikið til og verður spennandi að sjá hvernig mótið tekst. Það er ný umgjörð í ár.. semsagt ekki haldið í verslunarmiðstöð eins og undanfarin ár heldur á Matur 2006. Forvitnilegt að sjá hvernig það kemur út.

Annars voru Trabant tónleikarnir alveg geggjaðir.. nátturulega 95% Íslendingar á svæðinu þannig að maður hitti nokkur kunnugleg andlit ;) En þynnkan í gær var hinsvegar alveg hrikaleg og er enn að jafna mig :(

blogga meira á klakanum ;)

24 mars 2006

Danska, sólin og Trabant..

jæja, þá er fyrsta leveli í dönskuskólanum lokið og komst ég nokkuð áfallalaust í gegnum það ;) Það var spennuþrungið andrúmsloftið í morgun þegar einn nemandi í einu var kallaður inn í stofuna og niðurstöðurnar voru tilkynntar. Það voru nefnilega langflestir í bekknum að endurtaka og sumir jafnvel í þriðja sinn!! Hópurinn sem heldur áfram hefur náð mjög vel saman og er ég fegin að við fáum að halda hópinn... því miður er Susan kennarinn okkar farin í fæðingarfrí núna en hún hefur verið alveg frábær og hennar verður sárt saknað :(

en annars er búið að vera yndislegt úti.. ótrúlegt hvað sólin gefur manni aukna orku og léttari lund ;) Búin að vera að þvælast um á hjólinu í allan dag... núna er mangó/karrý kjúklingur a la Sigrún sæta að malla í ofninum og svo erum við að fara á Trabant tónleika í kvöld í Nordatlantens Brygge ;) jibbíí ég hlakka til ;)

Góða helgi!

22 mars 2006

Pírð augu..

já að hljómar kannski undarlega en mér finnst það virkilega góðs viti að maður sér varla fram fyrir sig í umferðinni þessa dagana! Sólin er komin á sinn réttan stað og maður farinn að píra augun aftur eftir langan tíma.. ;) Það sést fólk útí garði að spjalla í stað þess að flýja beint inn úr kuldanum og nokkrir laukar farnir að springa úr hér og þar... Þetta er BARA gott mál og yndislegt að vera á hjólinu þessa dagana ;) Nú er ég farin að fíla hjólamenningu hérna almennilega... var sko ekkert alltaf sátt við að vera að hjóla út um allt í þessum skítakulda sem hefur verið hérna..

Og tíminn líður hratt... kem til Íslands núna á mánudaginn og verð í viku í Reykjavík ;) Tilefnið er Íslandsmót kaffibarþjóna sem verður haldið á Matur 2006 í Fífunni. Er að dæma á því móti um helgina en hef nokkra daga í byrjun vikunnar til að kíkja á vini og vandamenn í borginni ;) Geggjað! ;) Klaus ætlar að koma líka en ekki fyrr en á fimmtudaginn og verður svo samferða mér heim.

Alltaf gott að koma heim.. ;)

18 mars 2006

Latur laugardagsmorgun..

ligg hérna uppí rúmi með tölvuna í fanginu og er að reyna að drösslast á fætur...
Annars er þetta búin að vera fínasta vika.. hún byrjaði á rómantískum nótum. Klaus kom heim á mánudagskvöldið með fangið fullt af blómum og gaf mér hálftíma til að hafa mig til þar sem hann var búin að panta borð fyrir okkur á veitingastað! Tilefnið var að eitt ár var síðan við kynntumst við dómarastörf á Íslandsmóti kaffibarþjóna í Smáralindinni... ég varð náttúrulega eins og bjáni, ekki var ég með nein svona plön.... og varð enn meira eins og bjáni þegar komið var á veitingastaðinn og við tók 5 rétta máltíð ásamt vínseðli!! Hrikalega góður matur á Den lille fede og kósí andrúmsloft... ;)

Svo sendi ég inn umsóknir fyrir háskólanám í haust á miðvikudaginn... fékk síðustu gögnin sem mig vantaði fyrr um morguninn.. skilafrestur var til 12 á hádegi þannig að þetta small allt saman á síðustu stundu. Ég er voða fegin að vera búin að þessu. Heilinn á mér var mjög nálægt major melt-downi við ritgerðarskriftirnar um af hverju ég vildi í þetta nám... en nú gert ég ekkert meira gert og þýðir ekkert að pæla meira í þessu fyrr en ég fæ svör í lok júlí..

Svo hef ég verið í dönskuskólanum að sjálfsögðu og gengur bara ágætlega.
Klaus er mikið að æfa sig þessa dagana fyrir danska kaffibarþjónamótið g ég hef farið með honum á flestar æfingar. Hann er með rosa fína aðstöðu í kaffibrennslunni með glænýja La Marzocco (espressovél) og allt. Ég stend yfir honum með skeiðklukkurnar, tek tímann á öllu og fæ að smakka voða gott kaffi... ;) ekki beint leiðó... svo læri ég sjálf heilan helling því þessir blessuðu Danir fara svo djúpt ofan í allt að stundum finnst mér ég ekki vita neitt um kaffi þegar ég er innan um þá.. ;)

annars er voða lítið annað að frétta... hvað með ykkur??

kiss kiss..

13 mars 2006

Ætti maður að skreppa til Líbanon??

Í dag var mér boðið að fara til Líbanon í næstu viku til að dæma á Líbanska kaffibarþjónamótinu þar. Það er haldið í Beirút. Troels heimsmeistari (kaffibarþjóna.. fyrir þá sem ekki þekkja ;)) hringdi í mig og bauð mér að fara fyrsta hann kemst ekki. Get ekki neitað því að mér finnst þetta boð hrikalega freistandi en samt veit ég ekki hvort ég myndi þora.. er eitthvað gáfulegt að vera að æða til Beirút á þessum tímum svona ljóshærð?? ég þyrfti örugglega að vera klædd íslenska fánanum svo það færi ekkert á milli mála að ég er hvorki dönsk né norsk...eða hvað?? En ég þarf nú lítið að velta þessu fyrir mér því mótið fer fram í miðri viku og ég get ekki misst svo mikið úr dönskuskólanum, þá þyrfti ég pottþétt að endurtaka levelið... en skemmtilegt boð samt sem áður.. kaffibransinn kemur sífellt á óvart!

Og svo var ég í danska sjónvarpinu í gærkvöldi!! ekki lengi að koma mér á DR1!! ;) ÞAð var sýnt frá Jótlandsriðlinum þar sem ég var yfirdómari síðustu helgi í Árósum. Við vissum af einhverju sjónvarpsfólki þar en vorum búin að steingleyma þessu. Svo vorum við bara að flakka á milli stöðva í gær og svo vorum við bara sjálf á skjánum!! Við dóum næstum, þetta var hrikalega fyndið...og versta er að maður er stundum svo alvarlegur þegar maður er að dæma að ég leit út eins og ég væri að því kominn að myrða einhvern!! ekki fögur sjón það ;)

11 mars 2006

BRRRRRR...

já, hér er skítakuldi og virðist eins og hér ætli að verða endalaus vetur. -5 gráður og hvasst í dag... reyndar er heiðskýrt og fallegt en erfitt að njóta þess allur samanherptur úr kulda.

Ég er hrikalega ánægð með hópinn sem ég er með í dönskuskólanum. Við gerum okkar besta að hafa gaman af þessum 3 tímum sem við eyðum saman 4x í viku og sýnum hvert öðru ómetanlega stuðning þegar kemur að framburðar æfingum í þessu merkilega tungumáli dönskunni. Þetta er fólk frá ýmsum löndum; Íslandi, Frakklandi, Spáni, Jórdaníu, Ástralíu, Rúmeníu, Japan, Pakistan, Rússlandi og Nígeríu... og allir hafa verið mislengi í landinu, allt frá 3 vikum uppí 10 ár. Enn sem komið er gengur mér bara skítsæmilega en mér skilst að það sé engan veginn hægt að giska á hvort kennurunum detti í hug að fella mann eða ekki... :/

En nú sit ég við tölvuna og er að reyna að skrifa 2 blaðsíður það hvað ég hafi að gera í skólann sem ég er að sækja um í haust og af hverju í ósköpunum mér ætti að vera hleypt þangað inn... ;) er að þessu á síðustu stundu að sjálfsögðu.. búin að vera að dingla mér hérna í 2 mánuði og sest loksins niður við þetta 4 dögum áður en ég á að skila inn umsókninni.. týpískt!

svo bíð ég spennt eftir að heyra fréttir af Sunnu frænku og fjölskyldu en þar er von á nýjasta fölskyldumeðlimnum í heiminn á hverri stundu ;) ég veðja á að það komi önnur stelpa... :)


Hafið það gott um helgina!
kiss kiss...

06 mars 2006

Skal vi snakke dansk?

ehemm.. fór í fyrsta dönskutímann í morgun og það gekk nú svona la la.. af 15 manna hóp voru 7 nemendur að endurtaka 1sta levelið, þar á meðal einn Íslendingur og mér skilst að maður græði lítið á grunnskóladönskunni þarna!! Til að byrja með er farið mjög nákvæmleg í framburð og rytma og engin miskunn sýnd... eins gott að vera duglegur að læra. Klaus fær að hlusta á mig í kvöld þylja upp heimaverkefni dagsins ;)

Annars vorum við í Árósum um helgina þar sem fór fram undanriðill fyrir danska kaffibarþjónamótið; Jótlandsriðillinn. Þar var ég yfirdómari og Klaus var kynnir... gott að vera svona í sama bransanum ;) Mótið gekk vel. Tveir komust áfram í úrslitin sem verða í Köben í lok apríl. Annar kaffibarþjónninn er engin önnur en hún Silla fyrrverandi Kaffitárína.. ég varð nú soldið stolt ;)

Svo er bara lítið annað að frétta.. hér er drullukalt og hvítt yfir öllu aftur, ég sem hélt að væri að koma vor.. :(

best að fara að læra..