23 desember 2008

Gledileg jól!

Mér finnst nú samt skrítid ad segja thetta.. er ekki alveg ad medtaka ad thad sé adfangadagur á morgun! Vid tókum semsagt lestina til Jótlands í gærkvøldi og mikid ofbodslega var gott ad losna úr stressinu úr vinnunni! Búid ad vera klikkad ad gera sídustu thrjár vikurnar thar. Einhvern veginn tekst mér alltaf ad finna vinnu thar sem brjálad er ad gera rétt fyrir jólin. Thad var semsagt lítid sem minnti á jólin heima hjá mér thegar vid løgdum af stad.. vid nádum nú samt ad thrífa vel á sunnudaginn thannig ad thad verdur gott ad koma heim aftur í tandurhreina íbúd:)

Ég komst nú í smá jólaskap um daginn thegar vid Thórey skelltum í threfalda søru uppskrift.. og jeminn eini hvad thær tókust vel!! Thetta var sko ekkert mál thrátt fyrir pláss- og græjuleysi. Thad tharf sko ekkert alltaf frystikistu, Kitchen Aid hrærivél og tvíbreidan ofn (eins og virdist vera ordid standard á svo mørgum íslenskum heimilum eftir gódærid sáluga) til ad gera killer sørur! ;) Thrjóska og útjónarsemi er feykinóg og thad vantar sko ekki hjá okkur støllunum! ;) Og haldidi ad Thorey hafi ekki sodid hangikjøt kvøldid ádur!! svo vid jøpludum á thví og hlustudum á íslenska jólatónlist - ekki leidinlegt!

En nú er jólastemmningin smá ad síast inn aftur.. erum búin ad gæda okkur á eplaskífum og jólagløggi í dag - ég fékk einhverja plat útgáfu af gløgginu - og svo er tengdapappi ad fara ad drøsla trén inn og skreyta. Svo á ad gera smá konfekt í kvøld líka. Jólastemmningin verdur svo bara tekin med trompi næsta ár, thá verd ég líklegast ennthá í fædingarorlofi og get gert allt sem ég hef aldrei gefid mér tíma í vegna vinnu eda prófa í desember...thad er nú hálfsorglegt ad hugsa til thess.. ordin rúmlega thrítug og hef aldrei svo mikid sem sett upp jólaseríur eda adventuljós heima hjá mér í adventunni!! dæs.. Ég hlakka semsagt mun meira til næstu jóla en thessara! Og thau verda líka haldin á Íslandi!! :) Tengdamamma gerir nú samt sitt besta til ad ég fái eitthvad 'íslenskt' ad borda og keypti reykt lambakjøt til ad hafa med í julefrokosten á jóladag.. hún keypti reyndar líka reykt hrossakjøt! Hún mundi sko ekki alveg hvort hangikjøt var lamb eda hross.. hún verdur thví ad borda blessada hrossakjøtid sjálf! ;) En ég fæ thó reykt lambakjøt, stúfadar kartøflur og raudrófusalatid hennar mømmu.. og er bara vel sátt!:)

jæja.. thetta átti nú bara ad vera eitthvad stutt og laggott ;)

Vid óskum ykkur øllum gledilegra jóla og hafid thad sem allra best yfir hátídirnar!
knús á línuna..
sd

07 desember 2008

30 vikur


..semsagt bara 10 vikur í settan dag! Undarleg tilfinning verð ég að segja. Annars erum við eldhress en oggulítið orðin leið á að sitja svona yfir skólabókunum..en bara fimm dagar eftir að þeirri niðurtalningu sem betur fer ;)

sd

01 desember 2008

Hitt og þetta í byrjun desember..

jamm.. þar sem ég er gjörsamlega að klepra yfir próflestrinum þá ákvað ég að segja ykkur frá því helsta ;)

Klaus og félagar opnuðu nýtt kaffihús í dag í Roskilde! Á besta stað í göngugötunni þar. Þeim bauðst húsnæði á góðu verði fyrir bara nokkrum vikum síðan og ákvaðu bara að drífa í þessu. Frábært að ná að opna svona rétt fyrir jólatrafíkina. Þetta er nú næststærsta borgin hér á Sjálandi ;) Ég komst því miður ekki á opnunina vegna prófalesturs.. en ég fer beinustu leið í kaffi í Roskilde þegar ég er búin með prófin 12.des ;) Það koma örugglega myndir hérna inn seinna í kvöld.

Við erum svona nokkurn veginn búin að kaupa barnavagn :) Fann einn svaka fínan, lítið notaðan á netinu á góðu verði, Emmaljunga Supreme Big Star eða eitthvað álíka. Maður verður víst að bjarga sér svoleiðis á þessum síðustu og verstu enda ekkert eðlilegt hvað þessir vagnar kosta nýjir. Seljandinn ætlar að skutla honum til okkar annað kvöld.. Við getum auðvitað hætt við kaupin ef við sjáum eitthvað athugavert við hann á morgun en annars voru myndirnar mjög góðar sem hún sendi mér þannig að ég hef engar áhyggjur. Er bara fegin að geta gengið frá þessu núna. Verður mikið að gera í desember og fínt að hafa bara smotterís undirbúning eftir í janúar.

Fórum í mæðraskoðun í síðustu viku. Allt leit vel út. Blóðþrýstingur fer bara lækkandi ef eitthvað er.. sem er auðvitað fínt, en hann má svosem ekkert lækka mikið meira ;) Við byrjum svo á einhverju foreldra/fæðingarnámskeiði um miðjan desember.

Svo eru bara próf framundan í þessari og næstu viku.. og mér hefur aldrei leiðst próflesturinn jafn mikið! Er engan veginn að nenna þessu og er bara með hugann við allt annað þessa dagana. Get ekki beðið eftir að vera búin að þessu! Þó svo að það verði bara meira að gera í vinnunni eftir prófin þá finnst mér tilhugsunin um að þurfa ekki að setjast niður og læra eftir vinnu alveg yndisleg!! Get þá bara dundað mér við að skrifa jólakort - sem verða auðvitað send á síðustu stundu - og maulað sörurnar sem við Þórey ætlum að baka þann 13.des!! Jeiii!

Talandi um jólakort.. hef fengið ábendingar frá ofvirkum frænkum mínum hérna sem skrifa jólakort í lok nóvember!! ;)
Heimilisfangið okkar er:
Kornblomstvej 7, 1.tv
2300 København S

Gleðilegan fullveldisdag..

sd