Að kíkja í 'pakkann' eða ekki??jamm það er aðal spurningin hjá okkur þessa dagana. Við förum í næsta sónar daginn eftir að ég kem tilbaka frá Íslandi og við eigum erfitt með að ákveða hvort við eigum að reyna að fá að vita kynið. Fyrst vildi ég endilega fá að vita það en Klaus var harður á því að við ættum bara að bíða og sjá. Nú er hann eiginlega búinn að skipta um skoðun og ég er ekki viss lengur. Þegar mamma hringdi í mig til að segja mér að Elín væri búin að eiga þá fékk ég hreinlega gæsahúð af spenningi að fá að heyra fréttirnar!! :) Þá fór ég að pæla í hvort að væri skemmtilegra að vera ekkert að kíkja.
EENNN ég er bara svo sjúklega forvitin að vita hvort það sé stelpa eða strákur að laumupúkast þarna inni!! :) Þar væri líka frekar praktískt. Þá væri auðveldara að fá lánað eitthvað af minnstu fötunum sem þau vaxa svo fljót uppúr.. og það væri náttúrulega fínt fyrir mömmu sem er vön að prjóna heimferðargallann á barnabörnin..þá þarf hún ekki að bíða fram á síðustu stundu með að festa réttu tölurnar í! ;) Hér er maður í mesta lagi tvo sólahringa á fæðingardeildinni ef allt gengur vel þannig að það yrði nú tæpt fyrir hana að senda gallann til okkar. ;) Þannig að er ekki um að gera á reyna bara tékka á þessu?? ;)
Svo veit ég stundum ekki af hverju ég pæli svona mikið í þessu. Ég held að það séu eiginlega 99% líkur á að þetta sé lítill tippalingur. Það er jú framlag föðursins sem ákvarðar kynið og það virðist sem karlmennirnir í fjölskyldu Klaus skjóti bara strákasæði!! Klaus á bara bræður, pabbi hans líka, reyndar átti afi hans eina systur en hann átti líka níu bræður!! Auðvitað er okkur alveg sama hvort kynið við fáum en mér finnst að fjölskyldan hans hefði svolítið gott af því að fá litla skvísu..og svo er þetta bara forvitnin í mér sem er alveg að fara með mig! ;) Það er auðvitað oft ekkert hægt að sjá neitt..kannski væri það bara best.
Hvað finnst ykkur?