
Skil ekkert í því af hverju fæst ekki venjulegt Cheerios hérna!! Sérstaklega af því það fæst Honey Nut og Frosted Cheerios í nokkrum búðum hérna. Þetta pirrar mig óstjórnlega mikið þessa dagana. Mig dreymdi meira að segja Cheerios í nótt!! Ég hámaði þetta svoleiðis í mig þegar ég var heima á Íslandi í september. Passaði að setja vel af mjólk út á þannig að ég þurfti að bæta alveg tvisvar í skálina til þess að klára mjólkina - það er sko mikilvægt að klára mjólkina!! ;)
Ætli það fáist Cheerios í Svíþjóð?????????