16 júní 2008

Heimsmeistaramót Kaffibarþjóna framundan..

..og allt liðið byrjað að tínast í bæinn. Oh þetta er alltaf svo skemmtilegur tími. Maður á vini frá öllum heiminum sem maður hittir bara einu sinni á ári í kringum þetta mót. Ég fer á dómaranámskeið á mivikudagginn og svo byrjar keppnin á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn. Langir en skemmtilegir dagar framundan ;)
Á laugardagskvöldið er árlegt Gala kvöld SCAE (speciality coffee association of Europe) og þar sem gefnar eru viðurkenningar fyrir ýmis konar framlög til iðnaðarins. The Coffee Collective eru tilnefndir sem bestu ungu frumkvöðlarnir - SPENNANDI!! :) Við erum auðvitað bara að springa úr stolti yfir tilnefningunni :)

Annars er bara fínt að frétta af okkur. Guðný vinkona var í nokkra daga hjá okkur í byrjun mánaðarins. Við drukkum bjór frá morgni til kvölds, sóluðum okkur á ströndinni og borðuðum góðan mat - ekki leiðinlegt! Verst að strandarveðrið er búið í bili :(

Ekki meira að frétta í bili - til hamingju með daginn á morgun!!