Hvar á ég að byrja?..
Það náttúrulega gengur ekki að láta svona langt líða á milli blogga! Það er búið að vera nóg að gera skal ég segja ykkur..
Páskafríið var voðalega notalegt á Vestur Jótlandi.. ég fékk að sjálfsögðu sent íslenskt páskaegg frá ma&pa ásamt meiru íslensku góðgæti. Reyndar lagðist Klaus í flensu pákahelgina.. og þá ekki slæmt að hafa mömmu sína til að hugsa um sig!! ;) Þessir karlmenn geta nú breyst í svoddan smábörn þegar þeir komast á hótel mömmu...
--
Þegar við komum tilbaka helltist flensan hinsvegar yfir mig, auðvitað daginn áður en við flugum til Íslands :( Ferlega var það svekkjandi... Ég var semsagt heima í nokkra daga að dæma á Íslandsmóti kaffibarþjóna en náði eiginlega ekki að hitta neina :( Reyndi að hvíla mig sem mest á milli þess sem við vorum að dæma uppí MK. Imma frá Kaffitár varð Íslandsmeistari annað árið í röð.. stóð sig hrikalega vel stelpan! Svo var auðvitað fínasta partý um kvöldið 'a la íslenskir kaffibarþjónar'
Svaka stuð í Saltfélaginu..
???
Elfa og Imma
Morgunin eftir var okkur svo boðið í dýrindis brunch í Efstasundinu þar sem við hittum Mömmu, pabba, Hödda, Snæju, Frikka, Daníel, Jóhannes, Ragnheiði og auðvitað hundana þrjá... Það var gott að sjá allavega einhverja úr fjölskyldunni é þessasri stuttu ferð.
Svo komum við heim til Köben.. Klaus fór til Þýskalands daginn eftir, ég kíkti einn dag í skólann og hitti svo Klaus í Barcelona næsta dag. Ó hvað það var yndislegt að koma þangað aftur.. Skil ekkert af hverju ég lét svona langan tíma líða síðan ég fór síðast. Ég var mætt hálfum degi á undan Klaus þannig að ég skellti mér í heimsókn til Höllu, Arnars og Uglu. Halla var á leiðinni til Amsterdam strax morguninn eftir þannig að ég var heppin á ná á þeim öllum saman..
Mér var boðið í mat og Arnar galdraði fram dýrindis fiskisúpu og við kjöftuðum fram eftir kvöldi... Það besta var samt að það var eins og við hefðum hist í gær síðast! Það er svo frábært þegar maður getur treysta á að vináttan breytist ekkert þó að langt líði á milli hittinga!! :)
En við vorum fyrst og fremst í Barcelona til að útbúa kaffidrykki fyrir stóran Philips fund. Í einn og hálfan daga hömuðumst við á espressóvélinni þegar ca. 300 manns frá Philips voru í pásum frá löngum og ströngum fundarhöldum um markaðsmál. Þetta var allt haldið á Hilton hótelinu við ströndina þannig að það fór voðalega vel um okkur..
Á kvöldin reyndum við svo að túristast aðeins (1sta skipti Klaus í Bcn) og borða góðan spænskan mat.. ;)
Mætt niðrí bæ..
Ummmm..tróðumst hér inn og fengum okkur Cava og Tapas..
Á þakinu á Casa Milá..
Meiri Tapas.. ;)
Á Íslandi kynntumst við Chiöru sem er spænski kaffibarþjónameistarinn. Hún var komin til Íslands til að læra meira... Við kíktum auðvitað á hana í Barcelona og við fórum með henni til brennslumeistarans hennar sem á mjög kósí kaffibrennslu ekki svo langt frá þar sem ég bjó seinni veturinn minn þar. Hafði oft labbað þarna fram hjá en vissi náttúrulega EKKERT um kaffi þegar ég bjó í Bcn.
Chiara (frá vinstri), Klaus og Salvador brennslumeistari..
Við komum heim seint á föstudagskvöld og strax morguninn eftir tók við Danska kaffibarþjónamótið. Ég var að dæma þar bæði lau og sunnudag og Lene Hyldahl frá Álaborg bar sigur úr býtum. Hún stóð sig hrikalega vel og þetta er í fyrsta skipti sem sigurvegarinn hér er kona og ekki frá Kaupmannahafnarsvæðinu.. kominn tími til!
Jæja.. þetta verður að duga í bili. Vegna allra þessara ferðalaga þá er auðvitað lesefnið fyrir skólann búið að hrúgast upp hjá mér.. verð að vera dugleg næstu vikurnar!! Wish me luck!! ;)
sd
24 apríl 2007
03 apríl 2007
Í Páskafríi..
Þetta er nú búið að vera hálfgert letilíf hérna eftir að prófunum lauk. Ég þurfti nú smástund líka til að komast uppúr bömmernum eftir prófin.. Ég var nefnilega að vonast til þess að ég kæmist í gegnum fyrra prófið þó svo að ég hafi legið í flensu tvo síðustu dagana fyrir prófið. Hélt að ég væri kannski samt búin að læra alveg nóg..Það var nú fullmikil bjartsýni!! Ég skilaði því bara inn auðu, nennti ekki að rembast við eitthvað þarna í fjóra tíma sem ég vissi að ég gæti ekki og fór því heim að læra fyrir næsta próf. Það var munnlegt.. ekki mitt uppáhalds. Var algjör taugahrúga þarna inni, stamaði og talaði á tvöföldum hraða til skiptis... en fékk fínustu einkunn, hjúkk it!! Ég fann nú samt ekki fyrir sama létti og vanalega þegar þetta var búið því það bíður mín náttúrulega upptökupróf í ágúst..glatað!! ég er ferlega svekkt út í þessa fjandans flensu!
Núna hangi ég nánast allan daginn á netinu að reyna að finna húsnæði að flytja inní eftir tæpan mánuð!! Gengur ekki neitt :( Ég svara fullt af auglýsingum en fæ engin svör. Það hafa nú samt tveir svarað okkar auglýsingu!! Annar bauð okkur 30fm íbúð á ca. 60.000 ískr og hinn bauð íbúð í Árósum!! Hvað er að þessu liði???
Kræst hvað ég get pirrað mig mikið yfir þessu! ;) En allavega..nóg af nöldrinu!
Á fimmtudagskvöldið keyrum við með Mie til Jótlands og þar verður væntanlega tekið á móti okkur með yndislegum aldönskum sveitamat :) Komum svo tilbaka á mánudaginn og ég kíki einn dag í skólann áður en við komum til Íslands á Kaffibarþjónamótið - JEIIII!!
Daginn eftir að við komum þaðan fer Klaus beint til Þýskalands í 1-2 daga og þaðan beint til Barcelona. Og hver fer að hitta hann þar???? ÉG!!!! :) Þegar Klaus byrjaði að vinna svona mikið fyrir Philips þá sögðu þeir að ég mætti nú einhvern tímann koma með og þegar ég heyrði að hann væri að fara til BCN þá bað ég hann pent um að minna þá á þetta loforð ;) Ég fæ semsagt að koma með sem 'aðstoðarmaður'.. Veit nú ekki alveg hvað þetta kemur til með að þýða..hvort ég verð föst inná einhverri söluráðstefnu allan tímann eða hvað?? Við höfum allavega tvö kvöld laus og mestallan föstudaginn... það verður æði að koma þangað aftur þótt það verði stutt :)
ta ta..
sd
Þetta er nú búið að vera hálfgert letilíf hérna eftir að prófunum lauk. Ég þurfti nú smástund líka til að komast uppúr bömmernum eftir prófin.. Ég var nefnilega að vonast til þess að ég kæmist í gegnum fyrra prófið þó svo að ég hafi legið í flensu tvo síðustu dagana fyrir prófið. Hélt að ég væri kannski samt búin að læra alveg nóg..Það var nú fullmikil bjartsýni!! Ég skilaði því bara inn auðu, nennti ekki að rembast við eitthvað þarna í fjóra tíma sem ég vissi að ég gæti ekki og fór því heim að læra fyrir næsta próf. Það var munnlegt.. ekki mitt uppáhalds. Var algjör taugahrúga þarna inni, stamaði og talaði á tvöföldum hraða til skiptis... en fékk fínustu einkunn, hjúkk it!! Ég fann nú samt ekki fyrir sama létti og vanalega þegar þetta var búið því það bíður mín náttúrulega upptökupróf í ágúst..glatað!! ég er ferlega svekkt út í þessa fjandans flensu!
Núna hangi ég nánast allan daginn á netinu að reyna að finna húsnæði að flytja inní eftir tæpan mánuð!! Gengur ekki neitt :( Ég svara fullt af auglýsingum en fæ engin svör. Það hafa nú samt tveir svarað okkar auglýsingu!! Annar bauð okkur 30fm íbúð á ca. 60.000 ískr og hinn bauð íbúð í Árósum!! Hvað er að þessu liði???
Kræst hvað ég get pirrað mig mikið yfir þessu! ;) En allavega..nóg af nöldrinu!
Á fimmtudagskvöldið keyrum við með Mie til Jótlands og þar verður væntanlega tekið á móti okkur með yndislegum aldönskum sveitamat :) Komum svo tilbaka á mánudaginn og ég kíki einn dag í skólann áður en við komum til Íslands á Kaffibarþjónamótið - JEIIII!!
Daginn eftir að við komum þaðan fer Klaus beint til Þýskalands í 1-2 daga og þaðan beint til Barcelona. Og hver fer að hitta hann þar???? ÉG!!!! :) Þegar Klaus byrjaði að vinna svona mikið fyrir Philips þá sögðu þeir að ég mætti nú einhvern tímann koma með og þegar ég heyrði að hann væri að fara til BCN þá bað ég hann pent um að minna þá á þetta loforð ;) Ég fæ semsagt að koma með sem 'aðstoðarmaður'.. Veit nú ekki alveg hvað þetta kemur til með að þýða..hvort ég verð föst inná einhverri söluráðstefnu allan tímann eða hvað?? Við höfum allavega tvö kvöld laus og mestallan föstudaginn... það verður æði að koma þangað aftur þótt það verði stutt :)
ta ta..
sd
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)