YESSSSS! :)
Taskan mín er loksins komin í hús og myndavélin og linsurnar eru í fullkomnu lagi! Þvílíkur léttir!! Reyndar voru sum fötin mín blaut.. en það er nú ekkert mál. Ég var sko farin að ímynda mér allt það versta og orðin viss um að ég sæi dótið mitt aldrei aftur. JEIII!! ég er alveg í skýjunum núna og hef aldrei verið jafn snögg að ganga frá úr töskunni ;) venjulega tekur það mig nokkra daga..
En fyrsti skóladagurinn var í dag. Mér líst bara nokkuð vel á þetta og kennaranum tókst að gera viðfangsefnið - the company and its historical settings- bara nokkuð áhugavert ;) Ég er ennþá að berjast við HR um að senda mér fullnægjandi pappíra yfir námið mitt þar svo ég geti sótt um að fá einingarnar metnar. Það ætlar að reynast þeim erfitt að lýsa almennilega kúrsunum sem eru kenndir hjá þeim... vonum það besta. Það er hinsvegar nóg lesefni framundan og margt misskemmtilegt eins og gengur og gerist.
Maj-Britt og Einar kærastinn hennar eru í stuttu stoppi hér í Köben. Við Klaus ætlum út að borða með þeim annað kvöld á Spiseloppen í Kristjaníu. Úff hvað ég hlakka til að knúsa hana Mæbbu mína!! .. og hitta kærastann auðvitað ;)
þangað til næst,
kiss kiss..
sd
29 ágúst 2006
YESSSSS! :)
Taskan mín er loksins komin í hús og myndavélin og linsurnar eru í fullkomnu lagi! Þvílíkur léttir!! Reyndar voru sum fötin mín blaut.. en það er nú ekkert mál. Ég var sko farin að ímynda mér allt það versta og orðin viss um að ég sæi dótið mitt aldrei aftur. JEIII!! ég er alveg í skýjunum núna og hef aldrei verið jafn snögg að ganga frá úr töskunni ;) venjulega tekur það mig nokkra daga..
En fyrsti skóladagurinn var í dag. Mér líst bara nokkuð vel á þetta og kennaranum tókst að gera viðfangsefnið - the company and its historical settings- bara nokkuð áhugavert ;) Ég er ennþá að berjast við HR um að senda mér fullnægjandi pappíra yfir námið mitt þar svo ég geti sótt um að fá einingarnar metnar. Það ætlar að reynast þeim erfitt að lýsa almennilega kúrsunum sem eru kenndir hjá þeim... vonum það besta. Það er hinsvegar nóg lesefni framundan og margt misskemmtilegt eins og gengur og gerist.
Maj-Britt og Einar kærastinn hennar eru í stuttu stoppi hér í Köben. Við Klaus ætlum út að borða með þeim annað kvöld á Spiseloppen í Kristjaníu. Úff hvað ég hlakka til að knúsa hana Mæbbu mína!! .. og hitta kærastann auðvitað ;)
þangað til næst,
kiss kiss..
sd
Taskan mín er loksins komin í hús og myndavélin og linsurnar eru í fullkomnu lagi! Þvílíkur léttir!! Reyndar voru sum fötin mín blaut.. en það er nú ekkert mál. Ég var sko farin að ímynda mér allt það versta og orðin viss um að ég sæi dótið mitt aldrei aftur. JEIII!! ég er alveg í skýjunum núna og hef aldrei verið jafn snögg að ganga frá úr töskunni ;) venjulega tekur það mig nokkra daga..
En fyrsti skóladagurinn var í dag. Mér líst bara nokkuð vel á þetta og kennaranum tókst að gera viðfangsefnið - the company and its historical settings- bara nokkuð áhugavert ;) Ég er ennþá að berjast við HR um að senda mér fullnægjandi pappíra yfir námið mitt þar svo ég geti sótt um að fá einingarnar metnar. Það ætlar að reynast þeim erfitt að lýsa almennilega kúrsunum sem eru kenndir hjá þeim... vonum það besta. Það er hinsvegar nóg lesefni framundan og margt misskemmtilegt eins og gengur og gerist.
Maj-Britt og Einar kærastinn hennar eru í stuttu stoppi hér í Köben. Við Klaus ætlum út að borða með þeim annað kvöld á Spiseloppen í Kristjaníu. Úff hvað ég hlakka til að knúsa hana Mæbbu mína!! .. og hitta kærastann auðvitað ;)
þangað til næst,
kiss kiss..
sd
23 ágúst 2006
Komin heim frá Brasilíu.
jábbs.. við komum heim í gær. Það gekk sko ýmislegt á í þessari ferð. Í fyrsta lagi var fluginu okkar út aflýst 2 daga í röð vegna stöppunnar sem mundaðist á Heathrow eftir hertar öryggisaðgerðir. Þegar við vorum loksins komin á völlinn þá var svo mikil seinkun á fluginu að engu munaði að við myndum missa af tengifluginu í London. Við hlupum hreinlega á milli véla á Heathrow.. sem gerði það að verkum að farangurinn komst ekki með í vélina til Sao Paulo. Klaus fékk sýna tösku eftir 3 daga og ég hef ekki enn fengið mína!! :( British Airways er svo sannarlega með allt niðrum sig þessa dagana. Þeir hafa varla svarað símum né föxum og loksins þegar maður nær í þá svara þeir bara eitthvað útí loftið til þess að losna við mann. Núna segja þeir mér að taskan sé pottþétt í London og að það sé búið að senda meldingar um að nú eigi að senda hana tilbaka til Danmerkur en ekki til Brasilíu. Það eru hinsvegar um 20.000!! töskur sem bíða það eftir að verða sendar til eigenda sinna og því geta þeir ekkert sagt til um hvenær ég fæ töskuna. Versta er að nýja fína myndavélin mín er í töskunni því ég varð að tékka ALLT inn. Venjulega hef ég hana allt í handfarangri.. en í þetta skiptið mátti maður bara vera með veski og vegabréf í glærum plastpoka. Ég er búin að vera á algjörum bömmer yfir þessu og þetta hafði auðvitað töluverð áhrif á ferðina. Oft þurftum við að eyða frítíma okkar í að hlaupa á milli búða og finna þetta nauðsynlegasta; nærföt og eitthvað til skiptanna, tannbursta og smá snyrtidót. Það var sko ekki planið að vera á einhverju búðarápi enda ekki mikið varið í þær þarna.
EN að ferðinni sjálfri.. Það var ofsalega vel hugsað um okkur af eigendum Daterra kaffibúgarðsins. Fyrsti dagurinn fór nú bara í smá afslöppun eftir flugið, búðarráp og rúnt um borgina með Isabelu sem sá mest um okkur þarna. Svo fórum við á hádegisverðarfund með ýmsum fjölmiðlum þar sem Klaus talaði kaffið þeirra og brasilískt kaffi yfirhöfuð. Næsta dag vorum við með þjálfun fyrir ca. 20 kaffibarþjóna úr Sao Paulo. Þetta tókst allt saman mjög vel og var rosalega vel skipulagt. Við vorum öllu viðbúin eftir skipulagsleysið í Ástralíu en þetta var allt alveg meiriháttar.
Planið var síðan að fara á Daterra búgarðinn en fyrst að ferðin styttist um þessa 2 daga þá gafst ekki tími til þess. Daterra fólkið vildi frekar senda okkur í frí til Ríó og fá okkur aftur seinna á búgarðinn þegar betri tími gefst. Vona svo sannarlega að eitthvað verði úr því.
Rio de Janeiro er hrikalega falleg borg ef maður er staddur í réttum hverfunum. Út um hótelgluggann okkar var útsýnið ekki af verri endanum. Kristur úr einni átti og strandlengjan úr annarri. Það var reyndar ekkert strandaveður á meðan við vorum þarna en við tókum nú samt smá göngutúr á ströndinni, drukkum slatta af caphirinja og nutum okkar ;)
Við höfðum hitt annan kaffibónda á fjölmiðlafundinum sem átti búgarð rétt fyrir utan Rio og hann bauð okkur í heimsókn. Við eyddum því einum deginum með honum og konunni hans. Búgarðurinn er uppí fjöllunum skammt frá Rio og það var algjört æði að koma þangað. Það var enn uppskera í gangi þannig að loksins sá maður í alvöru hvernig þetta fer allt fram. Það er ofsalega fallegt þarna upp í fjöllunum og allt önnur stemning en í Rio og Sao Paulo.. næstum eins og að koma í allt annað land. Paulo (eigandinn) ætlar að senda okkur myndir sem við tókum á vélina hans.. ég var náttúrulega myndavélalaus allan tímann!! Isabela ætlar líka að senda okkur myndir frá Sao Paulo en því miður eigum við engar myndir frá Rio de Janeiro. Sem gerir okkur bara enn ákveðnari að fara þangað aftur og hafa meiri tíma og fleiri föt til skiptanna ;)
Við sáum hina hliðina á Rio á leiðinni inn og út úr borginni. Þarna er ótrúlega mikið af fátækrahverfum og fólkið býr í þvílíkum hreysum sem eru byggð hvert ofan á annað. Það var ömurlegt að sjá þetta. Maður getur ekki ímyndað sér hvernig hægt er að búa svona. Við fengum mjög ströng fyrirmæli frá gestgjöfum okkar um það hvar við máttum þvælast um og hvar ekki... og í fínni hverfunum eru öll hús afgirt með a.m.k. 2ja metra háum girðingum sem gerir borgina ekki beint mjög vinalega en samt nógu heillandi til að vilja heimseækja hana aftur..
En það er gott að vera komin heim aftur... það er komið nóg af ferðalögum hjá mér í bili enda byrjar skólinn á mánudaginn. Klaus fer til Nicaragua í byrjun september, svo kannski til USA í október og jafnvel til Suður-Afríku í nóvember þannig að það er nóg að gera hjá honum. Mér finnst mjög freistandi að fara aftur með honum í janúar, þá fer hann líklega til Costa Rica. Kemur allt í ljós..
Vonandi fæ ég nú einhver komment frá ykkur í þetta skiptið. Finn svolítið fyrir heimþrá þessa dagana... kannski bara af því ég er á svo miklum bömmer út af ferðatöskunni minni. En síðasta ferð til Íslands var auðvitað fáránlega stutt.. svo fór ég að hugsa um næsta afmælið mitt (sem er stórt!) en það verður auðvitað ekkert gaman að halda uppá það hér þegar ekkert af fólkinu manns er á svæðinu :( Kannski tekur maður bara Klaus með sér í einhverja borgarferð.. ókaffitengda!! ;)
Hafið það gott elskurnar mínar hvar sem þið eruð..
kiss kiss,
sd
jábbs.. við komum heim í gær. Það gekk sko ýmislegt á í þessari ferð. Í fyrsta lagi var fluginu okkar út aflýst 2 daga í röð vegna stöppunnar sem mundaðist á Heathrow eftir hertar öryggisaðgerðir. Þegar við vorum loksins komin á völlinn þá var svo mikil seinkun á fluginu að engu munaði að við myndum missa af tengifluginu í London. Við hlupum hreinlega á milli véla á Heathrow.. sem gerði það að verkum að farangurinn komst ekki með í vélina til Sao Paulo. Klaus fékk sýna tösku eftir 3 daga og ég hef ekki enn fengið mína!! :( British Airways er svo sannarlega með allt niðrum sig þessa dagana. Þeir hafa varla svarað símum né föxum og loksins þegar maður nær í þá svara þeir bara eitthvað útí loftið til þess að losna við mann. Núna segja þeir mér að taskan sé pottþétt í London og að það sé búið að senda meldingar um að nú eigi að senda hana tilbaka til Danmerkur en ekki til Brasilíu. Það eru hinsvegar um 20.000!! töskur sem bíða það eftir að verða sendar til eigenda sinna og því geta þeir ekkert sagt til um hvenær ég fæ töskuna. Versta er að nýja fína myndavélin mín er í töskunni því ég varð að tékka ALLT inn. Venjulega hef ég hana allt í handfarangri.. en í þetta skiptið mátti maður bara vera með veski og vegabréf í glærum plastpoka. Ég er búin að vera á algjörum bömmer yfir þessu og þetta hafði auðvitað töluverð áhrif á ferðina. Oft þurftum við að eyða frítíma okkar í að hlaupa á milli búða og finna þetta nauðsynlegasta; nærföt og eitthvað til skiptanna, tannbursta og smá snyrtidót. Það var sko ekki planið að vera á einhverju búðarápi enda ekki mikið varið í þær þarna.
EN að ferðinni sjálfri.. Það var ofsalega vel hugsað um okkur af eigendum Daterra kaffibúgarðsins. Fyrsti dagurinn fór nú bara í smá afslöppun eftir flugið, búðarráp og rúnt um borgina með Isabelu sem sá mest um okkur þarna. Svo fórum við á hádegisverðarfund með ýmsum fjölmiðlum þar sem Klaus talaði kaffið þeirra og brasilískt kaffi yfirhöfuð. Næsta dag vorum við með þjálfun fyrir ca. 20 kaffibarþjóna úr Sao Paulo. Þetta tókst allt saman mjög vel og var rosalega vel skipulagt. Við vorum öllu viðbúin eftir skipulagsleysið í Ástralíu en þetta var allt alveg meiriháttar.
Planið var síðan að fara á Daterra búgarðinn en fyrst að ferðin styttist um þessa 2 daga þá gafst ekki tími til þess. Daterra fólkið vildi frekar senda okkur í frí til Ríó og fá okkur aftur seinna á búgarðinn þegar betri tími gefst. Vona svo sannarlega að eitthvað verði úr því.
Rio de Janeiro er hrikalega falleg borg ef maður er staddur í réttum hverfunum. Út um hótelgluggann okkar var útsýnið ekki af verri endanum. Kristur úr einni átti og strandlengjan úr annarri. Það var reyndar ekkert strandaveður á meðan við vorum þarna en við tókum nú samt smá göngutúr á ströndinni, drukkum slatta af caphirinja og nutum okkar ;)
Við höfðum hitt annan kaffibónda á fjölmiðlafundinum sem átti búgarð rétt fyrir utan Rio og hann bauð okkur í heimsókn. Við eyddum því einum deginum með honum og konunni hans. Búgarðurinn er uppí fjöllunum skammt frá Rio og það var algjört æði að koma þangað. Það var enn uppskera í gangi þannig að loksins sá maður í alvöru hvernig þetta fer allt fram. Það er ofsalega fallegt þarna upp í fjöllunum og allt önnur stemning en í Rio og Sao Paulo.. næstum eins og að koma í allt annað land. Paulo (eigandinn) ætlar að senda okkur myndir sem við tókum á vélina hans.. ég var náttúrulega myndavélalaus allan tímann!! Isabela ætlar líka að senda okkur myndir frá Sao Paulo en því miður eigum við engar myndir frá Rio de Janeiro. Sem gerir okkur bara enn ákveðnari að fara þangað aftur og hafa meiri tíma og fleiri föt til skiptanna ;)
Við sáum hina hliðina á Rio á leiðinni inn og út úr borginni. Þarna er ótrúlega mikið af fátækrahverfum og fólkið býr í þvílíkum hreysum sem eru byggð hvert ofan á annað. Það var ömurlegt að sjá þetta. Maður getur ekki ímyndað sér hvernig hægt er að búa svona. Við fengum mjög ströng fyrirmæli frá gestgjöfum okkar um það hvar við máttum þvælast um og hvar ekki... og í fínni hverfunum eru öll hús afgirt með a.m.k. 2ja metra háum girðingum sem gerir borgina ekki beint mjög vinalega en samt nógu heillandi til að vilja heimseækja hana aftur..
En það er gott að vera komin heim aftur... það er komið nóg af ferðalögum hjá mér í bili enda byrjar skólinn á mánudaginn. Klaus fer til Nicaragua í byrjun september, svo kannski til USA í október og jafnvel til Suður-Afríku í nóvember þannig að það er nóg að gera hjá honum. Mér finnst mjög freistandi að fara aftur með honum í janúar, þá fer hann líklega til Costa Rica. Kemur allt í ljós..
Vonandi fæ ég nú einhver komment frá ykkur í þetta skiptið. Finn svolítið fyrir heimþrá þessa dagana... kannski bara af því ég er á svo miklum bömmer út af ferðatöskunni minni. En síðasta ferð til Íslands var auðvitað fáránlega stutt.. svo fór ég að hugsa um næsta afmælið mitt (sem er stórt!) en það verður auðvitað ekkert gaman að halda uppá það hér þegar ekkert af fólkinu manns er á svæðinu :( Kannski tekur maður bara Klaus með sér í einhverja borgarferð.. ókaffitengda!! ;)
Hafið það gott elskurnar mínar hvar sem þið eruð..
kiss kiss,
sd
10 ágúst 2006
Langt blogg..
Úff, það nú orðið langt síðan ég bloggaði síðast.. veit varla hvar ég á að byrja..
Ástralíuferðin var auðvitað mjög skemmtileg. Ferðalagið var fulllangt samt. Fyrst rúmlega klukkutíma flug til London, hangs á vellinum þar, svo 12 tímar til Hong Kong, stutt stopp þar og svo 8 tímar til Melbourne. Og kannski er maður aumingi en ég var nokkra daga að ná mér.. :( Klaus veiktist fyrstu nóttina og eyddi því fyrstu dögunum í Melbourne inná hótelherbergi. Ég reyndi nú eitthvað að hjúkra honum og skrapp svo út í göngutúra um miðbæinn þess á milli.
Melbourne er æðisleg borg og við hefðum alveg verið til í að vera lengur þar. Þriðja daginn komst Klaus loks úr rúminu, bryðjandi pensilín og verkjalyf, og Justin vinur okkar fór með okkur á rúntinn á nokkur kaffihús og þvældist með okkur þangað til við áttum flug til Sydney.
Sydneybúar er mjög stoltir af brúnni sinni og óperuhúsinu sínu... sem er hannað af Dana!! ;) Sydney er miklu meiri stórborg.. samt er mjög kósí stemmning við hafnirnar allar.
Ástæða ferðarinnar var fyrst og fremst að Klaus var boðið að koma og taka þátt í stórri kaffiráðstefnu í Sydney.. Nokkrum kaffimeisturum var boðið og þeir beðnir um að sýna einhverja meistaratakta. Skipulagið á því öllu saman var samt ekkert til að hrópa húrra fyrir en við ákváðum að segja sem minnst og taka öllu með opnum huga ;) Ástralir eru nefnilega miklu meira "ligeglad" en Danir nokkurn tímann og greinilega bara aukaatriði hjá þeim að hafa espressóvélaranr hreinar eða rétt stilltar eða hitastigið á vatninu einhvers staðar nálægt því sem eðlilegt er.. ;) En allavega.. flestir dagarnir í Ástralíu voru í góðum félagsskap allskonar kaffinörda sem við hittum aldrei nema þegar kaffibarþjónakeppnir eiga sér stað hér og þar um heiminn, eins ogt.d. George Sabados; guðfaðir mjólkurlistarinnar.. Mr.Skippy aka Justin Metcalf.. Gautam; indverski meistarinn, Sunalini; inverskur kaffiráðgjafi sem hefur mestu útgeislun sem ég hef nokkurn tímann kynnst.. það er eins og eitthvað Guðlegt gerist þegar hún birtist...Gleb, Irene og Anna; Rússarnir, Jack, Scott og David;ástralskir kaffibarþjónar sem hugsuðu voða vel um okkur.. og Robert Forsyth; "skipuleggjandinn".. góður karl en án skipulagningargensins.. ;) Við fórum semsagt á fullt af kaffihúsum, fórum oft út að borða, fengum góðan mat og góð vín ;)
Sjávarréttahlaðborð í góðum félagsskap; Sunalini og George fremst, Jack annar til vinstri, Gautam aftast til hægri.. hann sést varla ;)
Það er synd hvað við gátum lítið ferðast um landið bæði vegna tíma- og peningaskorts. Ástralía er náttúrulega fáránlega stór og alls ekki ódýr. En við komumst þó aðeins útí sveit einn daginn. Robert keyrði okkur og Gautam og Rússana uppí vínræktunarhéraðið Hunter Valley. Þar smökkuðum við bæði vín, bjóra og osta.. ummm og sáum fullt af kengúrum. Jeii!! ;)
Við Klaus fórum líka með ferju einn daginn yfir á Manly Beach sem er ein af mörgum ströndum í úthverfi Sydney. Vorum mjög heppin með veður þann daginn en ekki alveg nógu hlýtt til að leggjast í sólbað. En útsýnið yfir Sydney var æðilegt úr ferjunni.
Við fórum degi fyrr en planað var aftur til Melbourne. Vildum skoða okkur aðeins betur um þar. Kannski er það evrópska yfirbragðið á borginni sem heillaði okkur svona en við vorum allavega að fíla hana miklu betur en Sydney.. en kaffið er gott í báðum borgunum ;)
Ferðalagið heim gekk vel og flugþreytan miklu minni þegar hingað var komið. Æ hvað það var gott að komast í rúmið sitt og í hlýja danska sumarið. Klaus er búinn að vera á kafi í vinnu síðan hann kom heim og ég hef verið að taka nokkrar vaktir á kaffihúsinu. Svo keypti ég mér nýtt hjól!!! JEIII! Fyrir utan allt skröltið í gamla garminum þá var handbremsan farin og fótbremsan léleg þannig að mín fékk góðan díl í hjólabúðinni við hliðina á kaffihúsinu; Undurfallegt svart Taarnby Figaro, 7 gíra, með bastkörfu og tvöföldum lás.. það er yndislegt að hjóla á því og nú svíf ég um götur Kaupmannahafnar án nokkurra aukahljóða :)
Skólinn byrjar 28.ágúst. Í næstu viku verður reyndar einhver kynningarvika sem ég missi af vegna Brasiíuferðarinnar. Það held ég að sé nú í lagi. Þeir eru nú eitthvað tregir við að meta einingarnar mínar úr THí uppí námið hér.. eitthvað mikilmennskuæði í gangi held ég bara. Er allavega ekki búin að missa alla von. Hafði sambandi við skólann heima og spurði hvort námið hjá þeim væri í alvöru einskis virði í hákólum á hinum Norðurlöndunum.. Deildarstjórinn er því kominn í málið og farinn að útbúa almennilegar lýsingar á kúrsunum og matsaðferðum. Vona bara það besta :)
Og svo er það Brasilía á laugardaginn ;) Lét bólusetja mig gegn þremur mismunandi sjúkdómum í gæt og borgaði morðfjár fyrir... þá er bara að vona hasarinn í London róist aðeins því við millilendum þar... En spáin en góð; 30 stig og sól og blíða.
Læt þetta duga í bili. Ég er ekki enn búin að setja upp ný myndaalbúm frá Ástralíu.. þetta er svo mikið af myndum að ég hef ekki haft tíma í þetta.. svo eru þetta líka allt bara myndir af kaffihúsum og kaffifólki, veit ekki alveg hvað er gaman af því fyrir flest ykkar.. ;)
Þangað til næst, hafið það sem allra best elskurnar mínar!
kiss kiss,
sd
Úff, það nú orðið langt síðan ég bloggaði síðast.. veit varla hvar ég á að byrja..
Ástralíuferðin var auðvitað mjög skemmtileg. Ferðalagið var fulllangt samt. Fyrst rúmlega klukkutíma flug til London, hangs á vellinum þar, svo 12 tímar til Hong Kong, stutt stopp þar og svo 8 tímar til Melbourne. Og kannski er maður aumingi en ég var nokkra daga að ná mér.. :( Klaus veiktist fyrstu nóttina og eyddi því fyrstu dögunum í Melbourne inná hótelherbergi. Ég reyndi nú eitthvað að hjúkra honum og skrapp svo út í göngutúra um miðbæinn þess á milli.
Melbourne er æðisleg borg og við hefðum alveg verið til í að vera lengur þar. Þriðja daginn komst Klaus loks úr rúminu, bryðjandi pensilín og verkjalyf, og Justin vinur okkar fór með okkur á rúntinn á nokkur kaffihús og þvældist með okkur þangað til við áttum flug til Sydney.
Sydneybúar er mjög stoltir af brúnni sinni og óperuhúsinu sínu... sem er hannað af Dana!! ;) Sydney er miklu meiri stórborg.. samt er mjög kósí stemmning við hafnirnar allar.
Ástæða ferðarinnar var fyrst og fremst að Klaus var boðið að koma og taka þátt í stórri kaffiráðstefnu í Sydney.. Nokkrum kaffimeisturum var boðið og þeir beðnir um að sýna einhverja meistaratakta. Skipulagið á því öllu saman var samt ekkert til að hrópa húrra fyrir en við ákváðum að segja sem minnst og taka öllu með opnum huga ;) Ástralir eru nefnilega miklu meira "ligeglad" en Danir nokkurn tímann og greinilega bara aukaatriði hjá þeim að hafa espressóvélaranr hreinar eða rétt stilltar eða hitastigið á vatninu einhvers staðar nálægt því sem eðlilegt er.. ;) En allavega.. flestir dagarnir í Ástralíu voru í góðum félagsskap allskonar kaffinörda sem við hittum aldrei nema þegar kaffibarþjónakeppnir eiga sér stað hér og þar um heiminn, eins ogt.d. George Sabados; guðfaðir mjólkurlistarinnar.. Mr.Skippy aka Justin Metcalf.. Gautam; indverski meistarinn, Sunalini; inverskur kaffiráðgjafi sem hefur mestu útgeislun sem ég hef nokkurn tímann kynnst.. það er eins og eitthvað Guðlegt gerist þegar hún birtist...Gleb, Irene og Anna; Rússarnir, Jack, Scott og David;ástralskir kaffibarþjónar sem hugsuðu voða vel um okkur.. og Robert Forsyth; "skipuleggjandinn".. góður karl en án skipulagningargensins.. ;) Við fórum semsagt á fullt af kaffihúsum, fórum oft út að borða, fengum góðan mat og góð vín ;)
Sjávarréttahlaðborð í góðum félagsskap; Sunalini og George fremst, Jack annar til vinstri, Gautam aftast til hægri.. hann sést varla ;)
Það er synd hvað við gátum lítið ferðast um landið bæði vegna tíma- og peningaskorts. Ástralía er náttúrulega fáránlega stór og alls ekki ódýr. En við komumst þó aðeins útí sveit einn daginn. Robert keyrði okkur og Gautam og Rússana uppí vínræktunarhéraðið Hunter Valley. Þar smökkuðum við bæði vín, bjóra og osta.. ummm og sáum fullt af kengúrum. Jeii!! ;)
Við Klaus fórum líka með ferju einn daginn yfir á Manly Beach sem er ein af mörgum ströndum í úthverfi Sydney. Vorum mjög heppin með veður þann daginn en ekki alveg nógu hlýtt til að leggjast í sólbað. En útsýnið yfir Sydney var æðilegt úr ferjunni.
Við fórum degi fyrr en planað var aftur til Melbourne. Vildum skoða okkur aðeins betur um þar. Kannski er það evrópska yfirbragðið á borginni sem heillaði okkur svona en við vorum allavega að fíla hana miklu betur en Sydney.. en kaffið er gott í báðum borgunum ;)
Ferðalagið heim gekk vel og flugþreytan miklu minni þegar hingað var komið. Æ hvað það var gott að komast í rúmið sitt og í hlýja danska sumarið. Klaus er búinn að vera á kafi í vinnu síðan hann kom heim og ég hef verið að taka nokkrar vaktir á kaffihúsinu. Svo keypti ég mér nýtt hjól!!! JEIII! Fyrir utan allt skröltið í gamla garminum þá var handbremsan farin og fótbremsan léleg þannig að mín fékk góðan díl í hjólabúðinni við hliðina á kaffihúsinu; Undurfallegt svart Taarnby Figaro, 7 gíra, með bastkörfu og tvöföldum lás.. það er yndislegt að hjóla á því og nú svíf ég um götur Kaupmannahafnar án nokkurra aukahljóða :)
Skólinn byrjar 28.ágúst. Í næstu viku verður reyndar einhver kynningarvika sem ég missi af vegna Brasiíuferðarinnar. Það held ég að sé nú í lagi. Þeir eru nú eitthvað tregir við að meta einingarnar mínar úr THí uppí námið hér.. eitthvað mikilmennskuæði í gangi held ég bara. Er allavega ekki búin að missa alla von. Hafði sambandi við skólann heima og spurði hvort námið hjá þeim væri í alvöru einskis virði í hákólum á hinum Norðurlöndunum.. Deildarstjórinn er því kominn í málið og farinn að útbúa almennilegar lýsingar á kúrsunum og matsaðferðum. Vona bara það besta :)
Og svo er það Brasilía á laugardaginn ;) Lét bólusetja mig gegn þremur mismunandi sjúkdómum í gæt og borgaði morðfjár fyrir... þá er bara að vona hasarinn í London róist aðeins því við millilendum þar... En spáin en góð; 30 stig og sól og blíða.
Læt þetta duga í bili. Ég er ekki enn búin að setja upp ný myndaalbúm frá Ástralíu.. þetta er svo mikið af myndum að ég hef ekki haft tíma í þetta.. svo eru þetta líka allt bara myndir af kaffihúsum og kaffifólki, veit ekki alveg hvað er gaman af því fyrir flest ykkar.. ;)
Þangað til næst, hafið það sem allra best elskurnar mínar!
kiss kiss,
sd
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)