26 febrúar 2006

Allt að koma..

jæja.. nú er ég öll að koma til. Drösslaðist fram úr rúminu á föstudaginn og hjólaði niðrí skólann sem ég ætla að reyna að komast inní í haust.. það var opinn dagur og námskynning. CBS ( Copenhagen Business School) er hrikalega flottur skóli..ég þvældist aðeins um með veskið fullt af snýtipappír og hálsmeðulum.. fór á 2 kynningarfyrirlestra og auðvitað er prógrammið sem mig langar að komast inní ( international business) með kröfur um fáránlega háa meðaleinkunn á stúdentsprófi!! Ekkert annað háskólaprógram í Danmörku fer fram á svona háa einkunn, segja þeir... er það ekki dæmigert?! Það gat samt enginn útskýrt fyrir mér hver einkunnin er á 0-10 kvarðanum eða ABC.. 10,1 er lágmarkið en Danir nota undarlegan einkunnarskala.... 13 er hæsta einkunnin, 12 er ekki gefin..6 er lágmarkseinkunn til að ná prófi en 4 er ekki gefið.. mín ekki alveg að skilja :/ En það er líka hægt að sækja um á grundvelli starfsreynslu, dvalar erlendis annahvort vegna vinnu eða náms o.s.frv... og ca. 50% af nemendum komast inn á þeim grundvelli. Ég hlýt nú að drattast eitthvað áfram þannig sökum aldurs og fyrri starfa ;) Ætla alla vega að prófa að sækja um...
en svo fær maður ekkert að vita fyrr en 28.júlí hvort maður kemst inn.. og skólinn byrjar rétt eftir miðjan ágúst..hvað er málið með það???! Þurfa Danir aldrei að plana neitt fram í tímann?? og ég get ekkert fengið að vita hvort ég fæ kúrsana mína úr THÍ metna fyrr en eftir að ég veit hvort ég kemst inn.. þá get ég sótt um að fá einingarnar mínar metnar og blessaðir Danirnir taka sé þá nokkrar vikur í viðbót til að hugsa málið um það! GARRG!
Ætla samt líka að sækja um í Niels Brock en hann er nú bara eins og einhver torfbær í samanburði við CBS og ég veit að ég fæ ekkert metið þar inn því prófakerfið þar er allt öðruvísi. Verð að þessu fram að fertugu ef ég fer þangað...

Ég lagðist nú næstum því aftur í rúmið eftir þetta allt saman en hressist við aftur í gær þegar ég rölti hér út í voða fína myndavélabúð og keypti mér eitt stykki digital myndavél fyrir tæpan hundrað þúsund kall!! ;) Canon 20D.. hún er svaðaleg!!

Og við erum loksins farin að hengja upp hillur hér i íbúðinni.. :) þannig að þetta er allt á réttri leið ;)

22 febrúar 2006

Haus fullur af hori!

já, það er bara ekkert annað.. er lögst í rúmið með snýtipappírinn við höndina, teið í hinni og tölvuna við hliðina á mér..(það er náttúrulega ekki hægt að láta sér leiðast!).. finnst eins og ég sé búin að snýta úr mér hálfum heilanum en miðað við hvað ég er stífluð enn er víst nóg eftir! :( Mjög smekklegt..

En það er nú gott að vera komin aftur til hans elsku Klaus míns.. og ég er nú farin að venjast því að vera í sambúð, fannst þetta soldið skrítið fyrst. Og það að byrja að búa með einhverjum í landi þar sem maður er útlendingur er enn erfiðara því ég er ekki vön því að vera svona háð einhverjum. Hingað til hef ég gert nánast allt uppá eigin spýtur og vil meina að ég sé frekar sjálfstæð að eðlisfari.. Þá fór því svona nett í pirrurnar á mér hvað ég þurfti (og þarf enn) mikið á honum að halda til þess að komast inní allt hérna. En plúsarnir eru fleiri en mínusarnir þrátt fyrir allt.. og gott að geta rétt einhverjum þungu pokana þegar farið er í matarinnkaupin saman.. ;)

Ég er aðeins byrjuð að vinna :) Tók að mér að undirbúa eina stelpuna sem vinnur með Klaus fyrir danska kaffibarþjónamótið.. ég er samt bara aðeins að starta henni, útskýra út á hvað þetta gengur allt saman og hvað hún þarf að leggja áherslur á.. Við eigum eftir að hittast nokkrum sinnum í viðbót. Svo í næstu viku fer ég að taka myndirnar fyrir kaffibrennsluna þeirra.

Svo skráði ég mig loksins í dönskuskóla í gær.. fór í viðtal og hélt að ég þyrfti að fara í stöðupróf.. var meira að segja pínu stressuð. Ég þurfti í raun bara að endurtaka eftir konunni nokkur hljóð og orð.. til að meta framburðinn.. hún sagði að hann væri "ekki jafn slæmur og hjá flestum Íslendingum".. ehemm.. ákvað að taka því sem hóli.. ;)
en allavega.. fyrst ég hef ekki verið í dönskuskóla hér úti áður þá byrjar maður bara á byrjuninni sem, mér finnst ágætt.. orðin þónokkur ár síðan maður lærði grunninn. Hún sagði að eflaust myndi mér leiðast fyrst að samt yrði alltaf eitthvað nýtt sem ég myndi læra í leiðinni.
Kúrsinn byrjar 6. mars og er 4x í viku frá 8.30-12.. hvert level er í 3 vikur.. og þeir eru nokkuð strangir; ef maður missir af meira en 2 skiptum innan 3ja vikna getur maður þurft að endurtaka level-ið og ef maður kemur óundirbúinn í tíma þá samvarar það því að vera fjarverandi. Og hananú! Best að vera duglegur! ;) Eftir 6.level á maður víst að vera orðinn nokkuð klár..

kiss kiss..

16 febrúar 2006

Á Akureyri

fyrir þá sem ekki þegar vita þá er ég stödd á Akureyri þessa dagana. Krummi bróðir var að missa pabba sinn og ég ákvað að koma og vera viðstödd jarðarförina sem er á föstudaginn. Það er undarlega tilfinning þegar systkini manns missir einhvern svona náinn sér eins og foreldri, en samt tengist hann mér ekkert. Það er víst þess vegna sem þetta er kallað hálfsystkini. Höddi er albróðir minn og Elín og Krummi eru hálfsystkini mín en ég tel mig fullvissa um að ég gæti ekki þekkt þau betur þau þó væru alsystkini mín.. þess vegna tala ég aldrei öðruvísi um þau heldur en systkini mín.. er ekkert að bæta þessu hálf-i við..finnst það leiðinlegt orð..

Það er alltaf gott að koma til Akureyrar, en það besta er að hitta fjölskyldu og vini sem ég átti ekki vona á að hitta aftur fyrr en einhvern tímann í sumar.. og ætla ég því að nota tímann vel fram á sunnudag en þá fer ég aftur til Köben. Ég vona því að þessum snjóbyl úti fari bráðum að linna svo maður komist nú eitthvað út úr húsi.. ;)

kiss kiss..

13 febrúar 2006

Þorramatur

Þorrablót Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn var haldið á laugardagskvöldið með glæsibrag. Það var haldið í NIMB salnum í Tivolíinu sem á íslenskum mælikvarða gæti talist til hallar eða einhverra konunglegra húsakynna svo glæsilegur er hann.. En Blótið var fjölmennt, ca. 500 manns. Við sátum á borði með Hlyn á Þórustöðum og félaga hans.. Í fyrstu gat ég ekki séð að ég þekkti neinn þarna en svo poppuðu upp nokkur kunnugleg andlit.. aðallega úr sveitinni samt, voðalega eru Eyfirðingar duglegir að flytja til Köben!! Ég hitti Bóas frá Rein, Kára, Inga, Sigurgeir úr Staðarhólsfjölskyldunni.. svo voru fleiri sem ég sá en talaði ekkert við t.d. rauðhærði bróðir Dísu í Skák sem ég man ekki hvað heitir og einn Grísarár bróðirinn.. ;) Ingi Valur hennar Kaffi-Mörtu var náttúrulega í hljómsveitinni og hægt var að sjá einstaka andlit sem sennilega eru fastakúnnar á Kaffitár.

Valgeir Guðjónsson stjórnaði fjöldasöngnum sem endaði með því að annað hvort lag var óskalag frá gestunum og var iðulega stuðmannalag.. en gömlu ættjarðarlögin fengu sitt pláss inná milli. Sendiherrann Svavar Gestsson hélt undarlega ræðu um það hversu frábært er að búa í Danmörku á þessum "lifandi tímum" og að undanfarnir dagar hafi sýnt hvað danskt samfélag er fullt af orku og tilfinningum sem ætti að gera mann stoltan af því að vera hér... hann kom reyndar beint úr flugi frá Kanarí, held að hann hafi fengið sólsting eða eitthvað.. ??

Ég varð fyrir smá vonbrigðum með þorramatinn.. það er reyndar langt síðan ég smakkaði hann síðast en ég er nokkuð viss um að ég hafi oft fengið hann betri.. Klaus smakkaði allt sem í hann var dælt og stóð sig eins og hetja.. en allur súrmaturinn var einhvern veginn allur eins á bragðið. það var varla bragðmunur á pungunum og blóðmörinu.. það var varla lykt af hákarlinum og það voru engir sviðakjammar!!
Já, ég bjóst nú aldrei við að ég yrði kröfuhörð á þorramat en þegar maður er búinn að hræða elskuna sína í viku um það hvað þessi matur er rosalegur þá verður þetta nú að vera almennilegt!! ;)

En í heildina var þetta mjög skemmtilegt og við eyddum öllum gærdeginum í þynnku, videogláp og tilheyrandi.. ;)


en úr einu yfir í annað.. og í öfugri röð.. Sigrún vinkona skellti sér yfir sundið frá Lundi á föstudaginn og við hittumst í lunch!! voðalega fínt að geta skellt sér svona á milli landa í hádegismat! ;) Það var voða gott að sjá hana, við maraþon blöðruðum og fengum okkur öl og hamborgara eins og fína dömur!! ;) Takk fyrir kíkkið Sigrún mín!

þangað til næst.. góðar stundir,
kiss kiss!

08 febrúar 2006

Komin aftur til Köben..

Eftir vel heppnaða ferð til USA er ég komin aftur í kassana... íbúðin verður nú samt heimilislegri með hverjum deginum.. ;) og meira að segja búin að taka upp úr ferðatöskunum sem ég er búin að búa í síðan um miðjan des!! :)

Það var erfitt að kveðja fjölskylduna mína í USA eins og alltaf en ferðin heim gekk vel... var aftur með 3 sæti út af fyrir mig og við vorum óvenju snögg á leiðinni eða 4,5 tíma vs. tæpa 6 á leiðinni út. Ég náði reyndar lítið að sofna, var líka spennt að komast til Reykjavíkur í nokkra klukkutíma.. ;) Það var yndislegt að komast aðeins á Kaffitár og hitta stelpurnar þar.. Sissa sótti mig á BSÍ og við fengum okkur morgunmat saman.. svo kom Jóna líka sem vann með mér hjá Sissu og Höddi bróðir.. svo keyrði Sissa skvís mig aftur í Leifstöð.. Flugið hingað gekk líka nokkuð vel þrátt fyrir full groddalenga lendingu að mínu mati en ég var síðan orðin algjörlega stjörf þegar ég loks komst í bólið hér í Köben.. var þá búin að vera vakandi í 44 tíma!!

Nú þarf maður víst að fara að lifa raunverulega aftur, leita sér að vinnu og fara á dönskunámskeið og svoleiðis. Er búin að fá tíma hjá k.i.s.s. en það er sá dönskuskóli sem flestir Íslendingar sem ég hef spurt hafa mælt með.. nýtt námskeið byrjar reyndar ekki fyrr en í byrjun mars en það verður bara að hafa það.

Ég verð lítið vör við breytt andrúmsloft vegna þessara þessara teikninga sem voru birtar.. auðvitað er mikið talað um þetta meðal fólks og fjallað um þetta í fréttum en daglegt líf gengur sinn vanagang...

bæ í bili..
-sd

02 febrúar 2006

New York

Jaeja, nu er farid ad styttast i heimferd. Vid forum til NY i gaer og skemmtum okkur hrikalega vel ;) Thvi midur hef eg aldrei getad eytt mjog miklum tima thar i einu..verd ad baeta ur thvi einhvern timann.
Vid vorum komin inn um 10.20, roltum uppa Brodway til ad kaupa mida a show. Okkur langadi ad sja Rent en thad gekk ekki thannig ad vid saum Woman in white eftir Andrew Lloyd Webber... vid vissum ekkert um thad og thad kom okkur skemmtilega a ovart.. leikhusud var rosa flott og songleikurinn minnti orlitid a Phantom of the Opera.. en i heildina var hann mjog flottur.
Fyrir showid fengum vid okkur a borda a Virgill's sem er svona typiskur southern american stadur.. vid byrjudum samt a Bloody Mary til ad hlyja okkur, thad var pinu napurt uti.. ;)
upphaflega var planid a setjast einhvers stadar eftir showid og fa okkur drykk og vera svo komin heim um 7 leytid... en tha var svo erfitt ad fara ad barnapossunin var framlengd og vid komum ekki heim fyrr en um midnaetti ;) eyddum restinni af kvoldinu a kubonskum stad thar sem fengust geggjadir Mojitos.. ;) og niraett par dilladi ser vid lifandi tonlist og drukku thess a milli appelsinusafa og mjolk!! tahd var ekki haegt annad en a dast af theim :)

I dag er sma slappleiki i gangi en er samt oll ad koma til.. aetla ad fara med Alex i mollid a eftir thegar hun er buina i skolanum..

Eg fer til baka a sunnudagskvoldid.. sem thydir ad eg verd i Reykjavik i nokkra tima a manudagsmorguninn.. aetla bara ad skella mer inn a Kaffitar i Bankastraeti og hanga thar.. ef einhver hefur tima til ad kikja a mig tha vaeri thad aedislega gaman.. verd komin thangad milli 8 og 9 og verd til rumlega 12.. ef allt gengur eftir.. en eg veit ad flestir eru i skola eda vinnu a thessum tima.. thid sjaid bara til ;)

segi thetta gott i bili..
-sd