25 september 2008

Það er lítill prins á leiðinni! :)

Og hann var sko ekkert feiminn við að sýna sprellann sinn! ;) Annars virtist hann nývaknaður eftir hjólatúrinn.. teygði úr sér á alla vegu og geispaði mikið. Ekkert smá gaman að fylgjast með þessu :)

En allar mælingar komu vel út. Öll líffæri til staðar og vel starfandi, tíu puttar og tíu tær - fullkominn lítill pjakkur!

Syfjað lítið kríli:

Fer ekkert á milli mála hvort kynið lúrir í mallanum!! ;)



:)

10 september 2008

Að kíkja í 'pakkann' eða ekki??

jamm það er aðal spurningin hjá okkur þessa dagana. Við förum í næsta sónar daginn eftir að ég kem tilbaka frá Íslandi og við eigum erfitt með að ákveða hvort við eigum að reyna að fá að vita kynið. Fyrst vildi ég endilega fá að vita það en Klaus var harður á því að við ættum bara að bíða og sjá. Nú er hann eiginlega búinn að skipta um skoðun og ég er ekki viss lengur. Þegar mamma hringdi í mig til að segja mér að Elín væri búin að eiga þá fékk ég hreinlega gæsahúð af spenningi að fá að heyra fréttirnar!! :) Þá fór ég að pæla í hvort að væri skemmtilegra að vera ekkert að kíkja.

EENNN ég er bara svo sjúklega forvitin að vita hvort það sé stelpa eða strákur að laumupúkast þarna inni!! :) Þar væri líka frekar praktískt. Þá væri auðveldara að fá lánað eitthvað af minnstu fötunum sem þau vaxa svo fljót uppúr.. og það væri náttúrulega fínt fyrir mömmu sem er vön að prjóna heimferðargallann á barnabörnin..þá þarf hún ekki að bíða fram á síðustu stundu með að festa réttu tölurnar í! ;) Hér er maður í mesta lagi tvo sólahringa á fæðingardeildinni ef allt gengur vel þannig að það yrði nú tæpt fyrir hana að senda gallann til okkar. ;) Þannig að er ekki um að gera á reyna bara tékka á þessu?? ;)

Svo veit ég stundum ekki af hverju ég pæli svona mikið í þessu. Ég held að það séu eiginlega 99% líkur á að þetta sé lítill tippalingur. Það er jú framlag föðursins sem ákvarðar kynið og það virðist sem karlmennirnir í fjölskyldu Klaus skjóti bara strákasæði!! Klaus á bara bræður, pabbi hans líka, reyndar átti afi hans eina systur en hann átti líka níu bræður!! Auðvitað er okkur alveg sama hvort kynið við fáum en mér finnst að fjölskyldan hans hefði svolítið gott af því að fá litla skvísu..og svo er þetta bara forvitnin í mér sem er alveg að fara með mig! ;) Það er auðvitað oft ekkert hægt að sjá neitt..kannski væri það bara best.


Hvað finnst ykkur?

06 september 2008

Íslendingar í Kaupmannahöfn

Við fórum á videoleigu í gærkvöldi og ég heyrði strax að það var íslenskt par þarna inni að velja sér mynd. Það er svosem ekkert nýtt - ég heyri í Íslendingum í kringum mig nánast á hverjum degi, þeir eru gjörsamega útum allt hérna. Nema hvað.. þau eru á undan okkur við afgreiðsluborðið að það er frekar þröngt þarna og þegar þau ganga út þarf ég að færa mig aðeins svo þau komist framhjá. Þau er varla komin framhjá mér þegar strákurinn segir við kærustuna 'þú ættir að fá þér svona jakka!' það var sko ekkert annað fólk þarna inni þannig að hann var greinilega að tala um mig... og hvort þetta var sagt í kaldhæðni af því honum fannst jakkinn minn svo ljótur hef ég ekki hugmynd um og er sko alveg sama um það... en HALLÓ??? Ég var ekki nema 30cm frá honum þegar hann sagði þetta - aldrei myndi mér detta í hug að kommenta eitthvað svona upphátt á íslensku beint fyrir framan viðkomandi enda allt morandi af Íslendingum hérna!! Ég varð náttúrulega kjaftstopp og náði ekki að segja neitt við hann.. en mér fannst þetta bara fyndið - hvað er eiginlega að fólki??

Annars er ég bara í góðu skapi í dag þrátt fyrir að ætla að vera heima að lesa á laugardagskvöldi á meðan Klaus ætlar út að hitta gamla félaga.. það er ekki hægt annað en að vera glaður því það er bara VIKA í að ég komi til Íslands!! :)

Jeeminn hvað ég hlakka til!!! :)

03 september 2008

Kaos

Æi ég verð að viðurkenna að mér finnst lífið eitthvað full flókið þessa dagana :( fékk að vita fyrir nokkru að ég fæ engin námslán þetta skólaárið.. er víst búin með kvótann í bili. Þetta þýðir að ég þarf að vinna töluvert meira með skólanum en ég hef gert hingað til og það vill svo skemmtilega til að það hefur aldrei verið jafn mikið að lesa í skólanum eins og einmitt núna! Þvílíku doðrantarnir sem ég þarf að komast í gegnum á næstu 10 vikum. Svo rekast tveir af kúrsunum mínum á þannig að ég næ aldrei heilum fyrirlestri í þeim fögum. Ég var líka að skrá mig í jóga - maður þarf jú að hugsa vel um sig líka þessa dagana og það var ætlunin að komast í það tvisvar í viku - er ekki alveg að sjá það gerast. Svo á maður víst kærasta sem þarf nú smá athygli... og samkvæmt fræðibókunum á maður víst að reyna að slappa aðeins af svo að baksturinn takist sem best..ehmm..

Grrr.. mér finnst þessi önn bara vera algjört klúður! Pant leggjast undir sæng og sofa fram að jólum!!

pirr pirr..