10 september 2008

Að kíkja í 'pakkann' eða ekki??

jamm það er aðal spurningin hjá okkur þessa dagana. Við förum í næsta sónar daginn eftir að ég kem tilbaka frá Íslandi og við eigum erfitt með að ákveða hvort við eigum að reyna að fá að vita kynið. Fyrst vildi ég endilega fá að vita það en Klaus var harður á því að við ættum bara að bíða og sjá. Nú er hann eiginlega búinn að skipta um skoðun og ég er ekki viss lengur. Þegar mamma hringdi í mig til að segja mér að Elín væri búin að eiga þá fékk ég hreinlega gæsahúð af spenningi að fá að heyra fréttirnar!! :) Þá fór ég að pæla í hvort að væri skemmtilegra að vera ekkert að kíkja.

EENNN ég er bara svo sjúklega forvitin að vita hvort það sé stelpa eða strákur að laumupúkast þarna inni!! :) Þar væri líka frekar praktískt. Þá væri auðveldara að fá lánað eitthvað af minnstu fötunum sem þau vaxa svo fljót uppúr.. og það væri náttúrulega fínt fyrir mömmu sem er vön að prjóna heimferðargallann á barnabörnin..þá þarf hún ekki að bíða fram á síðustu stundu með að festa réttu tölurnar í! ;) Hér er maður í mesta lagi tvo sólahringa á fæðingardeildinni ef allt gengur vel þannig að það yrði nú tæpt fyrir hana að senda gallann til okkar. ;) Þannig að er ekki um að gera á reyna bara tékka á þessu?? ;)

Svo veit ég stundum ekki af hverju ég pæli svona mikið í þessu. Ég held að það séu eiginlega 99% líkur á að þetta sé lítill tippalingur. Það er jú framlag föðursins sem ákvarðar kynið og það virðist sem karlmennirnir í fjölskyldu Klaus skjóti bara strákasæði!! Klaus á bara bræður, pabbi hans líka, reyndar átti afi hans eina systur en hann átti líka níu bræður!! Auðvitað er okkur alveg sama hvort kynið við fáum en mér finnst að fjölskyldan hans hefði svolítið gott af því að fá litla skvísu..og svo er þetta bara forvitnin í mér sem er alveg að fara með mig! ;) Það er auðvitað oft ekkert hægt að sjá neitt..kannski væri það bara best.


Hvað finnst ykkur?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég kíkti í hvorugt skipti í pakkann en vissi engu að síður báðar meðgöngurnar hvort kynið var. Skrítið en ég var bara alveg klár en engu að síður rosalega spennt þegar þau komu og ég fekk endanlega að vita kynið. Hefði ekki viljað missa af því. Hins vegar er þetta eitthvað sem er algjörlega einstaklingsbundið. Sumir hrista og kreista pakkana fyrir jólin og aðrir láta þá alveg í friði!!!

he he ekki mikil hjálp í mér

mitt atkvæði fellur sem sagt með

ekki kíkja í pakkann!

knús á þig innan sem utan

Guðný

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín og Klaus.

Ég er alveg með það á hreinu að ef það hefði staðið til boða þegar ég var að þessu að vita kynið hefði ég gert það ekki af praktiskum ástæðum heldur forvitni.
Ég hefði nú samt verið forvitnari með annað og þriðja barn af praktiskum ástæðum því ég var ákveðin í að fá bæði kynin.
Heimferðardressin mín hafa verið hvít, græn og gul hingað til, ég er alveg til í að breyta til.
Við pabbi þinn erum komin með fimm stelpur og tvo stráka þannig að lítill danaprins gæti rétt þetta við.
Ég er búin að safna saman uppskriftarblöðum svo þú getir valið eitthvað fallegt þegar þú kemur. Mamma.

Nafnlaus sagði...

ALLS EKKI fá að vita!!! Það er bara bannað að mínu mati! Nei nei, ég ætla nú ekkert að vera að stjórnast;) Mér finnst þetta bara partur af meðgöngunni ... þessi óvissa:) Mér finnst ákveðinn sjarmi fara af við að vita það fyrirfram. En það er bara ég, fólk er auðvitað mjög misjafn með þetta:)
Þið gerið það sem er rétt fyrir ykkur:)
Knús og kremjur,
Gígja.

Nafnlaus sagði...

Ég kíkti ekki í pakkann í hvorugt skiptið. Var samt svona á báðum áttum eins og þú en Einar var alfarið á móti því. Ég hef því ekki reynsluna af hvoru tveggja. Ólöf hefur hins vegar prófað bæði og segir að það sé skemmtilegra að vita ekki ;) En ég er eins og þú obbosslega forvitin svo endilega kíktu í pakkann þá fæ ég að vita þetta fyrr hahaha :)

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta er skemmtileg bloggfærsla...ég er alveg brosandi út að eyrum.

Einmitt ég vissi um Emmu vildi samt bara gleyma því strax en það er ekkert hægt. Var svo alltaf að plata mig að það er ekkert 100%. Þannig að þegar Tómas var á leiðinni það vildi ég ekkert vita og það er miklu skemmtilegra. Allir að giska og allir miklu spenntari fyrir deginum (auðvitað jafn spenntir...you know what I mean). Ég var samt með stelpu tilfinningu og vera ekkert smá hissa þegar ég sá tippalinginn haha. Samt er gaman að hafa prófað bæði....næst vil ég ekkert vita, hallast meira af því!!!!
Þú lætur mömmu þína bara prjóna gult, fjólublátt eða hvítt. Ég tók með mér bæði bleika og bláa húfu!

Koss

ÓLÖF

Veinólína sagði...

Hmmmm.... Stebbi og Erna fengu umslagið með sér heim og ætluðu svo bara að sjá til hvort þau myndu kíkja.... auðvitað gátu þau ekki staðist freistinguna! :)

Ég veit ekki hvað er betra fyrir ykkur elskan mín, þetta er óneitanlega forvitnilegt og ótrúlega spennandi! ;)

Vona að þú hafir það gott á klakanum, verst að við gátum ekki hist... :(

Knús, þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Fara ekki að koma sónarfréttir???:)
Knús,
Gígja.

Sigrún sagði...

Ég kíkti ekki í pakkann hjá Agli (en var samt algjörlega viss um að það væri strákur, hugsaði ekki einu sinni stelpunöfn).
En nún kíktum við í pakkann og mér finnst það bara líka gaman að vita að ég á vona á lítilli dömu. Ég held nú að það sé með þetta eins og margt - þetta var ekki hægt og því ekki gert - mér finnst persónulega ekki að maður sé að ráðast inn á friðhelgi barnsins þó maður vilji vita hvors kyns það er. Ég meina HALLÓ er maður ekki að lána líkama sinn undir þetta.... he he he :)

En þar sem ég veit að þú kíktir í pakkann þá segi ég bara til hamingju!! :)