06 september 2008

Íslendingar í Kaupmannahöfn

Við fórum á videoleigu í gærkvöldi og ég heyrði strax að það var íslenskt par þarna inni að velja sér mynd. Það er svosem ekkert nýtt - ég heyri í Íslendingum í kringum mig nánast á hverjum degi, þeir eru gjörsamega útum allt hérna. Nema hvað.. þau eru á undan okkur við afgreiðsluborðið að það er frekar þröngt þarna og þegar þau ganga út þarf ég að færa mig aðeins svo þau komist framhjá. Þau er varla komin framhjá mér þegar strákurinn segir við kærustuna 'þú ættir að fá þér svona jakka!' það var sko ekkert annað fólk þarna inni þannig að hann var greinilega að tala um mig... og hvort þetta var sagt í kaldhæðni af því honum fannst jakkinn minn svo ljótur hef ég ekki hugmynd um og er sko alveg sama um það... en HALLÓ??? Ég var ekki nema 30cm frá honum þegar hann sagði þetta - aldrei myndi mér detta í hug að kommenta eitthvað svona upphátt á íslensku beint fyrir framan viðkomandi enda allt morandi af Íslendingum hérna!! Ég varð náttúrulega kjaftstopp og náði ekki að segja neitt við hann.. en mér fannst þetta bara fyndið - hvað er eiginlega að fólki??

Annars er ég bara í góðu skapi í dag þrátt fyrir að ætla að vera heima að lesa á laugardagskvöldi á meðan Klaus ætlar út að hitta gamla félaga.. það er ekki hægt annað en að vera glaður því það er bara VIKA í að ég komi til Íslands!! :)

Jeeminn hvað ég hlakka til!!! :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefðir átt að segja eitthvað...hahah...vá ég hefði verið til í að sjá svipin á honum!!

ólöf

Nafnlaus sagði...

Honum fannst jakkinn pottþétt flottur, ekki spurning. Hlakka til að knúsa þig rétt bráðum :) Tökum bumbuhitting

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín.
Mikið er nú gott að það fer að styttast í að þú komir heim.
Ég fer nú að drífa í að taka til í herberginu þínu og búa um þig.
Í dag voru réttir og í gær var ánum smalað af fjalli. Við fengum allt okkar fé sem eru tvær ær og fjögur fallega flekkótt lömb. Þetta var allt drifið upp á tún við sumarbústaðinn og bíður þar vetrarsetu í fjárhúsum eða eftir ferð á sláturhús þegar þar að kemur. Ég er alltaf í berjamó þegar ég er framfrá á þessum árstíma og haustveðrið búið að vera yndislegt. Vonandi verður það áfram þegar þú kemur. Bestu kveðjur til Klaus það hefði nú veroð gaman að fá hann með þér en það verður vonandi næst, mamma.

Nafnlaus sagði...

Þú ert alltaf svo sein að hugsa greyið mitt, auðvitað áttirðu að segja strax þér finndist þetta líka.....hehe.nei það er víst vissara að halda trantinum lokuðum í útlöndum, maður er hvergi öruggur, hvað þá í Baunalandi!Hlakka til að hitta þig/ykkur.
Reyndu nú að fara vel með þig.
Krummi