Baráttukveðjur
Ég er mjög dugleg að skoða íslenskar fréttir á mbl.is og ég les alltaf nánar fréttir af slysum og þess háttar. Þegar ég las fréttina í fyrradag um alvarlegt bílslys á Hellisheiði eystri þá hvarflaði það nú aldrei að mér að ég þekkti nokkuð til þar. Í dag frétti ég hinsvegar að Jón Gunnar, gamall skólafélagi okkar Hödda bróður, er sá sem liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landsspítalans eftir þetta slys.
Jón Gunnar minn ég sendi þér og fjölskyldu þinni mín sterkustu strauma og baráttukveðjur. Ég vil ekki trúa öðru en að þú náir þér aftur á strik og ég veit að þú færð mikinn styrk frá góðri fjölskyldu og miklum vinahópi.
Hugsanir mínar eru hjá þér og fjölskyldu þinni.
29 september 2007
23 september 2007
Lestrarhelgi..
Get ekki sagt annað en að ég sé stolt af sjálfri mér. Núna um helgina (frá fim-lau) var Nordic Barista Cup haldið í Gautaborg. Og ég var heima að læra!!! Þetta er í fyrsta skipti sem ég missi af þessu móti en það hefur verið haldið árlega frá 2003. En það er svona.. einhvern tímann verð ég að setja blessaðan skólann í forgang. Klaus er búin að vera í Gautaborg síðan á miðvikudaginn.. hann var einn af dómurum keppninnar.. og það er víst búið að vera geðveikt gaman.. Andvarp!! Svíþjóð vann og í verðlaun er ferð til Nicaragua í janúar.. ekki slæmt!
Ég er semsagt búin að vera að rembast við heimspekilegar hugleiðingar um aðferðafræði við viðskiptarannsóknir.. ekki beint mín sterkasta hlið.. sérstaklega þegar ég er ca. 500 blaðsíður á eftir með lesturinn eftir Mexíkó ferðine he he.. stundum skil ég ekki alveg hvað maður er að pæla!!
En til að gleðja mitt litla hjarta og sætta mig við þessi 'erfiðu' hlutskipti að missa af NBC 2007 þá keypti ég mér regnkápu á föstudaginn!! :) Búin að leita að góðri regnkápu í eitt og hálft ár! Skil hreinlega ekki hvað er lítið úrval af þeim hérna miðað við hvað rignir fáranlega mikið hérna á veturna.. og jú, á sumrin greinilega líka! Það er reyndar ein búð búin að vera mjög vinsæl en það þýðir að önnur hver manneskja hérna er í sömu skræpóttu regnkápunni sem kostar morðfjár takk fyrir!! Mín var á viðráðanlega verði fyrir fátæka námsmanninn gargar ekki á neinn þó að það séu smá litir í henni. En svo er bara búið að vera glampandi sól og blíða alla helgina!! Ég vil sko fá rigningu til að prófa nýju kápuna mína!! ;) ég þarf nú sjálfsagt ekki að bíða lengi.
túttírú..
sd
Get ekki sagt annað en að ég sé stolt af sjálfri mér. Núna um helgina (frá fim-lau) var Nordic Barista Cup haldið í Gautaborg. Og ég var heima að læra!!! Þetta er í fyrsta skipti sem ég missi af þessu móti en það hefur verið haldið árlega frá 2003. En það er svona.. einhvern tímann verð ég að setja blessaðan skólann í forgang. Klaus er búin að vera í Gautaborg síðan á miðvikudaginn.. hann var einn af dómurum keppninnar.. og það er víst búið að vera geðveikt gaman.. Andvarp!! Svíþjóð vann og í verðlaun er ferð til Nicaragua í janúar.. ekki slæmt!
Ég er semsagt búin að vera að rembast við heimspekilegar hugleiðingar um aðferðafræði við viðskiptarannsóknir.. ekki beint mín sterkasta hlið.. sérstaklega þegar ég er ca. 500 blaðsíður á eftir með lesturinn eftir Mexíkó ferðine he he.. stundum skil ég ekki alveg hvað maður er að pæla!!
En til að gleðja mitt litla hjarta og sætta mig við þessi 'erfiðu' hlutskipti að missa af NBC 2007 þá keypti ég mér regnkápu á föstudaginn!! :) Búin að leita að góðri regnkápu í eitt og hálft ár! Skil hreinlega ekki hvað er lítið úrval af þeim hérna miðað við hvað rignir fáranlega mikið hérna á veturna.. og jú, á sumrin greinilega líka! Það er reyndar ein búð búin að vera mjög vinsæl en það þýðir að önnur hver manneskja hérna er í sömu skræpóttu regnkápunni sem kostar morðfjár takk fyrir!! Mín var á viðráðanlega verði fyrir fátæka námsmanninn gargar ekki á neinn þó að það séu smá litir í henni. En svo er bara búið að vera glampandi sól og blíða alla helgina!! Ég vil sko fá rigningu til að prófa nýju kápuna mína!! ;) ég þarf nú sjálfsagt ekki að bíða lengi.
túttírú..
sd
16 september 2007
Hitt og þetta..
Jæja það er nú alveg tæp vika síðan ég kom frá Mexíkó... Sú ferð gekk ljómandi vel. Það er alltaf voðalega vel hugsað um okkur dómarana þarna úti. Fórum út að borða á voða fínum veitingastöðum á hverju kvöldi, drukkum gæða tequila og skemmtum okkur vel. Keppnin gekk eins og í sögu og Salvador, meistarinn frá því í fyrra varði titilinn. Við náðum aðeins að skoða okkur um í borginni..fórum t.d í hús Fridu Kahlo og röltum um í huggulegum borgarhlutum sem ég man ekki hvað heita... ehhh.. ;) Kíktum á markað en ég fann ekkert sem mig langaði að kaupa.
Svo kom ég heim með einhverja magakveisu og jafnaði mig eiginlega ekkert fyrr en á fimmtudaginn. Drattaðist nú samt í skólann flesta dagana enda veitir ekki af ;) Helgin hefur aðallega farið í að taka uppúr kössum og reyna að skipuleggja eitthvað hér innanhúss.. þetta er nú allt að koma en samt svolítið tómlegt hér í stofunni vegna sófaleysisins ;) En við erum mjög afslöppuð yfir þessu og ekkert stress í gangi. Baðherbergið er sennilega næst á dagskrá... þegar ég nenni ;) Það fer voðalega vel um okkur hérna og ég er ástfangin af uppþvottavélinni okkar!! Finnst ég vera að græða þvílíkan tíma á því að þurfa ekki að standa í uppvaski lengur.. he he..
Svo fékk ég gleðifréttir í gærmorgun - Maj-Britt vinkona eignaðist litla stelpu á föstudaginn!! :) Allt gekk vel og litla fjölskyldan í Borgarnesi er náttúrulega í skýjunum. Innilegar hamingjuóskir til ykkar aftur elsku Maj-Britt mín!! Hlakka til að sjá myndir af skvísunni ;)
þangað til næst...
sd
Jæja það er nú alveg tæp vika síðan ég kom frá Mexíkó... Sú ferð gekk ljómandi vel. Það er alltaf voðalega vel hugsað um okkur dómarana þarna úti. Fórum út að borða á voða fínum veitingastöðum á hverju kvöldi, drukkum gæða tequila og skemmtum okkur vel. Keppnin gekk eins og í sögu og Salvador, meistarinn frá því í fyrra varði titilinn. Við náðum aðeins að skoða okkur um í borginni..fórum t.d í hús Fridu Kahlo og röltum um í huggulegum borgarhlutum sem ég man ekki hvað heita... ehhh.. ;) Kíktum á markað en ég fann ekkert sem mig langaði að kaupa.
Svo kom ég heim með einhverja magakveisu og jafnaði mig eiginlega ekkert fyrr en á fimmtudaginn. Drattaðist nú samt í skólann flesta dagana enda veitir ekki af ;) Helgin hefur aðallega farið í að taka uppúr kössum og reyna að skipuleggja eitthvað hér innanhúss.. þetta er nú allt að koma en samt svolítið tómlegt hér í stofunni vegna sófaleysisins ;) En við erum mjög afslöppuð yfir þessu og ekkert stress í gangi. Baðherbergið er sennilega næst á dagskrá... þegar ég nenni ;) Það fer voðalega vel um okkur hérna og ég er ástfangin af uppþvottavélinni okkar!! Finnst ég vera að græða þvílíkan tíma á því að þurfa ekki að standa í uppvaski lengur.. he he..
Svo fékk ég gleðifréttir í gærmorgun - Maj-Britt vinkona eignaðist litla stelpu á föstudaginn!! :) Allt gekk vel og litla fjölskyldan í Borgarnesi er náttúrulega í skýjunum. Innilegar hamingjuóskir til ykkar aftur elsku Maj-Britt mín!! Hlakka til að sjá myndir af skvísunni ;)
þangað til næst...
sd
02 september 2007
Flutt inn í eigin íbúð og farin til Mexikó ;)
Æi þið verðið að fyrirgefa bloggleysið þessa dagana. Eftir að hafa eytt tveimur æðislegum vikum heima á Íslandi í félagsskap góðra vina og ættingja þá kom ég beint heim til Köben í skólann og málningarvinnu. Búið að vera brjálað að gera að sinna skóla og íbúðinni á sama tíma... náðum svo loks að flytja í gær! Íbúðin er semsagt troðfull af kössum og dóti núna og á morgun sting ég af til Mexikó til að dæma á kaffibarþjónamótinu þar. Við komum semsagt bara til með að taka okkar tíma í að koma okkur fyrir... pöntuðum t.d. sófa í gær og fáum hann ekki afgreiddan fyrr en í lok október!! ehhm.. erum ekki alveg nógu vel skipulögð í þessi öllu saman.
En nýja addressan er þessi:
Kornblomstvej 7, 1.tv.
2300 København S
Við sváfum yndilega vel á nýja heimilinu okkar :) Þið fáið myndir þegar við erum búin að koma okkur þokkalega fyrir...
Best að hald áfram að taka uppúr kössum.. ;)
ta ta..
sd
Æi þið verðið að fyrirgefa bloggleysið þessa dagana. Eftir að hafa eytt tveimur æðislegum vikum heima á Íslandi í félagsskap góðra vina og ættingja þá kom ég beint heim til Köben í skólann og málningarvinnu. Búið að vera brjálað að gera að sinna skóla og íbúðinni á sama tíma... náðum svo loks að flytja í gær! Íbúðin er semsagt troðfull af kössum og dóti núna og á morgun sting ég af til Mexikó til að dæma á kaffibarþjónamótinu þar. Við komum semsagt bara til með að taka okkar tíma í að koma okkur fyrir... pöntuðum t.d. sófa í gær og fáum hann ekki afgreiddan fyrr en í lok október!! ehhm.. erum ekki alveg nógu vel skipulögð í þessi öllu saman.
En nýja addressan er þessi:
Kornblomstvej 7, 1.tv.
2300 København S
Við sváfum yndilega vel á nýja heimilinu okkar :) Þið fáið myndir þegar við erum búin að koma okkur þokkalega fyrir...
Best að hald áfram að taka uppúr kössum.. ;)
ta ta..
sd
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)