28 júlí 2006

Eg komst inn i haskolann!!! Copenhagen Business School :)

kvedjur fra Astraliu... saum kengurur i gaer i sveitinni :) bordudum svo eina i kvoldmat, smakkadist mjog vel ;)

-sd

23 júlí 2006

Astralia..

Erum i Sydney nuna.. vorum 3 daga i Melbourne sem er aedisleg borg. Meiri storborgarfilingur her. Allt gengur vel fyrir utan veikindi hja Klaus fyrstu dagana. Flugthreytan er hrikaleg samt og virdist ekkert minnka. Eg virdist bara ekki getad nad meira en 4 tima svefn a nottunni herna megin a hnettinum.

Klaus a afmaeli i dag og Unnur amma min lika.. :) Til hamingju med daginn!!

Kiss kiss,
sd

16 júlí 2006

Langt síðan síðast..

Ekki það að lítið sé að gerast.. þvert á móti. Siðast þegar ég bloggaði vorum við á leiðinni á Hróarskelduhátíðina. Við skemmtum okkur konunglega. Sem betur fer voru starfsmanna tjaldstæðin hrein og fín, hljóðlát og með alvöru klósettum í stað kamra og meira að segja með volgum sturtum! Er ekki viss um að ég hefði lagt í að vera í 4 daga á almennings tjaldstæðunum.. kalliði mig bara pjattrófu! ;) Og sólin steikti hátíðargesti alla helgina og ég verða að segja að öll umgjörð og skipulag hátíðarinnar var til fyrirmyndar. Það var brjálað að gera hjá okkur á kaffihúsinu. Maður reyndi nú að rölta samt á milli tónleika þegar maður átti frí. SigurRósar tónleikarnir standa uppúr, þeir voru geggjaðir!! Held meira að segja að sumum hafi brugðið svolítið, áttu alls ekki vona á svona flottu sjóvi. Guns'n'Roses spiluðu á sama tíma.. ég fór sko frekar á SigurRós enda fengu G&R ekkert sérstaka dóma. Sá líka smá hluta af Frans Ferdinand.. þeir voru flottir, þekki þá reyndar voða lítið. Svo sá ég eitthverja fleiri sem ég man ekkert hvað heita.. ;) Er ekki alveg nógu mikið inní þessum tónlistarbransa..

Svo komu pabbi og mamma í heimsókn ;) Það var mjög gaman að fá þau í bæinn. Þau voru hrikalega heppin með veður, sól og blíða allan tímann. Ég gerði mitt besta í að túristast aðeins með þeim. Fórum í bátsferð um kanalana og skoðuðum merka staði. Svo komu þau tvisvar í dinner hingað uppá Tornskadestien og horfðu á boltann í leiðinni. Maturinn tókst nokkuð vel en boltinn ekki eins vel.. héldum öll með Frakklandi :(

Svo er ég farin að taka nokkrar vaktir á kaffihúsinu, gengur nokkuð vel á meðan kúnnarnir eru ekkert að spyrja of mikið um drykkina og vörurnar.. þá byrjar mín að stama ;) Þórey, sem vann með mér á Kaffitár er líka komin í fulla vinnu á kaffihúsinu. Við vorum að vinna saman um daginn og þeir Íslendingar sem komu þann daginn voru nú soldið hissa þegar þeim var barasta svarað á íslensku ;)

Leggjum af stað til Ástralíu eldsnemma í fyrramálið. Þeir sem eru að "skipuleggja" ferðina fyrir okkur er nú samt ekki alveg að standa við allt sem þeir sögðu í upphafi. En við ætlum að taka þessu öllu með opnum huga.. Er búin að liggja í sólinni alla helgina fyrst ég er á leiðinni í Ástralskan vetur: 10 stiga hita og skúraveður!! Kannski líka hægt að tala bara um íslaenskt sumar ;) Vona að danska sumarið verði ekki búið þegar við komum tilbaka.

Ég fæ svar frá háskólanum á meðan ég er úti. Það pirrar mig soldið að þurfa að bíða í 3-4 daga með að vita hvort ég komist inn. Pósturinn minn fer allur til bróður hans Klaus. Það hvarlar að mér að fá Mie til að opna bréfin og senda mér skilaboð um hvort ég sé inni eða ekki. En ef ég fæ ekki inn þá veit ég að það á eftir að skemma svolítið fyrir mér síðustu daga ferðarinnar, þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera... maður verður bara að krossa fingurna!!

Jæja.. nú er ég hætt í bili.

Hafið það gott elskurnar mínar.. ég er farin til Ástralíu!!

sd