22 desember 2007

Beðið eftir jólunum..

jamms.. nú er ég loksins komin í jólafrí! :) Prófið gekk vel í gær og svo kláraði ég jólagjafa innkaupin á mettíma. Er ég kom heim blasti við tandurhrein íbúð!!! Haldið þið að hann Klaus minn hafi ekki hamast allan morguninn við að þrífa allt hátt og lágt á meðan ég var í prófinu. Ó hvað það var yndislegt! Svo elduðum við góðan mat og sötruðum jólaglögg fram eftir kvöldi.
Klaus tók svo lestina til Jótlands uppúr hádeginu í dag og ég er bara búin að vera að pakka inn gjöfum og skrifa á síðustu jólakortin sem fara í dreifingu á pósthúsi Öngulsstaðar á aðfangadag. Nú er allt niðurpakkað og klárt og ég bíð bara eftir að tíminn líði! Ennþá tveir tímar í að ég þurfi að koma mér á völlinn.

Mikið vona ég nú að veðrið verði til friðs. Ég slysaðist til að fara inn á veður.is og efst á síðunni var tilkynning um stormviðvörun á suður- og suðausturlandi! Var ekkert smá snögg útaf þeirri síðu aftur.. ég neita að hafa áhyggjur af þessu fyrr en eða ef þess virkilega þarf.

En elskurnar mínar.. hafið það öll sem allra best yfir háðirnar. Megið þið öll eiga gleðileg jól og farsælt komandi ár. Ég vona að ég sjái ykkur sem flest í jólafríinu.

Heljarinnar jólaknúússsssss á línuna,
sd

19 desember 2007

Þetta mjakast allt saman..

Afgreiddi eitt próf í morgun og það gekk mjög vel..þrátt fyrir svaka tannpínu sem er búin að bögga mig í alla nótt og í dag :( Er gjörsamlega að drepast í kjaftinum svo ég segi dömulega frá.
Næsta próf er á föstudaginn en ég held ég neyðist til að fara á tannlæknavaktina í kvöld.. vona að ég komist að þar svo þeir geti pínt mig og rukkað mig um morðfjár fyrir..

sd

14 desember 2007

Loksins aðventustemmning í kotinu..

Hann Klaus minn er algjörlega að bjarga aðventunni hér á heimilinu. Hér mallar hann glögg nánast á hverju kvöldi - og það er sko ekkert búðarglögg! Hann er álíka metnaðarfullur þegar það kemur að glögg-gerð eins og í kaffigerðinni; allt gert frá grunni, úr lífrænum hráefnum og sko ekkert verið að spara púrtarann né rauðvínið.

ummmm... yndislegt að sötra þetta yfir skólabókunum.

Uppskriftin er hér. Svo setti ég tvo jólasveina í gluggann og þar með eru jólaskreytingarnar komnar í ár. ;)

Góða helgi elskurnar.. passiði nú að fjúka ekki í burtu neitt. Ég vona bara að veðurguðirnir taki skapofsann út núna og hagi sér svo skikkanlega þegar ég þarf að ferðast á milli landa og landshluta í næstu viku.

Hér verður maraþon lærdómur um helgina fyrir utan smá litlu jól með CoffeeCollective genginu annað kvöld.

ta ta,
sd

12 desember 2007

Sætur 'sigur'
Við þurftum að kynna verkefnin okkar á mánudaginn. Þetta var eiginlega keppni, milli 18 hópa. Við áttum að setja okkur í spor ráðgjafa fyrirtækis og kynna hugmynd/lausn okkar á verkefninu sem fjallaði um samruna Nasdaq, OMX og Borse Dubai. Um hvaða vandamál gætu komið upp innan sameinaðs fyrirtækisins eftir samrunann vegna ólíkra hugsunarhátta, bafgrunns osfrv. Og við áttum að koma með hugmynd úr hvernig væri best að skapa nýja sameiginlega fyrirtækamenningu og andrúmsloft (fagið er Organizational Behavior). Það var 8 manna dómnefnd á svæðinu: deildarstjórinn, MBA nemar sem hafa verið að stúdera samrunann líka, prófessorar úr deildum tengdum faginu (Communications og Organizational Theory) og kynningarfulltrúi OMX Copenhagen (hún mátti reyndar ekkert kommenta á þetta hjá okkur).

En allavega, það var skemmtileg stemmningin þrátt fyrir stress í loftinu.. formlegheit og allir uppdressaðir. Ég og Anne kynntum okkar verkefni og við vorum á síðustu stundu að breyta textanum okkar því þetta var alltof langt hjá okkur. Ég var svo stressuð að ég man ekki eitt einasta orð sem ég sagði ;) ekki mitt uppáhalds and standa og tala fyrir framan 150 manns! En þetta gekk bara svona svakalega vel - urðum í öðru sæti. Vorum EINU stigi á eftir sigurvegurunum!!! Svo var þriðji hópurinn töluvert á eftir okkur. Ég er ekkert smá ánægð með okkur, átti alls ekki vona á þessu.

Fyrir mig persónulega var þetta sérstaklega sætur 'sigur'. Margir bekkjarfélagar mínir taka sig svo hrikalega hátíðlega og eru góðir með sig, vappandi um í jakkafötum og buxnadrögtm í skólanum, varla orðin tvítug. Ég var því ánægð að sjá að liðin í tveim efstu sætunum voru skipuð fólki sem er tiltölulega vel niðri á jörðinni og eru ekki jafn upptekin af þessum mikilmennskustælum.

Mikið er ég samt fegin að vera búin með þessa kynningu. Bara eitt munnlegt próf eftir í þessu fagi og svo er 4ra tíma skriflegt í tölfræðinni.

10 dagar í jólafrí!!!

sd

09 desember 2007

Það er semsagt kominn 9.desember!! Ótrúlegt hvað tíminn flýgur frá manni. Í fyrra lofaði ég sjálfri mér að á þessu ári skyldi ég nú gera pínu huggó á heimilinu á aðventunni.. ehmmm, það hefur nú ekki gerst ennþá!
Það er kynning á verkefninu okkar á morgun og eftir það er bara rúm vika í prófin - daginn eftir prófin er ég svo bara komin til Íslands!! Ó hvað ég hlakka til!! Þrátt fyrir að ég þurfi að skilja Klaus eftir heima.

Ég er nú samt búin að skrifa nokkur jólakort, ein og ein jólagjöf er komin í hús... og já, þá er það upptalið ;) Restinni verður reddað á þeim einum og hálfa sólarhring sem ég hef eftir prófin og fram að flugi ;) Gleymdi að panta jólaklippingu..en hvað með það, jólin koma þrátt fyrir smá rót ekki satt!??

Hér er smá jólakveðja til ykkar.



knús til ykkar allra,
sd

03 desember 2007

Ekki fleiri hópverkefni á þessu ári - jeiiiii!
Mikið var það góð tilfinning að vakna í morgun (aðeins seinna en vanalega) og vita að það er engin 12-14 tíma törn í hópverkefna vinnu framundan!! Þannig eyddi ég semsagt helginni en við kláruðum í gærkvöldi og nú er Kristian á leiðinni uppá skrifstofu að afhenda verkefnið fyrir kl.12. Yndislegur léttir - allavega í nokkra daga, svo er kynningin á því í næstu viku.

Þannig að það er greinilega ekki mikið að frétta nema skóli skóli skóli.. Klaus er búin að vera á þvælingi. Var í þýskalandi fimmtudag og föstudag og á Jótlandi um helgina. Ágætt að vera laus við hann þegar svona mikið er að gera.

Í dag er ég að hugsa um að þrífa aðeins íbúðina og þvo þvott - því það gerist sennilega ekki aftur fyrr en eftir prófin 21.des!! Sleppa því að mæta á fyrirlestur - er 'overdosed' af organizational behavior eftir helgina hvort eð er. Svo ætla ég að hitta Sissu og Leif á kaffihúsi einhvers staðar uppí bæ, þau eru hér í nokkra daga. Í kvöld er svo smá afmæli hjá mági mínum. Vona að Rasmus og Mie bjóði uppá eitthvað gott að borða - svona verkefnatörn einkennist iðulega af alls konar fljótlegum, þægilegum en afar óhollum matarvenjum.. ;)

vá hvað ég er orðin kaffiþyrst núna.. best að hella uppá dýrindis CoffeeCollective Kenya Kariaini kaffi.. ummmm ;)

27 nóvember 2007

Ekkert að frétta

..og mér dettur voða lítið í hug að blaðra. Það er bara same old, same old hérna megin. Er í smá afneitun þessa dagana - vil ekki hugsa um hvað er stutt í næstu próf og jólin. Slysaðist til að hugsa um það síðasta sunnudagskvöld og varð þar með andvaka alla nóttina! Þannig að þá er bara best að sleppa því - er það ekki?
Held að það sé smá skólaleiði í mér. Fólkið sem byrjaði í THÍ á sama tíma og ég í jan'04 er að klára núna um jólin. Og ég rétt hálfnuð!! OG ég veit vel að það er svo margt gott sem ég hef upplifað í staðinn en ég væri samt alveg til í að vera búin að þessu.. pirr pirr!

Er búin að vera að þvælast mikið á atvinnuleitarsíðum undanfarið - þarf að finna mér vinnu með skólanum. Langar svo að finna eitthvað tengt náminu en verð hálf vonlaus eitthvað þegar ég les starfslýsingarnar og kröfurnar - og ég með ekkert nema kaffhúsastörf og ljósmyndun á ferilskránni. Ætli maður endi ekki bara á kassa í Nettó svei mér þá!!

Ég fékk nú samt smá gleðifréttir í gær. Fékk barasta fínustu einkunn úr 48 tíma heimaprófinu sem ég vakti yfir alla síðustu nóttina. Ég hef nú aldrei bullað jafn mikið í í þeirri ritgerð og nú er ég ekki að ýkja - þannig að greinilega er eitthvað vit í bullinu í mér!! he he..

sd

21 nóvember 2007

Léttir

Ég þarf að hafa þessa færslu svolítið dulkóðaða svo að betri helmingurinn skilji ekki hvað ég er að skrifa um. Ég er nefnilega svo ánægð með að ég er búin að kaupa gjöfina handa honum fyrir hátíðina í næsta mánuði :) Vá hvað ég er fegin! Síðustu tvö ár hefur þetta verið þvílíkur hausverkur sem ég hef beðið með fram á síðustu stundu að afgreiða. Keypti flík sem ég veit að hann langar í. Hún er í felum heima hjá bróður hans því það eru engir felustaðir hér í holunni okkar.
Þetta er persónulegt met! Hef aldrei keypt jólagjöf svona snemma. Hef oft dáðst af Guðnýju frænku og Elínu systur sem stundum eru búnar með öll þessi innkaup í september!! (eða er ég að ýkja stelpur??)

Nú ætla ég að hætta að dást af þeim og dáist bara af sjálfri mér í staðinn!! he he..

ta ta..

17 nóvember 2007

Enn ein afmæliskveðjan..

Hún elsku besta Maj Britt mín á afmæli í dag. Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku vinkona! Vona að allir hafi stjanað við þig í tilefni dagsins..

Maj Britt og Klaus eiga það sameiginlegt þessa dagana að þau eru bæði að kljást við þrjóska sinaskeiðabólgu. En Maj Britt mín, eftir að Klaus sá myndina af þér með gifs á báðum þá hætti hann sko öllu væli!! ;)

Afmælis- og batakveðjur frá okkur báðum.

16 nóvember 2007

Pabbi minn á afmæli í dag!


Til hamingju með daginn elsku pabbi! Maður á besta aldri ;) Vonandi gerið þið nú eitthvað í tilefni dagsins, annað hvort í kvöld eða um helgina. Ég væri nú alveg til í að mæta í smá fjölskyldu dinner um helgina en það verður að bíða í nokkrar vikur.

Talandi um jólin, þá kem ég til landsins á aðfararnótt þorláksmessu (takk Icelandair fyrir frábæra tímasetningar á flugi - eða þannig!)og svo brunum við Höddi og Árný norður strax næsta morgun. Pant hvít jól á Akureyri!! Ein bjartsýn ;)
Svo reyni ég örugglega að koma mér suður þann 28.des, hugsanlega með viðkomu í Borgarnes City, og á flug aftur til Köben 30.des. Jamms, það verður haldið uppá áramót hér í Kaupmannahöfn - spennó..

Góða helgi darlings..

14 nóvember 2007

afmæliskveðja

Nóvember er mánuður afmælanna. Sigrún vinkona er tuttugu og ellefu ára í dag, eins og hún segir sjálf ;) ég er sko sammála henni að þetta hljómar miklu betra er þrjátíu og eins.. he he

Til hamingju með daginn Sigrún mín!!

Annars er lífið hér bara skóli skóli skóli og skítakuldi!

sd

13 nóvember 2007

Áfram Helle!

Það eru kosningar hér í Danmörku í dag. Mér er sagt (af mínum nánustu) að halda með Helle og hennar gengi. Það lítur nú samt ekki of vel út fyrir okkar fólk.. er mér sagt. En við vonum það besta. Klaus fór í rauðum bol í vinnunna í dag í tilefni dagsins og varð hálf hneykslaður þegar ég sagðist ekki eiga slíkan lit í mínum fataskáp.. og það hefur sko ekkert með pólitískar skoðanir mínar að gera - sem eru reyndar hallærislega litlar. Lang oftast kýs ég bara það sem mér er sagt að kjósa - eða bara gleymi því. Það er nú skömm að segja frá þessu.. og ég ætti sennilega að sleppa því.

sei sei..

10 nóvember 2007

Kósí laugardagur

Kærar þakkir fyrir öll kommentin, sms-in og símtölin á afmælisdaginn! Það var æðislegt að heyra frá ykkur öllum. Fimmtudagskvöldið var ferlega huggulegt. Fórum út að borða á Restaurant Rasmus Oubæk sem er franskur veitingastaður, lítill og kósí og sjúklega góður matur!! Og á viðráðanlegu verði sem er ekki verra. Ef þið eruð einhvern tíma hér í bænum á köldum degi þá mæli ég sko með að fara þangað inn og panta steikt Foie Gras með eplum og rauðvínsglas með... ummmm.. það hlýjar manni sko niðrí litlu tá!! Og er alveg hrikalega gott. :)

Í morgun komu svo Rasmus (bróðir Klaus),Mie, Luna og Jonas í brunch. Buðum uppá hrærð egg, beikon, steikta tómata, brauð, brie, eðal spægipylsur, amerískar pönnukökur, nýpressaðan djús, frískandi melónu og hágæðakaffi að sjálfsögðu. Eftir það fórum við Klaus svo niðrí bæ að skoða í búðir til að fá smá hugmyndir af jólagjöfum. Var að vonast til að ég kæmist í smá jólaskap en það er bara svo bjart eitthvað ennþá að það gerist ekki neitt! Það er eins og það þurfti að vera endalaust myrkur úti svo ég komist í gírinn!! En það vantar sko ekki kuldann!

Núna er bara rauðvíns og kertaljósa stemmning í holunni okkar - og eldrauðar kinnar eftir allan vindinn ;)

En elsku Hörður afi minn á afmæli í dag og við óskum honum innilega til hamingju með daginn!

knús,
sd

07 nóvember 2007

Mætt í netheima aftur..

jamms.. erum komin með alvöru net tengingu núna. Það er víst ekki hægt að sníkja netið af nágrannanum alltaf hreint - sérstaklega eftir að hann flutti út og reif allt úr sambandi! he he..

Það er nú mest lítið að frétta síðan síðast - búin að liggja með kvefpest, er nú komin uppúr rúminu en er hálf tuskuleg eitthvað og með mikinn þrýsting í ennis og kinnholum eða hvað sem þetta nú heitir.

Er orðin hundleið á þessu baðherbergi og er ekki lengur með nein markmið í gangi um hvenær á að klára þetta.. það er hvort eð er alltaf lokað þangað inn! ;)

Er síðan í einhverju pirrings kast yfir morgundeginum.. Finnst 31 ferlega niðurdrepandi tala - og miklu miklu verri en 30! Þá er nú gott að eiga ungan og fjörugan kærasta sem ætlar að bjóða gömlu sinni út að borða annað kvöld.. he he ;)

Hmmm.. þetta er nú kannski ekki mitt jákvæðasta blogg.

En ég er nú nýklippt og lituð og bara nokkuð ánægð með það - fór á nýja stofu, helmingi ódýrari en ég er vön að fara. Var soldið stressuð fyrst en svo var bara hárgreiðsludaman íslensk sem auðveldaði öll samskipti. Þær eru víst þrjár íslenskar sem vinna þarna. Ég hafði ekki hugmynd um það. Rambaði bar inná þessa stofu sem er rétt hjá skólanum og bað ekki um neinn sérstakan. Týpískt.

Eru ekki annars allir hressir??

Knús á línuna!!

29 október 2007

Haustid komid?

Ég er thvílíkt búin ad dást ad fallega haustinu hér undanfarid... búid ad vera svo bjart og fallegt og thurrt! Sem er ekki algengt hér á thessum árstíma. En nú held ég ad thad sé skollid á; kalda blauta danska haustid. Mígrigndi í allan dag og á ad gera that út alla vikuna.
Thá var nú gott ad hafa Krumma bró í bænum sem baud okkur út ad borda á lítinn indverskan stad sem galdrar fram heita og vel kryddada rétti sem hlýja manni ad innan sem utan í marga daga á eftir.. ;)

Annars byrjadi nýr fjórdungur í skólanum í dag og mér lýst bara vel á..

Svona í lokin óska ég Maj Britt og Einari til hamingju med skírnina á litla ljósálfinum theirra. Hún fékk nafnid Herdís María. Fallegt nafn. :)

túllí lú,

sd

28 október 2007

Bjartsýn..

..að halda að ég kæmist yfir fyrrnefnda upptalningu í fríinu! Sú hugmynd að ætla að skrapa alla málningu af flísunum á baðherberginu og mála svo aftur er bara eins sú versta sem ég hef fengið lengi!! Þvílík og önnur eins vitleysa!! Er náttúrulega orðin brjáluð í skapinu útaf þessu... Grrrrrrrr! Vona að ég geti byrjað að mála um næstu helgi.

EN það er náttúrulega bara frábært að vera komin með sófa og nýtt sjónvarp inní stofu ;) og Krummi bró kom með ársbirgðir af kúlusúkki þannig að ég er fljót að gleyma brjálæðiskastinu mínu þegar ég kafa ofan í kúlusúkkið og ég teygi úr mér í sófanum og bíð eftir að fjandans málningin hverfi að sjálfu sér!! ;)

Nýr fjórðungur byrjar í skólanum á morgun.. it's back to reality!

ta ta,
sd

22 október 2007

Komin í viku'frí'

úff þvílíkur léttir. fór í síðasta prófið í bili í dag og gekk bara mjög vel. Plúsinn við munnleg próf er að maður fær að vita einkunnina strax og ég er bara mjög ánægð :)

Frábært að hafa komist í prófið svona á fyrsta prófdegi því núna er vikufrí frá skólanum framundan...sumir í bekknum hafa þetta próf hangandi yfir sér fram á föstudag og fá því bara venjulegt helgarfrí áður en næsti fjórðungur hefst.

En hér á mikið að gerast í vikunni..það á að mála baðherbergið, sauma tjöld fyrir fata'skápinn', hengja upp bókahillur og taka því uppúr síðustu kössunum vonandi. ;)
Svo er von á sófanum í lok vikunnar- Jibbí! og við erum búin að sannfæra okkur um að við neyðumst til að kaupa flatskjá sjónvarp til að nýta plássið sem best í þessari litlu holu.. he he.. þannig að kannski bara förum við í það í vikunni líka. Þá ætti þetta nú allt að vera að koma. Vantar reyndar ennþá skrifborð og stól við og einhverja fallega gamla kommóðu og spegil við - svona make-up station ;)

Svo er von á Krumma bróður á morgun í næturgistingu.. hann er að millilenda á leiðinni til Belgíu en stoppar svo vonandi aðeins lengur á leiðinni tilbaka viku seinna. Það verður gaman að fá hann í heimsókn.

en jæja gullin mín.. ég ætla að rölta útí nettó og finna eitthvað gott í matinn. Hver veit nema maður opni rauðvínsflösku á eftir svona í tilefni dagsins - það verður allavega bara afslappelsi í kvöld áður en hasarinn inná baðherberginu hefst á morgun..

túllí lú!

sd

19 október 2007

Sybbin

jæja.. þá er öðrum hluta lokið. Skilaði heimaprófinu kl. 10 í morgun eftir að hafa setið yfir þessu í alla nótt - þetta var drullu erfitt, vona bara það besta. Hef það á tilfinningunni að gæðin á skrifunum hafi ekki þau bestu svona á síðasta sprettinum.. ehhmm..

ég kom heim og lagði mig í þrjá tíma.. núna er ég að reyna að byrja læra aftur fyrir mánudaginn - munnlegt próf sem byrjar með 5 mín kynningu á prófverkefninu okkar síðan síðustu helgi. Kann einhver á Power Point?? ekki ég!! Hef alltaf leyft öðrum að sjá um það í hópkynningum.. nú sit ég uppi með þetta sjálf..svo skipulögð alltaf ;)

geisp geisp..

sd

15 október 2007

Fyrsta hluta lokið..

Við skiluðum inn próf verkefninu okkar áðan - hjúkk it - gott að vera búin að þessu. Búin að vera löng og erfið helgi. Næsta 48 tíma verkefni tekur við kl.12 á miðvikudaginn þannig að ég þarf að nýta tímann vel þangað til. Svo lýkur þessu með munnlegu prófi á mánudaginn eftir viku.

Ég er þreytt - og það er alltaf jafn mikið andlegt sjokk að sá kennitölurnar okkar á forsíðu verkefnanna..ég er yfirleitt 10 árum eldri en restin af hópnum!! Dísess Kræst! Af hverju er ég ekki löngu búin með þetta skóla stúss og farin að lifa 'fullorðins' lífi???

pirr pirr..

06 október 2007

Sólríkur laugardagur

Það er sko ekki hægt að kvarta yfir haustveðrinu þessa dagana.. blankandi sól og 15 stiga hiti. Ekki slæmt... verra þykir mér að ég byrji bloggið mitt á að tala um veðrið - greinilega ekki mikið spennandi að gerast hjá mér þessa dagana.

En ég horfi voða mikið út um gluggann og dáist af sólinni því ég á í raun og veru að vera að lesa skólabækurnar ;) Næsta föstudag hefjast prófin.. eða hluti af þeim. 72 tíma hópvinnu heimapróf. Þarf semsagt að eyða þremur sólahringum með einum hópnum mínum að skrifa ritgerð.. vá hvað við verðum komin með nóg af hvert öðru eftir það! Svo tökum við munnlegt próf hvert fyrir sig sem byggist á ritgerðinni að mestu. Þetta er nú ágætis tilbreyting frá 4ra tíma skriflega prófinu. Hitt prófið er síðan einstaklings 48 tíma heimapróf.

Þessi próf klárast semsagt 22.október. Þá á sko að taka smá skurk hér innanhúss. Mála baðherbergið - veit einhver hvernig á að hreinsa gamla málningu af flísum?? Svo kíkjum við vonandi í IKEA að kaupa nokkra praktíska hluti.. sófinn flotti á að koma um þetta leyti líka.. þannig að vonandi verður komin einhver mynd á heimilið áður næsti fjórðungur hefst í skólanum ;)

Annars gæti orðið stuð í Köben í kvöld. Ungdómshúss fólk hyggst koma sér inn í nýtt hús í dag.. skil nú ekkert í þeim að segja öllum fyrirfram hvaða hús þau ætla sér inní! Nú er auðvitað löggan búin að umkringja húsið og er í viðbragðsstöðu ef til átaka kemur. Ég er hætt að botna í þessu og er bara fegin að búa í hæfilegri fjarlægð frá þessu öllu saman. Ég frétti t.d. ekki af síðustu uppþotum (í byrjun sept) fyrr en daginn eftir...

Að lokum vil ég benda ykkur á nýja flotta heimasíðu The Coffee Collective. Kaffibrennsla Klaus og félaga er að komast í fullt gang, kíkið endilega á hana hér . Á forsíðunni er svo linkur á bloggið þeirra ef þið viljið fylgjast mér hvað þeir eru að bralla.

Góða helgi!

02 október 2007

Verum dugleg að gefa blóð!

Alltof oft gleymir maður því hvað það er mikilvægt að gefa blóð reglulega. Ég bloggaði um Jón Gunnar um daginn sem lenti í alvarlegu bílslysi í síðustu viku.. fyrstu dagana eftir slysið þurfti að gefa honum 40 lítra af blóði! Takk fyrir.. það þarf hvorki meira né minna en 160 blóðgjafa til að safna þessu magni af blóði. Líðan Jóns er stöðug eins og er en honum er ennþá haldið sofandi í öndunarvél og er enn í lífshættu. Haltu baráttunni áfram Jón Gunnar, ég veit þú getur þetta!

Á meðan hvet ég alla sem hafa tök á að gefa blóð eins reglulega og hægt er!

sd

01 október 2007

Til hamingju með afmælið Höddi!


Jamms, maðurinn bara orðinn 32 ára! Úff það þýðir að styttist verulega í 31. afmælisdaginn minn... litlu börn foreldra okkar farin að verða fullgömul fyrir minn smekk!! ;)
En Höddi minn, þetta var nýjasta myndin sem ég fann af okkur saman (skömm að segja frá því).. tekin í sept 2005! En mér finnst hún samt vel við hæfi enda er hann mikill fallgöngugarpur. Þarna erum við að ganga Esjuna og ég held að eina ástæðan fyrir því að ég hafi stungið upp á þessari göngu hafi verið til þess að ganga í augun á honum Klaus mínum. Hann var í heimsókn hjá mér og ég greinilega að sýna honum hvað ég er mikil útiveru-og heilsubótarmanneskja.... ehemmm.. ;) Enginn þörf fyrir svoleiðis blekkingarleiki lengur.. he he.. ;)

En þessi bloggfærsla átti nú að vera um Hödda en ég get náttúrulega annað en blaðrað bara um sjálfa mig...
Innilegar hamingjuóskir með daginn Höddi minn. Vonandi hefur þú gert þér einhvern dagamun.. við erum nú slakir afmælisveisluhaldarar í þessari fjölskyldu.

Afmælisknús frá litlu systur..

sd

29 september 2007

Baráttukveðjur

Ég er mjög dugleg að skoða íslenskar fréttir á mbl.is og ég les alltaf nánar fréttir af slysum og þess háttar. Þegar ég las fréttina í fyrradag um alvarlegt bílslys á Hellisheiði eystri þá hvarflaði það nú aldrei að mér að ég þekkti nokkuð til þar. Í dag frétti ég hinsvegar að Jón Gunnar, gamall skólafélagi okkar Hödda bróður, er sá sem liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landsspítalans eftir þetta slys.

Jón Gunnar minn ég sendi þér og fjölskyldu þinni mín sterkustu strauma og baráttukveðjur. Ég vil ekki trúa öðru en að þú náir þér aftur á strik og ég veit að þú færð mikinn styrk frá góðri fjölskyldu og miklum vinahópi.

Hugsanir mínar eru hjá þér og fjölskyldu þinni.

23 september 2007

Lestrarhelgi..

Get ekki sagt annað en að ég sé stolt af sjálfri mér. Núna um helgina (frá fim-lau) var Nordic Barista Cup haldið í Gautaborg. Og ég var heima að læra!!! Þetta er í fyrsta skipti sem ég missi af þessu móti en það hefur verið haldið árlega frá 2003. En það er svona.. einhvern tímann verð ég að setja blessaðan skólann í forgang. Klaus er búin að vera í Gautaborg síðan á miðvikudaginn.. hann var einn af dómurum keppninnar.. og það er víst búið að vera geðveikt gaman.. Andvarp!! Svíþjóð vann og í verðlaun er ferð til Nicaragua í janúar.. ekki slæmt!

Ég er semsagt búin að vera að rembast við heimspekilegar hugleiðingar um aðferðafræði við viðskiptarannsóknir.. ekki beint mín sterkasta hlið.. sérstaklega þegar ég er ca. 500 blaðsíður á eftir með lesturinn eftir Mexíkó ferðine he he.. stundum skil ég ekki alveg hvað maður er að pæla!!

En til að gleðja mitt litla hjarta og sætta mig við þessi 'erfiðu' hlutskipti að missa af NBC 2007 þá keypti ég mér regnkápu á föstudaginn!! :) Búin að leita að góðri regnkápu í eitt og hálft ár! Skil hreinlega ekki hvað er lítið úrval af þeim hérna miðað við hvað rignir fáranlega mikið hérna á veturna.. og jú, á sumrin greinilega líka! Það er reyndar ein búð búin að vera mjög vinsæl en það þýðir að önnur hver manneskja hérna er í sömu skræpóttu regnkápunni sem kostar morðfjár takk fyrir!! Mín var á viðráðanlega verði fyrir fátæka námsmanninn gargar ekki á neinn þó að það séu smá litir í henni. En svo er bara búið að vera glampandi sól og blíða alla helgina!! Ég vil sko fá rigningu til að prófa nýju kápuna mína!! ;) ég þarf nú sjálfsagt ekki að bíða lengi.

túttírú..

sd

16 september 2007

Hitt og þetta..

Jæja það er nú alveg tæp vika síðan ég kom frá Mexíkó... Sú ferð gekk ljómandi vel. Það er alltaf voðalega vel hugsað um okkur dómarana þarna úti. Fórum út að borða á voða fínum veitingastöðum á hverju kvöldi, drukkum gæða tequila og skemmtum okkur vel. Keppnin gekk eins og í sögu og Salvador, meistarinn frá því í fyrra varði titilinn. Við náðum aðeins að skoða okkur um í borginni..fórum t.d í hús Fridu Kahlo og röltum um í huggulegum borgarhlutum sem ég man ekki hvað heita... ehhh.. ;) Kíktum á markað en ég fann ekkert sem mig langaði að kaupa.

Svo kom ég heim með einhverja magakveisu og jafnaði mig eiginlega ekkert fyrr en á fimmtudaginn. Drattaðist nú samt í skólann flesta dagana enda veitir ekki af ;) Helgin hefur aðallega farið í að taka uppúr kössum og reyna að skipuleggja eitthvað hér innanhúss.. þetta er nú allt að koma en samt svolítið tómlegt hér í stofunni vegna sófaleysisins ;) En við erum mjög afslöppuð yfir þessu og ekkert stress í gangi. Baðherbergið er sennilega næst á dagskrá... þegar ég nenni ;) Það fer voðalega vel um okkur hérna og ég er ástfangin af uppþvottavélinni okkar!! Finnst ég vera að græða þvílíkan tíma á því að þurfa ekki að standa í uppvaski lengur.. he he..

Svo fékk ég gleðifréttir í gærmorgun - Maj-Britt vinkona eignaðist litla stelpu á föstudaginn!! :) Allt gekk vel og litla fjölskyldan í Borgarnesi er náttúrulega í skýjunum. Innilegar hamingjuóskir til ykkar aftur elsku Maj-Britt mín!! Hlakka til að sjá myndir af skvísunni ;)


þangað til næst...

sd

02 september 2007

Flutt inn í eigin íbúð og farin til Mexikó ;)

Æi þið verðið að fyrirgefa bloggleysið þessa dagana. Eftir að hafa eytt tveimur æðislegum vikum heima á Íslandi í félagsskap góðra vina og ættingja þá kom ég beint heim til Köben í skólann og málningarvinnu. Búið að vera brjálað að gera að sinna skóla og íbúðinni á sama tíma... náðum svo loks að flytja í gær! Íbúðin er semsagt troðfull af kössum og dóti núna og á morgun sting ég af til Mexikó til að dæma á kaffibarþjónamótinu þar. Við komum semsagt bara til með að taka okkar tíma í að koma okkur fyrir... pöntuðum t.d. sófa í gær og fáum hann ekki afgreiddan fyrr en í lok október!! ehhm.. erum ekki alveg nógu vel skipulögð í þessi öllu saman.

En nýja addressan er þessi:
Kornblomstvej 7, 1.tv.
2300 København S

Við sváfum yndilega vel á nýja heimilinu okkar :) Þið fáið myndir þegar við erum búin að koma okkur þokkalega fyrir...

Best að hald áfram að taka uppúr kössum.. ;)

ta ta..

sd

12 ágúst 2007

Fleiri myndir á Flickr

Klaus er búinn að vera gjörsamlega ofvirkur að hlaða inn myndum á Flickr síðuna sína.. úff hvað ég er fegin að þurfa ekki að standa í þessu ;)

Það eru meðal annars komnar inn myndir frá Ástralíu - kominn tími til!!! og Barcelona.
Costa Rica myndir ættu að koma inn fljótlega..

Flickr

Svo er líka kominn linkur beint inn á síðuna hér til hægri.

knús,
sd

10 ágúst 2007

Nýjar myndir, próflestur og stress..

Er búin að vera með nefið ofan í bókunum síðan ég kom heim frá Japan.. prófið er á mánudaginn og ég get ekki beðið eftir að vera búin að þessu!! Ferðin til Japan var algjört æði.. Heimsmeistaramótið gekk hrikalega vel.. ofsalega vel skipulagt hjá Japönunum. James Hoffman frá Bretlandi tók við titlinum af Klaus og átti það svo sannarlega skilið. Í fyrsta skipti frá upphafi keppninnar var enginn keppandi frá norðurlöndunum í úrslitunum.. en Lene danska og Imma íslenska voru nú ansi nálægt því.. enda stóðu þær sig alveg hrikalega vel!! :) Þetta leiddi nú samt til þess að ég fékk að dæma í úrslitunum og mér fannst það sko ekkert leiðinlegt ;)

Eftir mótið héldum við svo nokkur námskeið bæði í Tokyo og Kobe.. og svo fengum við einn dag til að túristast í Kyoto sem var sko algjört æði þrátt fyrir 35 stiga hita og bullandi raka. Það var þvílíkt hugsað vel um okkur. Það var t.d. mikið lagt upp úr því að veitingastaðirnir sem við fórum á væru sko eins hefðbundnir og hægt væri. Við smökkuðum alls kyns mat sem við vitum enn ekki hvað var.. en flest smakkaðist vel ;) Var bara orðin helvíti flink með prjónana í lokin en samt orðin pínu þreytt á hrísgrjónum í öll mál. Svo lærðum við líka að borða sushi á réttan hátt.. ég fékk sko aldrei nóg af því!!

Klaus er kominn með Flickr síðu þar sem hann er búin að hlaða inn öllum myndunum.. og meira segja frá S-Afríku líka.. kíkið endilega hér!
Það var mikil upplifun að prófa Kimono-inn og þetta er eitthvað sem allir ættu að prófa ef þeir komast til Japan! ;)
Þegar þið skoðið myndirnar passiði þá bara að deyja ekki úr leiðindum yfir öllum kaffimyndunum!! he he..

En nú fer að styttast í að ég komi heim.. hlakka til að komast heim í smá afslappelsi. Er búin að vera ein taugahrúga síðustu daga. Gengi íslensku krónunnar er alveg að fara með fjárhaginn minn.. einmitt þegar ég þarf að fara að millifæra útborgunina fyrir íbúðinni. Þannig að plís veriði dugleg að bjóða mér í heima eldaðan mat og huggulegheit frekar en að standa í endalausum hittingum á rándýrum íslenskum kaffihúsum ;)

Hlakka mikið til að sjá ykkur!!

knús,
sd

28 júlí 2007

Farin til Tokyo

Vildi bara kasta á ykkur kveðju áður en við leggjum í hann. Erum á fullu að klára að pakka og svoleiðis. Ferðin leggst vel í okkur og það verður spennandi að sjá hver verður næsti heimsmeistari kaffibarþjóna..vona samt bara að við náum að sjá eitthvað af Tokyo en svo verðum við líka í Kobe og Kyoto.

Svo vil ég líka benda ykkur á nýjan link hér til hægri; The CoffeeCollective. Þetta er nýja fyrirtækið þeirra Klaus og félaga! Heimasíðan sjálf verður tilbúin í byrjun ágúst en þangað til þá blogga þeir um ganga mála. Þetta verður flottast kaffibrennslan í bænum... fylgist með! ;)

ta ta..

sd

23 júlí 2007

Afmælisbörn dagsins:

Elsku hjartans Klaus minn á afmæli í dag! Hann er orðinn 27 ára..bara alveg að ná mér! ;)
Við fórum í brunch í morgun niðrí bæ áður en hann fór í vinnuna og svo er von á vinafólki í mat í kvöld.. bara hugguleg stemmning.
Hér erum við hinsvegar uppi á Table Mountain í S-Afríku:

Svo er líka Unnur amma mín í Skálpagerði áttræð í dag. Innilegar hamingjuóskir aftur með daginn amma mín! Það var gott að heyra í ykkur afa í dag. Þau eru ásamt börnum og barnabörnum í Mývatnssveit í dag í tilefni dagsins.

Svo á hann José Luis frá Perú líka afmæli. Ég styrkti hann í gegnum SOS barnaþorpin í ca. 12 ár.. en hann varð víst 18 ára fyrir 2-3 árum síðan og þar með fullorðinn og genginn í herinn.. hef ekki heyrt frá honum síðan. ;)

ekki fleiri afmæliskveðjur í bili.. knús á línuna!

sd

22 júlí 2007

Lesturinn hafinn á ný...

Júbbs, það þýðir ekkert annað.. reyndar er prófið ekki fyrr en 13.ágúst en við verðum í Japan 28.júlí-8.ágúst þannig að það er eiginlega skuggalega stutt í það.

Við komum tilbaka frá S-Afríku á þriðjudaginn eftir vel heppnaða ferð. Fyrstu fimm dagana var stíft prógram frá morgni til kvölds.. við héldum námskeið fyrir kaffibaraþjóna alla dagana og svo var yfirleitt farið út að borða á kvöldin. Okkur var gjörsamlega spillt með dýrindis mat, víni og ostum. Svo í lokin höfðum við næstum þrjá daga til að skoða okkur aðeins um. Við leigðum okkur bíl í tvo daga og keyrðum um vínlöndin í kringum Cape Town og niður eftir þverhníptri strandlengjunni. Landslagið þarna er alveg stórkostlegt. Klaus tókst meira að segja að mana mig uppá Table Mountain sem er ægifagurt fjall sem gnæfir yfir borgina. Það er sko ekki mitt uppáhald að ferðast í kláfum sem hanga á einhverjum vafasömum köplum... ;) en það var sko sannarlega þess virði. Þessa síðustu daga tókum við nú slatta af myndum en höfum ekki haft tíma til að tæma myndavélina síðan við komum heim. Lofa að bæta úr því fljótlega... ehemm..hef heyrt þennan einhvern tímann áður ;)

Flugið heim var langt og leiðinlegt.. ég held að flugáhafnir stelist stundum til að takmarka súrefnisskammtinn í svona næturflugum svo það fari minna fyrir farþegunum. Það var óbærilega heitt og loftlaust og ferlega langt að líða (11.5 tíma flug)..svo tók við fjögurra tíma hangs í Amsterdam og tveggja tíma hangs hér á Kastrup þar sem helmingurinn af töskum farþeganna varð eftir í Amsterdam!! Þar á meðal okkar!! Hundrað manns hentust því í röð til að tilkynna fanangurs missirinn við þjónustuborð þar sem fjórir voru að afgreiða... vá hvað var síðan gott að komast heim í rúmið sitt :) töskurnar komust fljótt heim í þetta skiptið næsta dag.

Síðustu dagar fóru í að þramma götur miðborgarinnar til að finna afmælisgjöf handa kærastanum.. (hann á sko áfmæli á morgun) og hún fannst loks í gær.. þannig að nú get ég andað rólega og reynt að einbeita mér að lestrinum. Við gerum nú samt eitthvað huggó á morgun.. en annars er það EKKERT nema lestur næstu daga!!

og hana nú!!

06 júlí 2007

Allt á floti alls staðar..

Jamms.. Eitthvað er nú að stytta upp núna en ég veit ekki hvað það endist lengi. Það hefur sem betur fer ekki flætt neitt inná okkur en það er rosalegt að sjá ástandið sums staðar rétt fyrir utan Kaupmannahöfn - allt gjörsamlega á floti.

Mér bauðst líka að vera að vinna á Hróarskeldu hátíðinni eins og í fyrra... Vá hvað ég er fegin að ekkert varð úr því!! Þvílíkt drullusvað!!

En að betri fréttum... við skrifuðum undir pappíra í dag varðandi kaupin á íbúðinni! Gott að geta gengið frá þessu áður en við förum til S-Afríku. Nú þarf bara að skrapa saman peningana fyrir 14.ágúst. Ég kem þar af leiðandi til Íslands sæl og auralaus! ;)

Erum að hamast við að pakka... flug kl.6 í fyrramálið. Júlí er kaldasti og blautasti mánuður ársins í S-Afríku!! Þannig að við losnum ekkert undan rigningunni í bili!!

Þangað til næst - hafið það sem allra best..

sd

04 júlí 2007

Nýtt símanúmer..

Jamms ég er komin með nýjan síma og nýtt númer. Kaupi aldrei Samsung aftur! Í gær var ég að reyna að senda ykkur flestum hóp sms af netinu (vodafone.is) með nýja númerinu...eða til þeirra númera sem ég man sjálf ;) Látið mig endilega vita þau sem hafa fengið skilaboðin... er sko að reyna að nýta mér þessa fríu þjónustu þar sem síðasti símreikningur var skuggalega hár.. ehemm..
Svo á ég eftir að flytja símaskránna úr gamla símanum yfir í nýja.. kann ekkert á svona dót. Fyrst að kærastinn er kominn heim þá ætti hann að geta hjálpað mér við þetta ;)

So darlings.. sendið mér endilega komment eða sms ef þið hafið fengið skilaboðin...eða ekki.

tusind tak!

sd

29 júní 2007


Smá blaður..


Aðalplönin mín fyrir sumarið (fyrir utan ferðalögin) voru að njóta sumarblíðunnar og liggja í sólbaði, finna íbúð og æfa mig í dönsku. Ég er búin að finna íbúðina..hér hefur rignt nánast non-stop í tvær vikur og ég er ein í kotinu og flestir sem ég þekki í sumarfríium eða á kafi í vinnu.

Undanfarna daga er ég búin að afreka að hanga inni og horfa á a.m.k. 50 þætti af Grey's Anatomy á TV Links, er inni í öllu slúðrinu sem birtist á People.com og augnbrúnirnar mínar hafa aldrei verið jafn vel plokkaðar.

Og ég er að skrifa CV svo ég geti sótt um vinnu með skólanum.. Ég verð 31 árs á þessu ári og ég hef aldrei áður skrifað CV vegna atvinnuumsóknar... eða bara þurft að skrifa formlega umsókn vegna vinnu! Pælið í því!! Á Íslandi hef ég alltaf fengið vinnu í gegnum fólk sem ég þekki eða kannast við.. maður hringir bara eða mælir sér mót við einhvern og spjallar aðeins.. Dísess kræst hvað ég er spillt! Hérna er ég bara enn einn útlendingurinn í atvinnuleit sem talar lélega dönsku!

Þetta er nú hálf vandræðalegt ;)

25 júní 2007

Húsnæðismálin að reddast :)



já loksins er eitthvað að gerast.. Við höfum ákveðið að festa kaup á "andelsbolig" hér á Amager, rétt hjá þar sem við erum núna :) Ég er ferlega ánægð með þessa ákvörðun og hlakka mikið til að koma mér almennilega fyrir.

Andelsbolig þýðir að þá er maður í raun að kaupa hlut í sameignarfélagi um heilt fjölbýlishús eða bara nokkra stigaganga, þau eru mjög misstór. Þá er íbúðaverðið töluvert lægra en venjulegt fasteignaverð og einnig er greitt mánaðargjald sem fer í alls konar viðhald, tryggingar og fasteignaskatt. Það getur verið mjög erfitt bara að fá að skoða svona íbúðir því yfirleitt eru biðlistar eftir þeim og ef þær eru auglýstar hafa miljón manns samband og bjóða jafnvel seljandanum peninga undir borðið til þess að fá íbúðina. En við vorum fyrst til að koma og skoða íbúðina og vissum um leið og við gengum inn að þarna gætum við sko alveg búið og málið var afgreitt!

Þetta er mjög dæmigerð 2ja herb. dönsk íbúð, með fallegu trégólfi og baðherbergi sem er 1,5 fm2! Það er nú samt pláss fyrir sturtuhengi þannig að maður er ekki í sturtu yfir bæði vaskinum og klósettinu. Hún er ekki nema 57 fm2 en vel skipulögð og björt. Nýtt eldhús (2ja ára) með innbyggðum ískáp/frysti, gaseldavél og uppþvottavél... og nóg pláss fyrir espressóvélina!! ;) Bara fínustu byrjendakaup og dugar okkur sko alveg í nokkur ár!!
Til þess að byrja með ætlum við bara að mála. Svo verður kannski freistandi að opna betur hurðirnar inní eldhúsið og stofuna (svipað eins og ég gerði á Ránargötunni) og gera eitthvað við blessaða baðherbergið..en það er alls ekki nauðsynlegt strax.

Við fáum afhent 1.sept sem hentar mjög vel.. við erum alltof upptekin af ferðalögum í sumar til að standa í þessu fyrr.. og Mie er mjög ánægð með að við flytjum ekkert frá henni fyrr en Rasmus er komin heim.

Þetta verður nú alveg drullustrembið.. aldrei auðvelt að borga af íbúð á námslánum! Þannig að ætli ég reyni nú ekki að finna mér einhverja aukavinnu með skólanum og minnki nú aðeins öll þessi ferðalög.. maður getur víst ekki allt!

Það er því ágætt að ég nái að heimsækja þrjár heimsálfur áður en frelsinu lýkur ;) Suður Afríka var nefnilega að bætast við ferðalagalista sumarsins!! Klaus var ráðinn í meiri vinnu þar og vinnuveitandinn bauð mér með. Ég næ því að ferðast til S-Afríku, Japan og Mexíkó (og auðvitað Íslands) á næstu þremur mánuðum.. Svo tekur raunveruleikinn við og kapphlaupið við að borga reikningana sína!! ;)

ta ta..

sd

p.s. síminn minn en dauður..gæti þurft að fá mér nýtt númer, læt ykkur vita.

18 júní 2007

Er ekki kominn tími á blogg?

Það er svo sem ekkert mikið að frétta.. Sumarfríið mitt byrjaði með þvílíkri hitabylgju, glampandi sól og 25-30 stiga hita nokkra daga í röð. Hér var grillað kvöld eftir kvöld, legið í sólinni, vinir heimsóttir í Malmø (grillað þar líka) og ölið þambað. En svo er líka búið að rigna stanslaust í fjóra daga núna þannig að freknurnar tíu sem ég náði mér í í hitabylgjunni eru horfnar! ;)
Ég hef samt notað tímann í rigningunni vel. Sótti sumavélina fínu í geymsluna og er búin að breyta nokkrum flíkum sem ég var ekki nógu ánægð með og notaði því aldrei. Gerði pils úr einum kjólnum..annar kjóll breyttist í topp og tveir sumarkjólar voru þrengdir.. ó hvað ég er ánægð með saumavélina mína!! :)

En það er gott að komast í smá frí frá skólanum.. síðasta prófið var hræðilega langt og erfitt en niðurstöður fást ekkert fyrr en eftir ca. 4 vikur... og því ekkert hægt að gera við því núna annað en að njóta lífsins.

Luna greyið (11 ára) er inni á spítala. Hún slasaði sig í fótbolta í gær og eftir margra klukkutíma prósess á slysó kom í ljós að hún braut upphandlegg svo illa að hún þurfti í aðgerð til að koma brotinu saman aftur. Þær mæðgur þurftu því að gista á spítalanum. Jonas (5 ára) er því með okkur í dag..og honum finnst sko ekkert leiðinlegt að hanga með Klaus frænda sínum! Málið er að eftir að Rasmus fór aftir til Afganistan eftir fríið að þá er Jonas búinn að vera rosa lítill í sér.. er ekki alveg að skilja hverju pabbi hans þarf að vera að þvæla þetta. Þannig að þegar Klaus kom frá Afríku þá tók Jonas algjöru ástfóstri við hann og núna má sko t.d. enginn hátta hann á kvöldin nema Klaus! Mie finnst þetta sko bara fínt og ég held að Klaus hafi bara lúmskt gaman af þessu ;) Ég vona að það fari ekki alveg með litla skottið þegar Klaus fer til Mexíkó á sunnudaginn...

Annars er ég sennilega líka á leiðinni til Mexíkó! En ekki fyrr en í september..til að dæma á Mexíkóska kaffibarþjóna mótinu. Þannig að ég er strax byrjuð að plana skróp á næsta skólaári..ehhh..

En allavega.. ég á skemmtilegt stefnumót í dag! Guðný Ósk systurdóttir mín er Kaupmannahöfn! 12 ára skvísan! Hún er að heimsækja ættingja úr föðurfjölskyldunni sem búa rétt fyrir utan Köben. Við hittumst reyndar líka á föstudaginn og ég aðstoðaði hana við smá powershopping í H&M. Í dag ætlar Ósk (föðursystir hennar) að skutla henni í bæinn til mín svo við getum hangið aðeins og svo fer ég með henni í lestinni til Solrød Strand og við borðum saman hjá Ósk og familíu - huggulegt plan ekki satt?

Þá segi ég bara til hamingju með gærdaginn elskurnar! ;)

sd

07 júní 2007

24 tímar í sumarfrí!! ;)

..og tæplega það meira að segja og samt finnst mér ég ekki neitt vitrari síðan síðast þrátt fyrir að hafa hangið yfir bókunum. (?) Úti er sannkölluð bongóblíða og það verður yndislegt að komast í lunch með stelpunum úr skólanum á morgun, strax eftir prófið. Ég hjólaði aðeins í gegnum miðbæinn í gær og öll kaffihús og veitingastaðir með borð úti voru troðfull og æðisleg stemmning. Í gær varð ég að láta mér nægja að hjóla bara framhjá en á morgun verð ég akkúrat þarna!! Með eitthvað gott að borða og kalt hvítvín!! ;) Svo ætla ég að fara og kaupa mér sumarkjól í tilefni dagsins :) Um kvöldið er nefnilega smá hittingur og þemað er 'sumarkjólar og opnir skór'...

Svo er elsku Klaus kominn heim :) Og kom meira að segja degi fyrr en ég átti von á. Eitthvað hafði ég ruglast með dagsetningar og hann kom heim gærmorgun eftir velheppnaða ferð til S-Afríku og Kenýa. Æ hvað er gott að hafa hann heima núna - í 3 vikur eða svo því þá stingur hann af til Mexco City. Við ætlum að hafa það ferlega huggó um helgina.. það er spáð bongóblíðu og helst viljum við fara bara í einhvern garð með góðgæti og svalandi drykki og hanga þar og láta sólina sleikja okkur.

Æ hvað lífið er ljúft!

sd

04 júní 2007

4 dagar í sumarfrí!!

..og ég get ekki beðið! Er alveg komin með gubbuna fyrir þessum lestri og er öll orðin meira og minna skökk og stíf í skrokkinum. Gamla greyið! ;)

Annars er alls ekki neitt að frétta.. bara komin með algjörlega nóg af því að hanga svona með sjálfri mér. Mér finnst ég sko frekar glataður félagsskapur!! Mér verður nú samt meira úr verki af því að læra ein því ég fer bara eitthvað að kjafta ef ég læri of mikið með öðrum. Ætla samt að hitta eina bekkjarsystur mína á morgun svo við getum borið saman bækur okkar. Ó já, eins og þið sjáið, margt spennandi að gerast!!

Var í prófi í morgun.. gekk bara skítsæmilega. Og ég er hætt að svara sms-unum frá Klaus þar sem hann segir frá ævintýrum sínum í Kenýa. Hef sko engan áhuga á safari ferðum, viltum ljónum, fílum eða gíröffum... oj bara. Hverjum er ekki sama??! ;)

pirr pirr pirrr... :(

sd

30 maí 2007

Rugluð í Ríminu..

Það er eitthvað eirðarleysi í mér í dag. Er búin að vera ótrúlega dugleg að læra undanfarna daga en í dag gat ég varla setið kyrr í 5 mínútur.. fann mér alltaf eitthvað annað að gera. Á endanum dreif ég mig út í göngutúr í ca. 40 mín til að hreinsa hugann. Svo settist ég niður aftur.. var góð í ca. hálftíma en svo var þolinmæðin þrotin á ný. pirr pirr.. Ég hefði sennilega bara átt að taka mér frí frá lestri í dag. Þannig að núna er ég bæði pirruð yfir því að hafa ekki áttað mig á því fyrr og á sama tíma með samviskubit yfir því hvað mér varð lítið úr verki í dag!! Ég er þegar komin með prófhnút í magann þó að það séu heilir fimm dagar í fyrra prófið - á ekki svona lagað að eldast af manni hvernig er þetta eiginlega???!

Svo er ég á sama tíma drullufeginn yfir því að Klaus er í burtu svo ég fái 'frið' til að læra en svo sakna ég hans líka svo hræðilega mikið að ég að ég veit ekkert hvernig ég á að vera.. :( Hann er nú kominn til Kenía eftir rúma viku í Cape Town, S-Afríku og kemur heim aftur á fimmtudaginn í næstu viku.

Þannig að ég veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga þessa dagana.. andvarp!!

En það eru samt góðar fréttir! Ég er búin að kaupa flugmiðana til Íslands!! :) Kem til landsins um kvöldið 14.ágúst og verð í fimm daga í Reykjavík. Fer svo norður með millilendingu í Borgarnesi. Held að ég nái viku fyrir norðan, flýg svo tilbaka 27.ágúst. Klaus ætlar að reyna að koma yfir langa helgi í lokin og vera samferða mér tilbaka en það kemur í ljós á næstu vikum.

Ó hvað ég hlakka til!!! :) er sko ekkert rugluð í ríminu hvað það varðar!!

Góða nótt elskurnar,

sd

24 maí 2007

Eitt lítið blogg fyrir háttinn..

Æi hvað það gladdi mitt litla hjarta að fá öll þessi komment frá ykkur - þó að ég hafi þurft að reka pínu á eftir þeim hehe.. ;)

Hérna megin eru síðustu fyrirlestrar skólaársins að klárast á næstu dögum og ég er smám saman að hrökkva í lesgírinn. Blessuð blíðan truflar samt einbeitinguna en 'sem betur fer' er spáð þrumuveðri alla helgina þannig að ég ætti að geta haldið mig inni ;)

En meira varðandi heimsóknina í ágúst. Þónokkrir búnir að spyrja um dagsetningar.. ég kem um eða uppúr miðjum ágúst, sennilega 15.-17. ágúst.. fer allt eftir dagsetningunni á prófinu (og úrvali af flugferðum þegar skólinn drattast til að staðfesta dagsetninguna) og verð vonandi í 2 vikur. Líklegast flýg ég til Rvk og verð nokkra daga þar.. kem mér svo norður og vonandi með viðkomu í Borgarnesi að kíkja á bumbulínuna þar (kannski maður fái barasta að gista í nýju höllinni Maj Britt??). Nú ef ég þekki eina frænku mína rétt þá spyr hún núna hvort ég komi ekki líka við á Króknum á leiðinni norður??? En Guðný mín ég vil frekar koma mér beint norður frá Borgarnesi og betla síðan einhvern einkabíl til þess að kíkja aftur á ykkur svo ég þurfi ekki að vera háð einhverjum blessuðum rútugörmum endalaust. Vá hvað er langt síðan ég hef komið á Sauðárkrók!!

En jamms, vonandi næ ég viku fyrir norðan og get flogið þaðan aftur til Köben. Og ég segi bara ég ég ég.. veit nefnilega ekki ennþá hvort Klaus kemst með :( Það verður sennilega mikið að gera hjá honum á þessum tíma en ég nenni sko ekkert að bíða eftir því að hann hafi tíma til þess að koma með mér!! Vonandi kemur hann bara beint til Akureyrar í lok dvalarinnar og verður svo samferða mér heim. Sjáum bara til.. en svona er planið í bili.

En elskurnar mínar.. ég ætla að koma mér í bólið - langur dagur í skólanum á morgun.

Góða nótt börnin góð!

sd

15 maí 2007

Sumarplön..

Ég hef nú aldrei verið þekkt fyrir að standa við langtímaplön en vonandi ræð ég við að skipuleggja næstu þrjá mánuði eða svo.. ;)

Nú er fyrsta árið í CBS alveg að klárast..síðasta prófið er 8.júní. Þá verð ég búin að afreka að klára 1sta árið í viðskiptafræði TVISVAR!! Með mismunandi áherslum samt.. svaka stolt eða þannig!! Ég væri sko að klára námið núna um áramótin hefði ég haldið áfram í HR!! En það er svona.. hvað gerir maður ekki fyrir ástina?! ;)

En áfram með plönin.. svo hef ég ca. 6 vikur til að spóka mig í dönsku sólinni, lifa á kærastanum, finna íbúð og æfa mig í dönsku!!

Eftir miðjan júlí hefst undibúningur fyrir fjandans upptökuprófið.. svo skjótumst við til Tokyo í rúma viku um mánaðarmótin júlí/ágúst til að dæma á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna. Kem svo heim, held áfram að læra og rúlla upp helv..prófinu í viku 33! Eins gott að skólinn standi við dagsetningarnar!! ;)

Svo er planið að ljúka sumrinu á mínu ástkæra Íslandi strax eftir prófið og vera vonandi í allavega 10 daga :) Gæti þurft að skrópa nokkra daga í skólanum, en það yrði sko ekkert nýtt.

Þetta er ég búin að skrá mjög vandlega í dagbókina mína eins og sannur Dani - þeir plana sko ekki eina einustu bíóferð án þess að kíkja í dagbókina sína! - þannig að þetta getur ekki klikkað!

Annars er búið að vera fullt hús hér í nokkra daga.. Klaus og Rasmus komu báðir heim í síðustu viku en það fer bara ótrúlega vel um okkur öll hérna. Við Klaus verðum svo ein í kotinu frá og með morgundeginum og þar til hann fer til Afríku á sunnudaginn..það verður ágætt að fá að vera útaf fyrir okkur í nokkra daga ;) Svo kemur fjölskyldan öll heim aftur um miðja næstu viku. Ég fæ því góðan frið til að læra í nokkra daga - ekki veitir af.

Ekki meira að frétta héðan.. hvað með ykkur? það væri nú gaman að fá stundum fleiri komment en bara frá mömmu sinni, ha? - en takk samt elsku mamma!! ;)

sd

11 maí 2007

alveg tóm í hausnum..

Lúðinn ég gleymdi að kjósa!! Hef svo sem aldrei verið þekkt fyrir að kjósa gáfulega þannig að það er enginn svaka missir af atkvæðinu mínu... ;)

sd

04 maí 2007

Lúxus líf..

ég verð nú að segja að það fer voðalega vel um mig hérna hjá Mie og krökkunum. Ég hélt fyrst að ég þyrfti að hanga tímunum saman á skólabókasafninu og læra því það væri ómögulegt að einbeita sér hér með fullt hús af fólki... En það er sko munur á 4ra og 2ja herbergja íbúðum. Hér get ég bara lokað að mér og verið í friði að læra. Hér er alvöru skrifboð og þægilegur stóll í stillanlegri hæð.. Í hinum íbúðunum okkar var alltaf opið á milli svefnherbergis og stofu þannig að við skötuhjúin vorum einhvern veginn alltaf ofan í hvort öðru og því erfitt að einbeita sér... og ég hef aldrei komið því í verk að kaupa mér almennilega skrifborðsstól og notaði alltaf bara ferlega óþægilegan IKEA klappstól við alltof hátt borðstofuborð - alls ekki gott fyir kroppinn til lengri tíma!!
Og svo er það besta - BAÐHERBERGIÐ!! Ég þarf ekki að standa í þrengslum á milli klósettsins og vasksins þegar ég fer í sturtu!! Neheits, það er sko alvöru sturta, hiti í gólfinu, þarf ekki að skafa gólf og veggi eftirá og hægt að hafa snyrtidót, handklæði og wc pappír þar inni án þess að allt drukkni þegar einhver fer í sturtu! Er þetta ekki yndislegt?? ;) Ég þarf ekki að panta þvottatíma með fyrirfara og það er uppþvottavél í eldhúsinu!!! :) Úr herberginu okkar er hurð útí garð og hér er hátíð hjá krökkunum þegar ég elda þar sem mamma þeirra er sérstaklega mislukkuð í eldhúsinu.. ég hef sjaldan fundið fyrir jafn miklu þakklæti fyrir meðalhæfni mína í eldhúsinu eins og hér á Kongedybet 11. :)

Nú erum við Klaus komin í klípu því héðan í frá sætti ég mig ekki við neitt annað en allar þessar bráðnauðsynjar á okkar næsta heimili!!! ;)

sd

01 maí 2007

Flutt inná ættingjana..

jamms.. við fluttum okkur niður um fjórar hæðir um helgina inná Mie og krakkana. Og í gær stakk Klaus af til USA og verður fram í miðja næstu viku. En það fer nú bara ágætlega um mig hérna og Mie er dauðfegin að fá smá félagsskap meðan Rasmus er í Afganistan og fá einhvern til þess að leysa hana af í eldamennskunni stöku sinnum. Reyndar er von á Rasmus heim í 3ja vikna leyfi í næstu viku.. þá verður kannski soldið þröngt hjá okkur ;) En familían ætlar reyndar að ferðast slatta á meðan hann er heima þannig að ég verð kannski bara ein í kotinu þegar Klaus fer til Afríku í lok maí..

En hjá mér er bara allt brjál að gera í skólanum. Ég finn svo sannarlega fyrir 2ja vikna skrópinu mínu núna og það er hópverkefnavinna í hverri viku út þennan fjórðung. Það kemur sér semsagt ágætlega að vera laus við kærastann nánast allan maí mánuð! ;) Æi ég sakna hans nú samt mjög mikið þegar hann er á þessum þvælingi!

Annars er lítið annað að frétta.. Erum reyndar búin að panta flug á Heimsmeistaramót kaffibarþjóna í ár sem er haldið í Tokyo!! Vííí..hvað það verður spennandi - samt ekki fyrir peningabudduna þar sem ég þarf núna í fyrsta skipti að borga allt sjálf :( Hingað til hafa Kaffitár og Estate Coffee styrkt mig til heimsmeistaramóts ferðanna en þar sem ég vinn víst hvergi núna þá verð ég bara að sjá um þetta sjálf.. kræst hvað er búið að spilla manni!! ;) og núna er ég bara alls ekkert viss hvort ég hafi efni á að koma heim til Íslands í sumar.. :( Var að fatta að ég lét skipta námlánunum niður í 9 greiðslur í stað 10 þannig að ég er algjörlega á kúpunni næstu þrjá mánuði með enga innkomu og enga vinnu!!! Úpps!! Voðalega getur maður verið utan við sig stundum!!

meira seinna..

sd

24 apríl 2007

Hvar á ég að byrja?..

Það náttúrulega gengur ekki að láta svona langt líða á milli blogga! Það er búið að vera nóg að gera skal ég segja ykkur..

Páskafríið var voðalega notalegt á Vestur Jótlandi.. ég fékk að sjálfsögðu sent íslenskt páskaegg frá ma&pa ásamt meiru íslensku góðgæti. Reyndar lagðist Klaus í flensu pákahelgina.. og þá ekki slæmt að hafa mömmu sína til að hugsa um sig!! ;) Þessir karlmenn geta nú breyst í svoddan smábörn þegar þeir komast á hótel mömmu...
--
Þegar við komum tilbaka helltist flensan hinsvegar yfir mig, auðvitað daginn áður en við flugum til Íslands :( Ferlega var það svekkjandi... Ég var semsagt heima í nokkra daga að dæma á Íslandsmóti kaffibarþjóna en náði eiginlega ekki að hitta neina :( Reyndi að hvíla mig sem mest á milli þess sem við vorum að dæma uppí MK. Imma frá Kaffitár varð Íslandsmeistari annað árið í röð.. stóð sig hrikalega vel stelpan! Svo var auðvitað fínasta partý um kvöldið 'a la íslenskir kaffibarþjónar'
Svaka stuð í Saltfélaginu..

???

Elfa og Imma


Morgunin eftir var okkur svo boðið í dýrindis brunch í Efstasundinu þar sem við hittum Mömmu, pabba, Hödda, Snæju, Frikka, Daníel, Jóhannes, Ragnheiði og auðvitað hundana þrjá... Það var gott að sjá allavega einhverja úr fjölskyldunni é þessasri stuttu ferð.

Svo komum við heim til Köben.. Klaus fór til Þýskalands daginn eftir, ég kíkti einn dag í skólann og hitti svo Klaus í Barcelona næsta dag. Ó hvað það var yndislegt að koma þangað aftur.. Skil ekkert af hverju ég lét svona langan tíma líða síðan ég fór síðast. Ég var mætt hálfum degi á undan Klaus þannig að ég skellti mér í heimsókn til Höllu, Arnars og Uglu. Halla var á leiðinni til Amsterdam strax morguninn eftir þannig að ég var heppin á ná á þeim öllum saman..

Mér var boðið í mat og Arnar galdraði fram dýrindis fiskisúpu og við kjöftuðum fram eftir kvöldi... Það besta var samt að það var eins og við hefðum hist í gær síðast! Það er svo frábært þegar maður getur treysta á að vináttan breytist ekkert þó að langt líði á milli hittinga!! :)

En við vorum fyrst og fremst í Barcelona til að útbúa kaffidrykki fyrir stóran Philips fund. Í einn og hálfan daga hömuðumst við á espressóvélinni þegar ca. 300 manns frá Philips voru í pásum frá löngum og ströngum fundarhöldum um markaðsmál. Þetta var allt haldið á Hilton hótelinu við ströndina þannig að það fór voðalega vel um okkur..
Á kvöldin reyndum við svo að túristast aðeins (1sta skipti Klaus í Bcn) og borða góðan spænskan mat.. ;)
Mætt niðrí bæ..

Ummmm..tróðumst hér inn og fengum okkur Cava og Tapas..

Á þakinu á Casa Milá..

Meiri Tapas.. ;)

Á Íslandi kynntumst við Chiöru sem er spænski kaffibarþjónameistarinn. Hún var komin til Íslands til að læra meira... Við kíktum auðvitað á hana í Barcelona og við fórum með henni til brennslumeistarans hennar sem á mjög kósí kaffibrennslu ekki svo langt frá þar sem ég bjó seinni veturinn minn þar. Hafði oft labbað þarna fram hjá en vissi náttúrulega EKKERT um kaffi þegar ég bjó í Bcn.

Chiara (frá vinstri), Klaus og Salvador brennslumeistari..

Við komum heim seint á föstudagskvöld og strax morguninn eftir tók við Danska kaffibarþjónamótið. Ég var að dæma þar bæði lau og sunnudag og Lene Hyldahl frá Álaborg bar sigur úr býtum. Hún stóð sig hrikalega vel og þetta er í fyrsta skipti sem sigurvegarinn hér er kona og ekki frá Kaupmannahafnarsvæðinu.. kominn tími til!

Jæja.. þetta verður að duga í bili. Vegna allra þessara ferðalaga þá er auðvitað lesefnið fyrir skólann búið að hrúgast upp hjá mér.. verð að vera dugleg næstu vikurnar!! Wish me luck!! ;)

sd

03 apríl 2007

Í Páskafríi..

Þetta er nú búið að vera hálfgert letilíf hérna eftir að prófunum lauk. Ég þurfti nú smástund líka til að komast uppúr bömmernum eftir prófin.. Ég var nefnilega að vonast til þess að ég kæmist í gegnum fyrra prófið þó svo að ég hafi legið í flensu tvo síðustu dagana fyrir prófið. Hélt að ég væri kannski samt búin að læra alveg nóg..Það var nú fullmikil bjartsýni!! Ég skilaði því bara inn auðu, nennti ekki að rembast við eitthvað þarna í fjóra tíma sem ég vissi að ég gæti ekki og fór því heim að læra fyrir næsta próf. Það var munnlegt.. ekki mitt uppáhalds. Var algjör taugahrúga þarna inni, stamaði og talaði á tvöföldum hraða til skiptis... en fékk fínustu einkunn, hjúkk it!! Ég fann nú samt ekki fyrir sama létti og vanalega þegar þetta var búið því það bíður mín náttúrulega upptökupróf í ágúst..glatað!! ég er ferlega svekkt út í þessa fjandans flensu!

Núna hangi ég nánast allan daginn á netinu að reyna að finna húsnæði að flytja inní eftir tæpan mánuð!! Gengur ekki neitt :( Ég svara fullt af auglýsingum en fæ engin svör. Það hafa nú samt tveir svarað okkar auglýsingu!! Annar bauð okkur 30fm íbúð á ca. 60.000 ískr og hinn bauð íbúð í Árósum!! Hvað er að þessu liði???

Kræst hvað ég get pirrað mig mikið yfir þessu! ;) En allavega..nóg af nöldrinu!

Á fimmtudagskvöldið keyrum við með Mie til Jótlands og þar verður væntanlega tekið á móti okkur með yndislegum aldönskum sveitamat :) Komum svo tilbaka á mánudaginn og ég kíki einn dag í skólann áður en við komum til Íslands á Kaffibarþjónamótið - JEIIII!!

Daginn eftir að við komum þaðan fer Klaus beint til Þýskalands í 1-2 daga og þaðan beint til Barcelona. Og hver fer að hitta hann þar???? ÉG!!!! :) Þegar Klaus byrjaði að vinna svona mikið fyrir Philips þá sögðu þeir að ég mætti nú einhvern tímann koma með og þegar ég heyrði að hann væri að fara til BCN þá bað ég hann pent um að minna þá á þetta loforð ;) Ég fæ semsagt að koma með sem 'aðstoðarmaður'.. Veit nú ekki alveg hvað þetta kemur til með að þýða..hvort ég verð föst inná einhverri söluráðstefnu allan tímann eða hvað?? Við höfum allavega tvö kvöld laus og mestallan föstudaginn... það verður æði að koma þangað aftur þótt það verði stutt :)

ta ta..

sd

27 mars 2007

Enn eitt krílið á afmæli í dag!!

jamms og allt sömu megin í fjölskyldunni.. Hann Nökkvi litli, Sunnu og HJÖRVARSsonur (hint frá Gunna!!) er eins árs í dag!! ;) Ég fann því miður enga mynd.. en hann er mikið augnayndi trúiði mér! :) Bestu afmæliskveðjur til stórfjölskyldunnar á Ósi!

Annars er próf á morgun líka... og svo páskafrí VÍíÍí!! ;)


og var ég nokkuð búin að nefna 'vinnu'ferðina til Barcelona í apríl?

;)

25 mars 2007

Bömmer!

Það er próf hjá mér á morgun og á miðvikudaginn og ég er löggst í flensu!! :( Glötuð tímasetning!! Er gjörsamlega stútfull af hori, hægra augað á mér grætur stanslaust, hósta eins og vetleysingur og með hita.... Klaus má vera feginn að vera í Svíþjóð þessa dagana.
Ég ætla nú samt að reyna að drattast í prófið á morgun.. nenni sko ekki í sjúkrapróf í ágúst!! en ég hef nú lítið getað lært síðan seinnipartinn í gær þannig að prófið getur nú varla gengið mjög vel.. kannski verður það þá bara upptökupróf í ágúst! Pirr pirr pirr!!

en að öðru skemmtilegra..

Tveir litlir gríslingar eiga afmæli í dag og á morgun..

Katrín Björk frænka mín (Sveinudóttir) er held ég barasta 4 ára í dag og á morgun verður litli töffarinn systursonur minn Halldór Smári 5 ára.. og þau búa í sama húsinu þannig að það er eflaust líf og fjör á Öngulsstöðum 3 þessa dagana! ;)
Til hamingju með afmælið bæði tvö!!


sd

14 mars 2007

Farin til Eistlands..

og hlakka mikið til að hitta Sonju þar og reyna mitt besta að sjá aðeins af Tallinn á milli kaffikeppna ;)

Skilaði af mér verkefni í gær 3 dögum fyrir síðasta skilafrest!! Það hefur nú aldrei gerst áður.. maður þarf greinilega að hafa einhver ferðaplön í gangi til að sparka aðeins í rassinn á manni ;) En nú er þriðja fjórðungnum í skólanum að ljúka og ég kem tilbaka á sunnudaginn beint í viku upplestrarfrí fyrir næstu próf. Jamms, ég hef sagt það áður og segi það aftur.. KRRÆÆST hvað tíminn flýgur áfram!!!

ta ta..

sd

09 mars 2007

Gígja vinkona á afmæli í dag!!


Til hamingju með daginn elsku Gígja mín. Vona að þú njótir hans vel!
Getur það passað að við séum búnar að þekkjast í rúmlega 15 ár??
Mér fannst sko Gígja þvílíkt borgarbarn þegar hún flutti úr Rvk í Eyjarfjarðarsveit og byrjaði að vinna með mér í Blómaskálanum Vín, í sumarvinnu og með skóla. Við urðum fljótt góðar vinkonur, hún kynntist Tomma sínum og ég man mjög greinilega eftir einum samtali sem við áttum varðandi framtíðina. Við sátum í mat í vinnunni, Gígja og Tommi voru búin að vera saman í 1-2 ár (já, við unnum LENGI í Vín!!) og við vorum að tala um brúðkaup. Ég nefndi eitthvað um hvað ég hlakkaði til að sjá hvernig brúðkaup hennar og Tomma yrði. Gígja leit á mig stórhneyksluð og sagðist sko ekkert vita hvort mér yrðið boðið og hvort hún vissi yfir höfuð hvort við yrðum ennþá vinkonur þegar að því kæmi að hún myndi gifta sig! Mér fannst þetta nú ferlega asnaleg viðbrögð..var náttúrulega svo barnaleg eitthvað og leit bara á það sem sjálfsagðan hlut að við yrðum vinkonur það sem eftir er.

Núna þegar ég lít tilbaka vil ég meina að Gígja hafi verið alveg einstaklega bráðþroska í hugsun ;) að gera sér grein fyrir þessu, því það eru svo ótrúlegar margar æskuvinkonur sem maður er alveg búin að missa samband við en maður hélt alltaf að þetta yrðu sömu samlokusamböndin að eilífu.

En mér var nú boðið í brúðkaupið :) Og við höfum verið góðar vinkonur alla tíð síðan. Það líður oft alltof langt milli þess að við sjáumst en þegar við hittumst loks þá er eins og ekkert hafi breyst.. og þannig eru bestu vinátturnar! :)

Knús til þín Gígja mín!

sd

07 mars 2007

Mynd handa mömmu!

Elsku mamma mín á afmæli í dag og hef ég ákveðið að gleðja hana með mynd af hennar yngsta ;)
ta ta!!

Þú sérð að ég er nú nokkurn veginn sú sama þó að þú sjáir mig sjaldan :) En innilega til hamingju með daginn frá okkur báðum og við vonum að þú njótir hans vel!
Annars er lítið að frétta héðan. Ólætin í borginni eru öll að minnka og aðeins farið að hlýna. Get ekki neitað því að í manni sé að skapast smá vorfílingur. Hér var yndislegur sólardagur á sunnudaginn og síðan þá hefur loftið hreinlega lyktað öðruvísi og andrúmsloftið breyst.. þrátt fyrir að nú sé byrjað að rigna aftur þá er ég bjartsýn á framhaldið :)

Á laugardaginn buðum við familíunni á fyrstu hæðinni í brunch. Mie, Luna og Jonas (mágkona Klaus og börn) sátu hér með okkur tímunum saman og við smjöttuðum á alls konar góðgæti, t.d. hrein jógúrt með ristuðu músli og perum ( við síuðum hana yfir nótt þannig að hún var hnausþykk og góð), nýpressaður gulrótar, epla og sítrónusafi, hrærð egg, beikon, kokteilpylsur, steiktir tómatar og sveppir, ólífubrauð, amerískar pönnukökur með smöri og hlynsýrópi og svo voru að sjálfsöfðu ýmsir kaffidrykkir framreiddir (nýja espressóvélin er komin í hús!).

Þetta var ótrúlega kósí.. við sendum auðvitað myndina strax til Rasmusar (bróðir Klaus) sem er í Afganistan, til að pirra hann aðeins.. ;) Ég er ferlega svekkt að geta ekki bara búið hérna.. mér finnst það nefnilega mjög heimilislegt að hafa þau hérna í sama stigagangi..

En allavega, espressovélin langþráða sem Klaus fékk í verðlaun á heimsmeistaramótinu er loks komin í hús. Þetta er engin smá græja (myndi kosta ca. 300.000 iskr út úr búð).. aðeins stærri en mig minnti þannig að það er fullþröngt í eldhúsinu..en ferlega er kaffið gott úr henni!!


jæja elskurnar mínar..læt þetta gott heita í bili. Aldrei er maður jafn duglegur að blogga og þegar prófaundirbúningur er í gangi!!

kiss kiss,
sd

01 mars 2007

Kreisí Köben..

Það er búið að vera svoddan ástand hér í Köben í dag. Eldsnemma í morgun rýmdi sérsveit lögreglunnar Ungdomshuset loksins. Þeim var skutlað niðrá þak hússins úr þyrlu og svo ruddust þeir inn og ráku allt liðið út... Síðan hefur verið hálfgert stríðsástand í sumum hverfunum hérna. Bílar og ruslagámar standa í ljósum logum, glerflöskum og múrsteinum kastað að lögreglunni og ég veit ekki hvað... búið að handtaka a.m.k. 150 manns. Fyrir stuttu leit út fyrir að allt væri að róast eftir að táragasi var beitt á liðið en þá hleypur það bara í næsta hverfi og heldur áfram þar!!
Sjálf hef ég ekki átt erindi í Nørrebro í dag þar sem ástandið hefur verið sem verst.. sem betur fer.. en maður sér brynvörðu lögreglutrukkana brunandi út um allt, þyrlur sveima stanslaust yfir miðborginni og sírenuvælið heyrist í fjarska nánast hvar sem maður er. Ef við værum ennþá í hinni íbúðinni þá hefðum við sennilega fundið meira fyrir þessu. Við erum búin að vera hálflímd við sjónvarpið allan seinnipartinn.. náttúrulega bein útsending frá þessu öllu og fréttamennirnir keppast við að vera í hringiðunni á þessu öllu saman.
Ég skil ekki alveg hvað þessir krakkar eru að pæla.. Ég skil vel að þau vilji sína eigin menningarmiðstöð en það hjálpar nú lítið að yfirtaka ólöglega heila byggingu í sjö ár og gera svo allt vitlaust þegar réttmætir eigendur vilja fá húsið sitt aftur. Svo þegar húsið er rutt þá koma í ljós birgðir af vopnum og safn af grjóti til þess eins að grýta lögregluna í mótmælaaðgerðum. Það er náttúrulega ekki séns að borgaryfirvöld geri nokkuð til að þóknast þessum hópi fólks héðan í frá.. þau eru algjörlega búin að klúðra þessu!

Bendi ykkur á þessa myndalinka á www.politiken.dk (það er ekki hægt að kópera þá):
BILLEDHJUL: Ungdomshuset ryddes
BILLEDHJUL: Voldsom aften på Nørrebro


sd

26 febrúar 2007

Ársæll Kolgrímur Hrafnsson..

Jamms, litli bróðursonur minn heitir virðulegu nafni og hann ber það vel ;) Hann er orðinn 9 ára gaurinn!! Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku Kolli minn!
Knús til þín og Unnar og Krissíar... og bara allra ;) Ég sakna ykkar!

sd

21 febrúar 2007

Úti á túni... LANGT úti á túni!!!

Hef verið eitthvað voðalega utan við mig þessa dagana.. Eitt kvöldið gerði ég dauðaleit af tannburstanum mínum og var á endanum komin á það stig að leita á ólíklegustu stöðum.. fann hann svo í ískápnum! í grænmetisskúffunni!!! Ég hafði sko verið komin inn á bað til að tannbursta mig þegar ég mundi eftir einhverju ófrágengnu inni eldhúsi og fór úr einu yfir í annað..

Og í dag rakst ég á nær fullan poka af gulrótum í frystinum!!! Ég gerði gulrótarsafa í gær og man að ég leitaði að ísmolum....?
Er ferlega svekkt, 2kg af lífrænt ræktuðum gulrótum eru sko ekkert ókeypis!! Hvað er eiginlega í gangi með mig???

Hljóp út áðan og keypti fleiri gulrætur, get sko ekki verið án juicer-græjunnar þessa dagana..gulrótar-epla-sítrónu-engifer safinn í miklu uppáhaldi ;)

sd

19 febrúar 2007

Eistland og Ísland

jamms, það eru fleiri ferðalög framundan. Um miðjan mars fer ég til Tallin í Eistlandi að dæma :) Þetta verður reyndar óþarflega nálægt fjórðungalokum í skólanum en ég bara gat ekki sagt nei! Verð bara að skipuleggja mig soldið næstu vikurnar. Sonja Grant verður yfirdómari í Tallin þannig að það verður smá Kaffitárs-reunion líka ;)

Svo komum við bæði til að dæma á Íslandsmótinu um miðjan apríl! JEII! hvað ég hlakka til!! Verður samt bara stutt stopp (til að takmarka skróp í skólanum), komum 11.apríl og verðum til 15.. Það var mjög freistandi að bæta 2-3 dögum við dvölina en það gekk nú ekki betur í fyrra en að ég lá í flensu þá daga sem ég ætlaði að vera að heimsækja alla.. þannig að svona verður þetta bara.

Annars er allt við það sama hér... íbúðaleit gengur hægt. Held að við bíðum með að kaupa. Hef það bara ekki í mér að kaupa 50 fm íbúð fyrir 20 millur!! Vil þá frekar bíða aðeins þangað til maður getur keypt fyrir aðeins meira og fá þá miklu fleiri fermetra. Þannig að ef þið þekkið einhvern sem þekkir einhvern osfrv. hér í Köben sem veit af góðri íbúð til leigu... á sanngjörnu verði.. þokkalega miðsvæðis.. Let me know!!

Svo fann ég nú aðeins fyrir því í kvöld að meirihlutinn af dótinu okkar er í leigðri geymslu útí bæ.. Ætlaði nefnilega að elda þessa frábæru litríku og hollu súpu sem ég gerði um daginn.. uppúr uppskriftabókinni hennar Jasmine. Var með hráefnalistann fyrir hana í minnisbókinni síðan síðast en fattaði svo þegar ég kom heim að bókin er í geymslunni. Ég þóttist nú samt muna hvernig átti að gera.. ehhhm.. Úr varð ferlega þunn og fölleit en brjálæðislega sterk súpa.. ekkert í líkingu við þá sem ég eldaði áður!! Og nefrennslið varð svo rosalegt að ég held ég sé búin að snýta úr mér heilanum!! Meiningin var að Klaus hitaði hana upp þegar hann kemur heim seinna í kvöld.... sjáum til.. svona er maður misheppnaður í eldhúsinu!!

knús til allra,
sd

17 febrúar 2007

Júróvisíon..

Ég hef nú ekki haft þolinæði til að hlusta á öll lögin sem komust í úrslit en hef ákveðið að halda með Eiríki Hauks (þó mér finnist vanta allan hápunkt í lagið).. Heiða gæti hugsanlega fengið betri kosningu samt, það eru jú nokkrar kynslóðir sem muna ekkert eftir Gaggó Vest, Icy og velgengni Eika í Landslagskeppnunum með Helgu Möller! ;)
Verð reyndar í matarboði með stelpum úr skólanum í kvöld þannig að ég næ ekkert að fylgjast með.. sms verða vel þegin ;)

kiss kiss,
sd

14 febrúar 2007

Afmælisbörn..

Nú verð ég sko aðeins að afsaka mig.. var rétt í þessu að muna eftir afmæli Krumma bróður.. sem var 10.febrúar!!! Og Guðný amma mín á Öngulsstöðum átti afmæli í fyrradag 12.febrúar. Ég mundi sko eftir þeim báðum daginn FYRIR afmælið en það er víst ekki nóg... Þannig að til þess að koma í veg fyrir að Unnur bróðurdóttir mín gleymist á morgun þá ætla ég að óska henni -og pabba hennar og langömmu- innilega til hamingju með daginn!! Hún er barasta orðin 17 ára!! úff hvað tíminn líður hratt.. ég man svo vel eftir því þegar ég var að labba heim eftir langan fimmtudag í Hrafnagilsskóla og var mikið að hugsa hvort það biðu mín fréttir heima.. Það var sko enginn gsm til að tékka bara á stöðunni!! Svo fæddist hún seinna um kvöldið. Þetta var nú næstum því eins og að eignast systkini því Krummi, Anna og Unnur bjuggu hjá okkur fyrsta árið hennar Unnar. Nú er hún orðin algjör pæja og byrjuð í Menntaskólanum á Akureyri.. og það verður mikið áfall fyrir mig að sjá hana sennilega keyra bíl næst þegar ég sé hana!! ;)

jamms.. maður verður nú ekkert yngri með árunum!

sd

07 febrúar 2007

Farin til Frankfurt..

Verð að dæma á þýska kaffibarþjónamótinu um helgina, fer á morgun og kem tilbaka á sunnudaginn. Þetta verður svaka törn, meira en 30 keppendur og 12 dómarar sem skiptast á svo við förum ekki yfirum á koffein inntöku ;)

En ég var auðvitað búin að lofa ferðasögu... ehemm.. hún er í vinnslu!! Jamms, endalausar afsakanir... en hér er smá forsmekkur:
Piña Colada á laugarbakkanum í 28 stiga hita ;)

Hossuðumst svo í rútu alla leið upp að eldfjallinu Poas.. Svo var bara geggjuð þoka og skítakuldi við gíginn og við sáum ekki neitt!! Samt var það Kodak moment!!

Og svona var útsýnið frá pallinum þar sem við gistum á La Minita kaffibúgarðinum.. ekki slæmt!!


Framhald síðar....

kiss kiss,
sd

27 janúar 2007

Andvarp!!

Ekki misskilja mig - Kosta Ríka var algjört ÆÐI!! Ein af þessum "life-changing-experiences" held ég barasta!! Kaffibúgarðurinn var svo fallegur, landslagið í kring, fólkið, andrúmsloftið, VEÐRIÐ! og bara allt.. ég tók fullt af myndum og ætla að reyna að gera smá ferðasögu fyrir ykkur eftir nokkra daga.. Það var líka yndislegt að fá smá yl og lit á kroppinn svona á miðjum vetri og ég held að héðan í frá sé þessi árstími orðinn uppáhalds ferðatíminn ;)

En þegar heim var komið var auðvitað nístingskuldi og farið beint í það að pakka saman íbúðinni.. Klaus fór reyndar eiginlega beint til Amsterdam í 4 daga og á meðan sat ég heima og pakkaði... og skoðaði gömlu myndaalbúmin hans! tíhíhí! Hann varð nú frekar pirraður þegar ég fór að 'hæla' honum fyrir gömul tískuslys!! ;) En allavega, planið er að flytja um helgina og var ég orðin nokkuð spennt að koma mér fyrir í kósí íbúð á Amager í sama stigagangi og Rasmus mágur minn býr með fjölskyldu sinni. En í gærkvöldi hringir Jakob (eigandi íbúðarinnar.. bróðir Mie, mágkonu Klaus) og segir okkur að kaupsamningurinn á íbúðinni sem hann ætlaði að flytja inní ásamt sinni heittelskuðu hafi gengið til baka á síðustu stundu!!!
Jamms, við fengum semsagt 2ja mánaða uppsagnarfrest á íbúðinni sem við erum ekki einu sinni flutt inní!!! Pirr pirr og aftur pirr!! Ég held hreinlega að þetta sé tákn um að við eigum að drösslast til að kaupa eitthvað á þessum uppsprengda fasteignamarkaði hérna....

EN ég ætla nú ekkert að kvarta meira yfir þessu.. þetta eru nú bara smáatriði miðað við svo margt annað sem fólk gengur í gegnum þessa dagana..

ferðasagan kemur fljótt..
sd

10 janúar 2007

Gleðilegt ár og allt það!

Það er ekki hægt að segja annað en að allt átið og afslappelsið yfir hátíðirnar hafi haft sín áhrif á bloggið líka ;)
En við áttum voðalega hugguleg jól á Vestur Jótlandi þar sem vel er haldið í gamlar hefðir og enn meiri matur borðaður heldur en heima ;)
Svo var komið heim til Íslands og afslappelsinu og átinu haldið áfram ;) Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af sörum en þetta árið tapaði ég mér gjörsamlega í söruáti!! Þær voru bara sérstaklega góðar hjá mömmu í ár!!
Áramótunum vara fagnað á Akureyri.. troðfullt hús hjá pabba og mömmu, vorum 15 manns í mat!! Jamms, þetta er orðin þvílíka stórfjölskyldan :) Ég dró auðvitað Klaus með mér í alls konar heimsóknir og matarboð.. það var gott að sjá familíuna aftur :)

Svo eyddum við 3 dögum í Reykjavík áður en við komum aftur út.. er í smá sjokki yfir hvað við eyddum miklum pening bara í að borða úti og oftast bara á svona hversdagslegum stöðum!! Ég mæli nú samt með að allir skelli sér á Domo í Þingholtstrætinu. Við fengum okkur 3ja rétta surprise matseðilinn og hann var geggjaður!!

En núna erum við bara búin að vera að þvo þvott og pakka upp úr og aftur niður í töskurnar... Förum til Kosta Ríka á morgun og það er víst aðeins öðruvísi klæðnaður sem við þurfum þar... spáin segir 22-28 stig! Æi ég vona bara að það verði ekkert bras í gangi eins og þegar við fórum til Brasilíu. Crossing my fingers..

Svo erum við búin að fá íbúð á Amager!! Segi ykkur betur frá henni seinna en þegar við komum heim aftur þá verður farið beint í það að pakka...

Hafið það gott elskurnar mínar.. og það er aldrei að vita nema að ég fari bráðum að drösslast til þess að setja einhverjar myndir hérna inn. Vonandi á þessu ári allavega ;)

kiss kiss,
sd