27 janúar 2007

Andvarp!!

Ekki misskilja mig - Kosta Ríka var algjört ÆÐI!! Ein af þessum "life-changing-experiences" held ég barasta!! Kaffibúgarðurinn var svo fallegur, landslagið í kring, fólkið, andrúmsloftið, VEÐRIÐ! og bara allt.. ég tók fullt af myndum og ætla að reyna að gera smá ferðasögu fyrir ykkur eftir nokkra daga.. Það var líka yndislegt að fá smá yl og lit á kroppinn svona á miðjum vetri og ég held að héðan í frá sé þessi árstími orðinn uppáhalds ferðatíminn ;)

En þegar heim var komið var auðvitað nístingskuldi og farið beint í það að pakka saman íbúðinni.. Klaus fór reyndar eiginlega beint til Amsterdam í 4 daga og á meðan sat ég heima og pakkaði... og skoðaði gömlu myndaalbúmin hans! tíhíhí! Hann varð nú frekar pirraður þegar ég fór að 'hæla' honum fyrir gömul tískuslys!! ;) En allavega, planið er að flytja um helgina og var ég orðin nokkuð spennt að koma mér fyrir í kósí íbúð á Amager í sama stigagangi og Rasmus mágur minn býr með fjölskyldu sinni. En í gærkvöldi hringir Jakob (eigandi íbúðarinnar.. bróðir Mie, mágkonu Klaus) og segir okkur að kaupsamningurinn á íbúðinni sem hann ætlaði að flytja inní ásamt sinni heittelskuðu hafi gengið til baka á síðustu stundu!!!
Jamms, við fengum semsagt 2ja mánaða uppsagnarfrest á íbúðinni sem við erum ekki einu sinni flutt inní!!! Pirr pirr og aftur pirr!! Ég held hreinlega að þetta sé tákn um að við eigum að drösslast til að kaupa eitthvað á þessum uppsprengda fasteignamarkaði hérna....

EN ég ætla nú ekkert að kvarta meira yfir þessu.. þetta eru nú bara smáatriði miðað við svo margt annað sem fólk gengur í gegnum þessa dagana..

ferðasagan kemur fljótt..
sd

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ómægod.. ertu ekki að djóka þ.e. með íbúðina... ohooo bömmer! það er svo leiðinlegt að fytja :( en frábært að ferðin var svona frábær, hlakka til að sjá myndir

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra min og Klaus.Nýr fjölskyldumeðlimmur kom með flugi í kvöld, með tvær róandi töflur innanborðs og slagar hér um gólf.
Hún heitir NEKO, Unnur og Krissí skírðu hana, þetta er japanskt nafn og þýðir köttur segja systurnar.
Hún er miklu stærri en Púma var á hennar aldri, miklu loðnari og feitari og alveg ómótstæðileg.
Ég send þér mynd á netfangið þitt á morgun. Mamma og pabbi.