Langt síðan síðast..
hmmm.. næstum mánuður liðinn frá síðustu færslu.. og ekki hægt að segja annað en að maður hafi um ýmislegt annað að hugsa en blogg þessa dagana. Héðan er bara fínt að frétta. Ísak stækkar hratt og örugglega :) Ég fór með hann í 5 vikna skoðun í þarsíðustu viku og þá var hann orðinn 4040gr! Erum ekkert smá ánægð með hann. Svo vildi læknirinn meina að hann væri orðinn 57 cm langur! Ég var nú ekki alveg sammála henni enda fannst mér hún mjög ónákvæm.. Þrjóska mamman strunsaði með drenginn heim og teygði úr honum eins og hægt var og rétt náði að mæla 55 cm ;) ekki það að þessir 2 cm skipti máli, þessi ónákvæmni fór bara eitthvað í taugarnar á hormónabrenglaðri mömmunni! ;)
Svo fengum við pabba og mömmu í heimsókn nýlega. Það var voðalega gott að fá þau hingað og Ísak leiddist sko ekki auka athyglin sem hann fékk á meðan dvölinni stóð. Ég sýndi þeim ýmis brjóstaþoku atriði og Ísak bræddi þau sundur og saman með brosum, hjali og prumpurembingum. Það er nú skrítið að vera að ganga í gegnum svona stóra upplifun svona langt frá fjölskyldu og vinum.. væri sko alvega til í að skjótast í smá heimsókn núna til Íslands og sýna pjakkinn ;) En það verður víst að bíða fram á sumar.. dæs..
Foreldrar Klaus komu líka á meðan þau voru hérna.. kominn tími til að foreldrar okkar beggja hittist svona rétt áður en við látum pússa okkur saman ;) Við komumst líka að því að við erum ekki beint vel græjuð til að halda 'stór'(við vorum nú bara sex) matarboð á þessu heimili! Ég tók það að mér að borða af kökudisk bæði kvöldin og Klaus drakk vín úr vatnsglasi.. vantar greinilega nokkur heimilshaldsgen í mann ;) við náðum nú samt að útvega okkur sex samstæða kaffibolla fyrir stuttu, sem er nú lagmark á þessu heimili en við höfðum nú ekki meira fyrir því en að kaupa þá á eigin kaffihúsi með Coffee Collective logoinu á ;)
En aftur að Ísak.. þó að það sé nú ekki meiningin að þetta blogg verði eintómt barnablaður.. þá eru margir búnir að spurja hverjum hann líkist eiginlega. Við vitum það varla sjálf en finnst hann mjög blandaður. Hann er nú augljóslega með háa ennið hans pabba síns og augun fær hann líka úr föðurfjölskyldunni, þá helst frá Rasmusi bróður Klaus. Svo viljum við meina að nefið og munnurinn komi frá mér og ef hann heldur áfram safna þessum bollukinnum þá er það pottþétt frá mér líka!! ;) Svo er hann kominn með lítið péturspor á hökuna sem hvorug fjölskyldan vill eigna sér! ;)
Ísak er farinn að brosa heilmikið og það er semsagt missjón vikunnar að ná því á mynd. Hér er til dæmis ein mjög misklukkuð tilraun, það vantar ekki bara brosið heldur hálsinn líka ;) Sunna frænka hefur nefnt að Ísak minni hana stundum á Nökkva hennar þegar hann var lítill. Ég er nú svolítið sammála henni, sérstaklega þegar Ísak er komin í gömul föt af Nökkva eins og hérna.. en sennilega er það nú bara rauðbirkna hárið (það litla sem eftir er) sem fær okkur til að líkja þeim saman:
Og svona er best að sofna eftir góða máltíð:
ta ta..
22 mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)