29 október 2007

Haustid komid?

Ég er thvílíkt búin ad dást ad fallega haustinu hér undanfarid... búid ad vera svo bjart og fallegt og thurrt! Sem er ekki algengt hér á thessum árstíma. En nú held ég ad thad sé skollid á; kalda blauta danska haustid. Mígrigndi í allan dag og á ad gera that út alla vikuna.
Thá var nú gott ad hafa Krumma bró í bænum sem baud okkur út ad borda á lítinn indverskan stad sem galdrar fram heita og vel kryddada rétti sem hlýja manni ad innan sem utan í marga daga á eftir.. ;)

Annars byrjadi nýr fjórdungur í skólanum í dag og mér lýst bara vel á..

Svona í lokin óska ég Maj Britt og Einari til hamingju med skírnina á litla ljósálfinum theirra. Hún fékk nafnid Herdís María. Fallegt nafn. :)

túllí lú,

sd

28 október 2007

Bjartsýn..

..að halda að ég kæmist yfir fyrrnefnda upptalningu í fríinu! Sú hugmynd að ætla að skrapa alla málningu af flísunum á baðherberginu og mála svo aftur er bara eins sú versta sem ég hef fengið lengi!! Þvílík og önnur eins vitleysa!! Er náttúrulega orðin brjáluð í skapinu útaf þessu... Grrrrrrrr! Vona að ég geti byrjað að mála um næstu helgi.

EN það er náttúrulega bara frábært að vera komin með sófa og nýtt sjónvarp inní stofu ;) og Krummi bró kom með ársbirgðir af kúlusúkki þannig að ég er fljót að gleyma brjálæðiskastinu mínu þegar ég kafa ofan í kúlusúkkið og ég teygi úr mér í sófanum og bíð eftir að fjandans málningin hverfi að sjálfu sér!! ;)

Nýr fjórðungur byrjar í skólanum á morgun.. it's back to reality!

ta ta,
sd

22 október 2007

Komin í viku'frí'

úff þvílíkur léttir. fór í síðasta prófið í bili í dag og gekk bara mjög vel. Plúsinn við munnleg próf er að maður fær að vita einkunnina strax og ég er bara mjög ánægð :)

Frábært að hafa komist í prófið svona á fyrsta prófdegi því núna er vikufrí frá skólanum framundan...sumir í bekknum hafa þetta próf hangandi yfir sér fram á föstudag og fá því bara venjulegt helgarfrí áður en næsti fjórðungur hefst.

En hér á mikið að gerast í vikunni..það á að mála baðherbergið, sauma tjöld fyrir fata'skápinn', hengja upp bókahillur og taka því uppúr síðustu kössunum vonandi. ;)
Svo er von á sófanum í lok vikunnar- Jibbí! og við erum búin að sannfæra okkur um að við neyðumst til að kaupa flatskjá sjónvarp til að nýta plássið sem best í þessari litlu holu.. he he.. þannig að kannski bara förum við í það í vikunni líka. Þá ætti þetta nú allt að vera að koma. Vantar reyndar ennþá skrifborð og stól við og einhverja fallega gamla kommóðu og spegil við - svona make-up station ;)

Svo er von á Krumma bróður á morgun í næturgistingu.. hann er að millilenda á leiðinni til Belgíu en stoppar svo vonandi aðeins lengur á leiðinni tilbaka viku seinna. Það verður gaman að fá hann í heimsókn.

en jæja gullin mín.. ég ætla að rölta útí nettó og finna eitthvað gott í matinn. Hver veit nema maður opni rauðvínsflösku á eftir svona í tilefni dagsins - það verður allavega bara afslappelsi í kvöld áður en hasarinn inná baðherberginu hefst á morgun..

túllí lú!

sd

19 október 2007

Sybbin

jæja.. þá er öðrum hluta lokið. Skilaði heimaprófinu kl. 10 í morgun eftir að hafa setið yfir þessu í alla nótt - þetta var drullu erfitt, vona bara það besta. Hef það á tilfinningunni að gæðin á skrifunum hafi ekki þau bestu svona á síðasta sprettinum.. ehhmm..

ég kom heim og lagði mig í þrjá tíma.. núna er ég að reyna að byrja læra aftur fyrir mánudaginn - munnlegt próf sem byrjar með 5 mín kynningu á prófverkefninu okkar síðan síðustu helgi. Kann einhver á Power Point?? ekki ég!! Hef alltaf leyft öðrum að sjá um það í hópkynningum.. nú sit ég uppi með þetta sjálf..svo skipulögð alltaf ;)

geisp geisp..

sd

15 október 2007

Fyrsta hluta lokið..

Við skiluðum inn próf verkefninu okkar áðan - hjúkk it - gott að vera búin að þessu. Búin að vera löng og erfið helgi. Næsta 48 tíma verkefni tekur við kl.12 á miðvikudaginn þannig að ég þarf að nýta tímann vel þangað til. Svo lýkur þessu með munnlegu prófi á mánudaginn eftir viku.

Ég er þreytt - og það er alltaf jafn mikið andlegt sjokk að sá kennitölurnar okkar á forsíðu verkefnanna..ég er yfirleitt 10 árum eldri en restin af hópnum!! Dísess Kræst! Af hverju er ég ekki löngu búin með þetta skóla stúss og farin að lifa 'fullorðins' lífi???

pirr pirr..

06 október 2007

Sólríkur laugardagur

Það er sko ekki hægt að kvarta yfir haustveðrinu þessa dagana.. blankandi sól og 15 stiga hiti. Ekki slæmt... verra þykir mér að ég byrji bloggið mitt á að tala um veðrið - greinilega ekki mikið spennandi að gerast hjá mér þessa dagana.

En ég horfi voða mikið út um gluggann og dáist af sólinni því ég á í raun og veru að vera að lesa skólabækurnar ;) Næsta föstudag hefjast prófin.. eða hluti af þeim. 72 tíma hópvinnu heimapróf. Þarf semsagt að eyða þremur sólahringum með einum hópnum mínum að skrifa ritgerð.. vá hvað við verðum komin með nóg af hvert öðru eftir það! Svo tökum við munnlegt próf hvert fyrir sig sem byggist á ritgerðinni að mestu. Þetta er nú ágætis tilbreyting frá 4ra tíma skriflega prófinu. Hitt prófið er síðan einstaklings 48 tíma heimapróf.

Þessi próf klárast semsagt 22.október. Þá á sko að taka smá skurk hér innanhúss. Mála baðherbergið - veit einhver hvernig á að hreinsa gamla málningu af flísum?? Svo kíkjum við vonandi í IKEA að kaupa nokkra praktíska hluti.. sófinn flotti á að koma um þetta leyti líka.. þannig að vonandi verður komin einhver mynd á heimilið áður næsti fjórðungur hefst í skólanum ;)

Annars gæti orðið stuð í Köben í kvöld. Ungdómshúss fólk hyggst koma sér inn í nýtt hús í dag.. skil nú ekkert í þeim að segja öllum fyrirfram hvaða hús þau ætla sér inní! Nú er auðvitað löggan búin að umkringja húsið og er í viðbragðsstöðu ef til átaka kemur. Ég er hætt að botna í þessu og er bara fegin að búa í hæfilegri fjarlægð frá þessu öllu saman. Ég frétti t.d. ekki af síðustu uppþotum (í byrjun sept) fyrr en daginn eftir...

Að lokum vil ég benda ykkur á nýja flotta heimasíðu The Coffee Collective. Kaffibrennsla Klaus og félaga er að komast í fullt gang, kíkið endilega á hana hér . Á forsíðunni er svo linkur á bloggið þeirra ef þið viljið fylgjast mér hvað þeir eru að bralla.

Góða helgi!

02 október 2007

Verum dugleg að gefa blóð!

Alltof oft gleymir maður því hvað það er mikilvægt að gefa blóð reglulega. Ég bloggaði um Jón Gunnar um daginn sem lenti í alvarlegu bílslysi í síðustu viku.. fyrstu dagana eftir slysið þurfti að gefa honum 40 lítra af blóði! Takk fyrir.. það þarf hvorki meira né minna en 160 blóðgjafa til að safna þessu magni af blóði. Líðan Jóns er stöðug eins og er en honum er ennþá haldið sofandi í öndunarvél og er enn í lífshættu. Haltu baráttunni áfram Jón Gunnar, ég veit þú getur þetta!

Á meðan hvet ég alla sem hafa tök á að gefa blóð eins reglulega og hægt er!

sd

01 október 2007

Til hamingju með afmælið Höddi!


Jamms, maðurinn bara orðinn 32 ára! Úff það þýðir að styttist verulega í 31. afmælisdaginn minn... litlu börn foreldra okkar farin að verða fullgömul fyrir minn smekk!! ;)
En Höddi minn, þetta var nýjasta myndin sem ég fann af okkur saman (skömm að segja frá því).. tekin í sept 2005! En mér finnst hún samt vel við hæfi enda er hann mikill fallgöngugarpur. Þarna erum við að ganga Esjuna og ég held að eina ástæðan fyrir því að ég hafi stungið upp á þessari göngu hafi verið til þess að ganga í augun á honum Klaus mínum. Hann var í heimsókn hjá mér og ég greinilega að sýna honum hvað ég er mikil útiveru-og heilsubótarmanneskja.... ehemmm.. ;) Enginn þörf fyrir svoleiðis blekkingarleiki lengur.. he he.. ;)

En þessi bloggfærsla átti nú að vera um Hödda en ég get náttúrulega annað en blaðrað bara um sjálfa mig...
Innilegar hamingjuóskir með daginn Höddi minn. Vonandi hefur þú gert þér einhvern dagamun.. við erum nú slakir afmælisveisluhaldarar í þessari fjölskyldu.

Afmælisknús frá litlu systur..

sd