22 október 2007

Komin í viku'frí'

úff þvílíkur léttir. fór í síðasta prófið í bili í dag og gekk bara mjög vel. Plúsinn við munnleg próf er að maður fær að vita einkunnina strax og ég er bara mjög ánægð :)

Frábært að hafa komist í prófið svona á fyrsta prófdegi því núna er vikufrí frá skólanum framundan...sumir í bekknum hafa þetta próf hangandi yfir sér fram á föstudag og fá því bara venjulegt helgarfrí áður en næsti fjórðungur hefst.

En hér á mikið að gerast í vikunni..það á að mála baðherbergið, sauma tjöld fyrir fata'skápinn', hengja upp bókahillur og taka því uppúr síðustu kössunum vonandi. ;)
Svo er von á sófanum í lok vikunnar- Jibbí! og við erum búin að sannfæra okkur um að við neyðumst til að kaupa flatskjá sjónvarp til að nýta plássið sem best í þessari litlu holu.. he he.. þannig að kannski bara förum við í það í vikunni líka. Þá ætti þetta nú allt að vera að koma. Vantar reyndar ennþá skrifborð og stól við og einhverja fallega gamla kommóðu og spegil við - svona make-up station ;)

Svo er von á Krumma bróður á morgun í næturgistingu.. hann er að millilenda á leiðinni til Belgíu en stoppar svo vonandi aðeins lengur á leiðinni tilbaka viku seinna. Það verður gaman að fá hann í heimsókn.

en jæja gullin mín.. ég ætla að rölta útí nettó og finna eitthvað gott í matinn. Hver veit nema maður opni rauðvínsflösku á eftir svona í tilefni dagsins - það verður allavega bara afslappelsi í kvöld áður en hasarinn inná baðherberginu hefst á morgun..

túllí lú!

sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elskan mín! Og Vá! Mikið ertu heppin að vera í viku fríi, njóttu þess nú í botn að fá aðeins að skipta um gír, þótt það verði auðvitað nóg að gera hjá þér krúttið mitt. :o)

Lovjú, þín Vigdís.

Veinólína sagði...

Úff hvað þetta hlýtur að vera erfitt fyrir Jón Gunnar núna.... Þetta er eitthvað svo óraunverulegt allt saman.

Sakna þín Sigga Dóra mín! :o)
Knús, Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Sko, þetta klárast alltaf á endanum, og viti menn þá bíða bara ný verkefni handan við hornið. Njóttu þess að bera "bara" að standsetja heimilið.

knús og kossar frá Krók
Guðný