30 maí 2007

Rugluð í Ríminu..

Það er eitthvað eirðarleysi í mér í dag. Er búin að vera ótrúlega dugleg að læra undanfarna daga en í dag gat ég varla setið kyrr í 5 mínútur.. fann mér alltaf eitthvað annað að gera. Á endanum dreif ég mig út í göngutúr í ca. 40 mín til að hreinsa hugann. Svo settist ég niður aftur.. var góð í ca. hálftíma en svo var þolinmæðin þrotin á ný. pirr pirr.. Ég hefði sennilega bara átt að taka mér frí frá lestri í dag. Þannig að núna er ég bæði pirruð yfir því að hafa ekki áttað mig á því fyrr og á sama tíma með samviskubit yfir því hvað mér varð lítið úr verki í dag!! Ég er þegar komin með prófhnút í magann þó að það séu heilir fimm dagar í fyrra prófið - á ekki svona lagað að eldast af manni hvernig er þetta eiginlega???!

Svo er ég á sama tíma drullufeginn yfir því að Klaus er í burtu svo ég fái 'frið' til að læra en svo sakna ég hans líka svo hræðilega mikið að ég að ég veit ekkert hvernig ég á að vera.. :( Hann er nú kominn til Kenía eftir rúma viku í Cape Town, S-Afríku og kemur heim aftur á fimmtudaginn í næstu viku.

Þannig að ég veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga þessa dagana.. andvarp!!

En það eru samt góðar fréttir! Ég er búin að kaupa flugmiðana til Íslands!! :) Kem til landsins um kvöldið 14.ágúst og verð í fimm daga í Reykjavík. Fer svo norður með millilendingu í Borgarnesi. Held að ég nái viku fyrir norðan, flýg svo tilbaka 27.ágúst. Klaus ætlar að reyna að koma yfir langa helgi í lokin og vera samferða mér tilbaka en það kemur í ljós á næstu vikum.

Ó hvað ég hlakka til!!! :) er sko ekkert rugluð í ríminu hvað það varðar!!

Góða nótt elskurnar,

sd

24 maí 2007

Eitt lítið blogg fyrir háttinn..

Æi hvað það gladdi mitt litla hjarta að fá öll þessi komment frá ykkur - þó að ég hafi þurft að reka pínu á eftir þeim hehe.. ;)

Hérna megin eru síðustu fyrirlestrar skólaársins að klárast á næstu dögum og ég er smám saman að hrökkva í lesgírinn. Blessuð blíðan truflar samt einbeitinguna en 'sem betur fer' er spáð þrumuveðri alla helgina þannig að ég ætti að geta haldið mig inni ;)

En meira varðandi heimsóknina í ágúst. Þónokkrir búnir að spyrja um dagsetningar.. ég kem um eða uppúr miðjum ágúst, sennilega 15.-17. ágúst.. fer allt eftir dagsetningunni á prófinu (og úrvali af flugferðum þegar skólinn drattast til að staðfesta dagsetninguna) og verð vonandi í 2 vikur. Líklegast flýg ég til Rvk og verð nokkra daga þar.. kem mér svo norður og vonandi með viðkomu í Borgarnesi að kíkja á bumbulínuna þar (kannski maður fái barasta að gista í nýju höllinni Maj Britt??). Nú ef ég þekki eina frænku mína rétt þá spyr hún núna hvort ég komi ekki líka við á Króknum á leiðinni norður??? En Guðný mín ég vil frekar koma mér beint norður frá Borgarnesi og betla síðan einhvern einkabíl til þess að kíkja aftur á ykkur svo ég þurfi ekki að vera háð einhverjum blessuðum rútugörmum endalaust. Vá hvað er langt síðan ég hef komið á Sauðárkrók!!

En jamms, vonandi næ ég viku fyrir norðan og get flogið þaðan aftur til Köben. Og ég segi bara ég ég ég.. veit nefnilega ekki ennþá hvort Klaus kemst með :( Það verður sennilega mikið að gera hjá honum á þessum tíma en ég nenni sko ekkert að bíða eftir því að hann hafi tíma til þess að koma með mér!! Vonandi kemur hann bara beint til Akureyrar í lok dvalarinnar og verður svo samferða mér heim. Sjáum bara til.. en svona er planið í bili.

En elskurnar mínar.. ég ætla að koma mér í bólið - langur dagur í skólanum á morgun.

Góða nótt börnin góð!

sd

15 maí 2007

Sumarplön..

Ég hef nú aldrei verið þekkt fyrir að standa við langtímaplön en vonandi ræð ég við að skipuleggja næstu þrjá mánuði eða svo.. ;)

Nú er fyrsta árið í CBS alveg að klárast..síðasta prófið er 8.júní. Þá verð ég búin að afreka að klára 1sta árið í viðskiptafræði TVISVAR!! Með mismunandi áherslum samt.. svaka stolt eða þannig!! Ég væri sko að klára námið núna um áramótin hefði ég haldið áfram í HR!! En það er svona.. hvað gerir maður ekki fyrir ástina?! ;)

En áfram með plönin.. svo hef ég ca. 6 vikur til að spóka mig í dönsku sólinni, lifa á kærastanum, finna íbúð og æfa mig í dönsku!!

Eftir miðjan júlí hefst undibúningur fyrir fjandans upptökuprófið.. svo skjótumst við til Tokyo í rúma viku um mánaðarmótin júlí/ágúst til að dæma á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna. Kem svo heim, held áfram að læra og rúlla upp helv..prófinu í viku 33! Eins gott að skólinn standi við dagsetningarnar!! ;)

Svo er planið að ljúka sumrinu á mínu ástkæra Íslandi strax eftir prófið og vera vonandi í allavega 10 daga :) Gæti þurft að skrópa nokkra daga í skólanum, en það yrði sko ekkert nýtt.

Þetta er ég búin að skrá mjög vandlega í dagbókina mína eins og sannur Dani - þeir plana sko ekki eina einustu bíóferð án þess að kíkja í dagbókina sína! - þannig að þetta getur ekki klikkað!

Annars er búið að vera fullt hús hér í nokkra daga.. Klaus og Rasmus komu báðir heim í síðustu viku en það fer bara ótrúlega vel um okkur öll hérna. Við Klaus verðum svo ein í kotinu frá og með morgundeginum og þar til hann fer til Afríku á sunnudaginn..það verður ágætt að fá að vera útaf fyrir okkur í nokkra daga ;) Svo kemur fjölskyldan öll heim aftur um miðja næstu viku. Ég fæ því góðan frið til að læra í nokkra daga - ekki veitir af.

Ekki meira að frétta héðan.. hvað með ykkur? það væri nú gaman að fá stundum fleiri komment en bara frá mömmu sinni, ha? - en takk samt elsku mamma!! ;)

sd

11 maí 2007

alveg tóm í hausnum..

Lúðinn ég gleymdi að kjósa!! Hef svo sem aldrei verið þekkt fyrir að kjósa gáfulega þannig að það er enginn svaka missir af atkvæðinu mínu... ;)

sd

04 maí 2007

Lúxus líf..

ég verð nú að segja að það fer voðalega vel um mig hérna hjá Mie og krökkunum. Ég hélt fyrst að ég þyrfti að hanga tímunum saman á skólabókasafninu og læra því það væri ómögulegt að einbeita sér hér með fullt hús af fólki... En það er sko munur á 4ra og 2ja herbergja íbúðum. Hér get ég bara lokað að mér og verið í friði að læra. Hér er alvöru skrifboð og þægilegur stóll í stillanlegri hæð.. Í hinum íbúðunum okkar var alltaf opið á milli svefnherbergis og stofu þannig að við skötuhjúin vorum einhvern veginn alltaf ofan í hvort öðru og því erfitt að einbeita sér... og ég hef aldrei komið því í verk að kaupa mér almennilega skrifborðsstól og notaði alltaf bara ferlega óþægilegan IKEA klappstól við alltof hátt borðstofuborð - alls ekki gott fyir kroppinn til lengri tíma!!
Og svo er það besta - BAÐHERBERGIÐ!! Ég þarf ekki að standa í þrengslum á milli klósettsins og vasksins þegar ég fer í sturtu!! Neheits, það er sko alvöru sturta, hiti í gólfinu, þarf ekki að skafa gólf og veggi eftirá og hægt að hafa snyrtidót, handklæði og wc pappír þar inni án þess að allt drukkni þegar einhver fer í sturtu! Er þetta ekki yndislegt?? ;) Ég þarf ekki að panta þvottatíma með fyrirfara og það er uppþvottavél í eldhúsinu!!! :) Úr herberginu okkar er hurð útí garð og hér er hátíð hjá krökkunum þegar ég elda þar sem mamma þeirra er sérstaklega mislukkuð í eldhúsinu.. ég hef sjaldan fundið fyrir jafn miklu þakklæti fyrir meðalhæfni mína í eldhúsinu eins og hér á Kongedybet 11. :)

Nú erum við Klaus komin í klípu því héðan í frá sætti ég mig ekki við neitt annað en allar þessar bráðnauðsynjar á okkar næsta heimili!!! ;)

sd

01 maí 2007

Flutt inná ættingjana..

jamms.. við fluttum okkur niður um fjórar hæðir um helgina inná Mie og krakkana. Og í gær stakk Klaus af til USA og verður fram í miðja næstu viku. En það fer nú bara ágætlega um mig hérna og Mie er dauðfegin að fá smá félagsskap meðan Rasmus er í Afganistan og fá einhvern til þess að leysa hana af í eldamennskunni stöku sinnum. Reyndar er von á Rasmus heim í 3ja vikna leyfi í næstu viku.. þá verður kannski soldið þröngt hjá okkur ;) En familían ætlar reyndar að ferðast slatta á meðan hann er heima þannig að ég verð kannski bara ein í kotinu þegar Klaus fer til Afríku í lok maí..

En hjá mér er bara allt brjál að gera í skólanum. Ég finn svo sannarlega fyrir 2ja vikna skrópinu mínu núna og það er hópverkefnavinna í hverri viku út þennan fjórðung. Það kemur sér semsagt ágætlega að vera laus við kærastann nánast allan maí mánuð! ;) Æi ég sakna hans nú samt mjög mikið þegar hann er á þessum þvælingi!

Annars er lítið annað að frétta.. Erum reyndar búin að panta flug á Heimsmeistaramót kaffibarþjóna í ár sem er haldið í Tokyo!! Vííí..hvað það verður spennandi - samt ekki fyrir peningabudduna þar sem ég þarf núna í fyrsta skipti að borga allt sjálf :( Hingað til hafa Kaffitár og Estate Coffee styrkt mig til heimsmeistaramóts ferðanna en þar sem ég vinn víst hvergi núna þá verð ég bara að sjá um þetta sjálf.. kræst hvað er búið að spilla manni!! ;) og núna er ég bara alls ekkert viss hvort ég hafi efni á að koma heim til Íslands í sumar.. :( Var að fatta að ég lét skipta námlánunum niður í 9 greiðslur í stað 10 þannig að ég er algjörlega á kúpunni næstu þrjá mánuði með enga innkomu og enga vinnu!!! Úpps!! Voðalega getur maður verið utan við sig stundum!!

meira seinna..

sd