Flutt inná ættingjana..
jamms.. við fluttum okkur niður um fjórar hæðir um helgina inná Mie og krakkana. Og í gær stakk Klaus af til USA og verður fram í miðja næstu viku. En það fer nú bara ágætlega um mig hérna og Mie er dauðfegin að fá smá félagsskap meðan Rasmus er í Afganistan og fá einhvern til þess að leysa hana af í eldamennskunni stöku sinnum. Reyndar er von á Rasmus heim í 3ja vikna leyfi í næstu viku.. þá verður kannski soldið þröngt hjá okkur ;) En familían ætlar reyndar að ferðast slatta á meðan hann er heima þannig að ég verð kannski bara ein í kotinu þegar Klaus fer til Afríku í lok maí..
En hjá mér er bara allt brjál að gera í skólanum. Ég finn svo sannarlega fyrir 2ja vikna skrópinu mínu núna og það er hópverkefnavinna í hverri viku út þennan fjórðung. Það kemur sér semsagt ágætlega að vera laus við kærastann nánast allan maí mánuð! ;) Æi ég sakna hans nú samt mjög mikið þegar hann er á þessum þvælingi!
Annars er lítið annað að frétta.. Erum reyndar búin að panta flug á Heimsmeistaramót kaffibarþjóna í ár sem er haldið í Tokyo!! Vííí..hvað það verður spennandi - samt ekki fyrir peningabudduna þar sem ég þarf núna í fyrsta skipti að borga allt sjálf :( Hingað til hafa Kaffitár og Estate Coffee styrkt mig til heimsmeistaramóts ferðanna en þar sem ég vinn víst hvergi núna þá verð ég bara að sjá um þetta sjálf.. kræst hvað er búið að spilla manni!! ;) og núna er ég bara alls ekkert viss hvort ég hafi efni á að koma heim til Íslands í sumar.. :( Var að fatta að ég lét skipta námlánunum niður í 9 greiðslur í stað 10 þannig að ég er algjörlega á kúpunni næstu þrjá mánuði með enga innkomu og enga vinnu!!! Úpps!! Voðalega getur maður verið utan við sig stundum!!
meira seinna..
sd
01 maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli