22 desember 2006

Jæja, þetta er allt að smella..

jamms, kláraði prófin í gær.. prófið á mánudaginn gekk nú miklu betur en í gær en svona er þetta bara, vona bara það besta. Brunaði svo í bæinn og kláraði síðasta shopperíið, kom svo heim í gærkvöldi og skipti um rennilás á pilsi (með nýju saumavélinni!!), þreif aðeins og ég veit ekki hvað.. og fór svo snemma í bólið, alveg búin á því. Búnir að vera langir dagar í skólanum undanfarið.

Í dag er svo búið að hamast við að pakka og þrífa og svo skoða eina íbúð í millitíðinni. Það eru kostir og gallar við íbúðina eins og alltaf en við fáum smá tíma til að hugsa málið.. ekki eins og við höfum um mikið að velja.. kannski getum við prúttað aðeins með verðið ;)

Svo er það bara lestin til Jótlands eftir rúman klukkutíma, konfektgerð á morgun og svo bara jólin komin!! Ég verð að viðurkenna að þessi desember hefur algjörlega þotið fram hjá mér. Verð að vera skipulagðari næst svo maður missi ekki alveg af jólastemningunni.

En ég hlakka voðalega til að koma heim til Íslands!! Bara 6 dagar þangað til. Vííííí!!! :)

Hafið það yndislega gott um jólin elskurnar mínar, sé ykkur vonandi sem flest á meðan dvölinni stendur. Gamla gsm- númerið verður vonandi opið frá og með 29.des..

Jólakveðjur frá Köben!

sd

15 desember 2006

Þetta smá mjakast..

jamms, mín bara búin að skrifa og senda 25 jólakort! Eitthvað sem ég hef ekki gert í nokkur ár held ég barasta, og er ferlega ánægð með mig :) Svo er búið að kaupa allar jólagjafir nema eina (Klaus), pakka inn og sníkja flugfar fyrir þá heim til Íslands með vinum eða ættingjum. Haldiði að það sé flottheit?!! úff hvað mín er skipulögð!! ;)

Bara að próflesturinn væri í jafn góðum málum.. ehh..

sd

p.s. takk fyrir góð pepp eftir örvæntingarfullt blogg síðast :)

07 desember 2006

Hangikjet, laufabrauð, íbúðarleit og Kosta Ríka..

Jamms, hangikjetið og laufabrauðið er komið í hús :) Elsku pabbi og mamma geta náttúrulega ekki hugsað sér annað en ég fái eitthvað almennilegt að éta á jólunum og sendu mér þessar kræsingar. Foreldrar Klaus voru hér um helgina og þeim leist vel á þegar ég sagði þeim að ég kæmi með smá nesti með mér ;) Jólin hér eru sko ekki síðri átveisla heldur enn heima og því fjölbreyttara því betra!

Íbúðarleitin gengur ekki neitt!! Helv..ansk..djöf.. hvað þetta pirrar mig :( Íbúðamiðlanirnar sem eru á netinu eru meira og minna peningaplokk, bara tilbúnar auglýsingar og algjört plat. Den Blå Avis þarf maður næstum því að kaupa kl.4 á morgnanna því það er nánast búið að leigja allt út sem auglýst er fyrir kl.10. Svo er málið að fólk er að auglýsa íbúðirnar sínar svo seint af því að þær fara svo fljótt.. Ef ég væri ekki svona stressuð yfir þessu þá myndi ég ekkert byrja að leita fyrr en tveim vikum áður en ég þarf að vera flutt út.. pirr pirr!! En ég vil helst vera búin að finna eitthvað áður en ég kem heim til Íslands því við verðum voða lítið heima í janúar...

Jáháts, við vorum nefnilega að staðfesta ferð til Kosta Ríka í janúar að heimsækja La Minita kaffibúgarðinn!! Pælið í því!! Komum heim frá Íslandi 8.jan og förum út aftur 11. og verðum í 9 daga... þá er kominn 21.jan og daginn eftir fer Klaus til Amsterdam í 3-4 daga... þetta flokkast nú bara undir kæruleysi af verstu gerð!! Við verðum á fjandans götunni 1.feb! Ég hangi bara í "þetta reddast" gírnum ;)

Svo eru prófin að skella á eftir 10 daga og ég er drullustressuð.. allavega fyrir rekstrarhagfræðina :( Ég get ekki einu sinni líkt þessum kúrs saman við þann sem ég tók í THí.. skil sko ekkert hvað maðurinn er að tala um!! Ekkert nema einhver stærðfæði og graf-teikningar.."Fallinn með 4.9" sönglar í hausnum á mér.. og upptökuprófið er tveim dögum eftir að ég kem frá Kosta Ríka þannig að ekki hjálpar það heldur.. pirr pirr!

og jólagjafirnar.. er ekki einu sinni byrjuð að kaupa þær :( Reyndar kemur Sissa til mín á sunnudaginn í svokallaða "shop-until-you-drop" ferð.. þá ætla ég að nota tækifærið og bara afgreiða jólainnkaupin á þessum tveim dögum.. ó hvað ég hlakka til að fá hana Sissu mína í heimsókn!! :)

jæja.. best að hætta þessu væli og sökkva sér ofan í bækurnar en ég segi nú bara; hvar er kósí aðventan???

kiss kiss,
sd ..á barmi taugaáfalls ;)