22 desember 2007

Beðið eftir jólunum..

jamms.. nú er ég loksins komin í jólafrí! :) Prófið gekk vel í gær og svo kláraði ég jólagjafa innkaupin á mettíma. Er ég kom heim blasti við tandurhrein íbúð!!! Haldið þið að hann Klaus minn hafi ekki hamast allan morguninn við að þrífa allt hátt og lágt á meðan ég var í prófinu. Ó hvað það var yndislegt! Svo elduðum við góðan mat og sötruðum jólaglögg fram eftir kvöldi.
Klaus tók svo lestina til Jótlands uppúr hádeginu í dag og ég er bara búin að vera að pakka inn gjöfum og skrifa á síðustu jólakortin sem fara í dreifingu á pósthúsi Öngulsstaðar á aðfangadag. Nú er allt niðurpakkað og klárt og ég bíð bara eftir að tíminn líði! Ennþá tveir tímar í að ég þurfi að koma mér á völlinn.

Mikið vona ég nú að veðrið verði til friðs. Ég slysaðist til að fara inn á veður.is og efst á síðunni var tilkynning um stormviðvörun á suður- og suðausturlandi! Var ekkert smá snögg útaf þeirri síðu aftur.. ég neita að hafa áhyggjur af þessu fyrr en eða ef þess virkilega þarf.

En elskurnar mínar.. hafið það öll sem allra best yfir háðirnar. Megið þið öll eiga gleðileg jól og farsælt komandi ár. Ég vona að ég sjái ykkur sem flest í jólafríinu.

Heljarinnar jólaknúússsssss á línuna,
sd

19 desember 2007

Þetta mjakast allt saman..

Afgreiddi eitt próf í morgun og það gekk mjög vel..þrátt fyrir svaka tannpínu sem er búin að bögga mig í alla nótt og í dag :( Er gjörsamlega að drepast í kjaftinum svo ég segi dömulega frá.
Næsta próf er á föstudaginn en ég held ég neyðist til að fara á tannlæknavaktina í kvöld.. vona að ég komist að þar svo þeir geti pínt mig og rukkað mig um morðfjár fyrir..

sd

14 desember 2007

Loksins aðventustemmning í kotinu..

Hann Klaus minn er algjörlega að bjarga aðventunni hér á heimilinu. Hér mallar hann glögg nánast á hverju kvöldi - og það er sko ekkert búðarglögg! Hann er álíka metnaðarfullur þegar það kemur að glögg-gerð eins og í kaffigerðinni; allt gert frá grunni, úr lífrænum hráefnum og sko ekkert verið að spara púrtarann né rauðvínið.

ummmm... yndislegt að sötra þetta yfir skólabókunum.

Uppskriftin er hér. Svo setti ég tvo jólasveina í gluggann og þar með eru jólaskreytingarnar komnar í ár. ;)

Góða helgi elskurnar.. passiði nú að fjúka ekki í burtu neitt. Ég vona bara að veðurguðirnir taki skapofsann út núna og hagi sér svo skikkanlega þegar ég þarf að ferðast á milli landa og landshluta í næstu viku.

Hér verður maraþon lærdómur um helgina fyrir utan smá litlu jól með CoffeeCollective genginu annað kvöld.

ta ta,
sd

12 desember 2007

Sætur 'sigur'
Við þurftum að kynna verkefnin okkar á mánudaginn. Þetta var eiginlega keppni, milli 18 hópa. Við áttum að setja okkur í spor ráðgjafa fyrirtækis og kynna hugmynd/lausn okkar á verkefninu sem fjallaði um samruna Nasdaq, OMX og Borse Dubai. Um hvaða vandamál gætu komið upp innan sameinaðs fyrirtækisins eftir samrunann vegna ólíkra hugsunarhátta, bafgrunns osfrv. Og við áttum að koma með hugmynd úr hvernig væri best að skapa nýja sameiginlega fyrirtækamenningu og andrúmsloft (fagið er Organizational Behavior). Það var 8 manna dómnefnd á svæðinu: deildarstjórinn, MBA nemar sem hafa verið að stúdera samrunann líka, prófessorar úr deildum tengdum faginu (Communications og Organizational Theory) og kynningarfulltrúi OMX Copenhagen (hún mátti reyndar ekkert kommenta á þetta hjá okkur).

En allavega, það var skemmtileg stemmningin þrátt fyrir stress í loftinu.. formlegheit og allir uppdressaðir. Ég og Anne kynntum okkar verkefni og við vorum á síðustu stundu að breyta textanum okkar því þetta var alltof langt hjá okkur. Ég var svo stressuð að ég man ekki eitt einasta orð sem ég sagði ;) ekki mitt uppáhalds and standa og tala fyrir framan 150 manns! En þetta gekk bara svona svakalega vel - urðum í öðru sæti. Vorum EINU stigi á eftir sigurvegurunum!!! Svo var þriðji hópurinn töluvert á eftir okkur. Ég er ekkert smá ánægð með okkur, átti alls ekki vona á þessu.

Fyrir mig persónulega var þetta sérstaklega sætur 'sigur'. Margir bekkjarfélagar mínir taka sig svo hrikalega hátíðlega og eru góðir með sig, vappandi um í jakkafötum og buxnadrögtm í skólanum, varla orðin tvítug. Ég var því ánægð að sjá að liðin í tveim efstu sætunum voru skipuð fólki sem er tiltölulega vel niðri á jörðinni og eru ekki jafn upptekin af þessum mikilmennskustælum.

Mikið er ég samt fegin að vera búin með þessa kynningu. Bara eitt munnlegt próf eftir í þessu fagi og svo er 4ra tíma skriflegt í tölfræðinni.

10 dagar í jólafrí!!!

sd

09 desember 2007

Það er semsagt kominn 9.desember!! Ótrúlegt hvað tíminn flýgur frá manni. Í fyrra lofaði ég sjálfri mér að á þessu ári skyldi ég nú gera pínu huggó á heimilinu á aðventunni.. ehmmm, það hefur nú ekki gerst ennþá!
Það er kynning á verkefninu okkar á morgun og eftir það er bara rúm vika í prófin - daginn eftir prófin er ég svo bara komin til Íslands!! Ó hvað ég hlakka til!! Þrátt fyrir að ég þurfi að skilja Klaus eftir heima.

Ég er nú samt búin að skrifa nokkur jólakort, ein og ein jólagjöf er komin í hús... og já, þá er það upptalið ;) Restinni verður reddað á þeim einum og hálfa sólarhring sem ég hef eftir prófin og fram að flugi ;) Gleymdi að panta jólaklippingu..en hvað með það, jólin koma þrátt fyrir smá rót ekki satt!??

Hér er smá jólakveðja til ykkar.knús til ykkar allra,
sd

03 desember 2007

Ekki fleiri hópverkefni á þessu ári - jeiiiii!
Mikið var það góð tilfinning að vakna í morgun (aðeins seinna en vanalega) og vita að það er engin 12-14 tíma törn í hópverkefna vinnu framundan!! Þannig eyddi ég semsagt helginni en við kláruðum í gærkvöldi og nú er Kristian á leiðinni uppá skrifstofu að afhenda verkefnið fyrir kl.12. Yndislegur léttir - allavega í nokkra daga, svo er kynningin á því í næstu viku.

Þannig að það er greinilega ekki mikið að frétta nema skóli skóli skóli.. Klaus er búin að vera á þvælingi. Var í þýskalandi fimmtudag og föstudag og á Jótlandi um helgina. Ágætt að vera laus við hann þegar svona mikið er að gera.

Í dag er ég að hugsa um að þrífa aðeins íbúðina og þvo þvott - því það gerist sennilega ekki aftur fyrr en eftir prófin 21.des!! Sleppa því að mæta á fyrirlestur - er 'overdosed' af organizational behavior eftir helgina hvort eð er. Svo ætla ég að hitta Sissu og Leif á kaffihúsi einhvers staðar uppí bæ, þau eru hér í nokkra daga. Í kvöld er svo smá afmæli hjá mági mínum. Vona að Rasmus og Mie bjóði uppá eitthvað gott að borða - svona verkefnatörn einkennist iðulega af alls konar fljótlegum, þægilegum en afar óhollum matarvenjum.. ;)

vá hvað ég er orðin kaffiþyrst núna.. best að hella uppá dýrindis CoffeeCollective Kenya Kariaini kaffi.. ummmm ;)