12 desember 2007

Sætur 'sigur'
Við þurftum að kynna verkefnin okkar á mánudaginn. Þetta var eiginlega keppni, milli 18 hópa. Við áttum að setja okkur í spor ráðgjafa fyrirtækis og kynna hugmynd/lausn okkar á verkefninu sem fjallaði um samruna Nasdaq, OMX og Borse Dubai. Um hvaða vandamál gætu komið upp innan sameinaðs fyrirtækisins eftir samrunann vegna ólíkra hugsunarhátta, bafgrunns osfrv. Og við áttum að koma með hugmynd úr hvernig væri best að skapa nýja sameiginlega fyrirtækamenningu og andrúmsloft (fagið er Organizational Behavior). Það var 8 manna dómnefnd á svæðinu: deildarstjórinn, MBA nemar sem hafa verið að stúdera samrunann líka, prófessorar úr deildum tengdum faginu (Communications og Organizational Theory) og kynningarfulltrúi OMX Copenhagen (hún mátti reyndar ekkert kommenta á þetta hjá okkur).

En allavega, það var skemmtileg stemmningin þrátt fyrir stress í loftinu.. formlegheit og allir uppdressaðir. Ég og Anne kynntum okkar verkefni og við vorum á síðustu stundu að breyta textanum okkar því þetta var alltof langt hjá okkur. Ég var svo stressuð að ég man ekki eitt einasta orð sem ég sagði ;) ekki mitt uppáhalds and standa og tala fyrir framan 150 manns! En þetta gekk bara svona svakalega vel - urðum í öðru sæti. Vorum EINU stigi á eftir sigurvegurunum!!! Svo var þriðji hópurinn töluvert á eftir okkur. Ég er ekkert smá ánægð með okkur, átti alls ekki vona á þessu.

Fyrir mig persónulega var þetta sérstaklega sætur 'sigur'. Margir bekkjarfélagar mínir taka sig svo hrikalega hátíðlega og eru góðir með sig, vappandi um í jakkafötum og buxnadrögtm í skólanum, varla orðin tvítug. Ég var því ánægð að sjá að liðin í tveim efstu sætunum voru skipuð fólki sem er tiltölulega vel niðri á jörðinni og eru ekki jafn upptekin af þessum mikilmennskustælum.

Mikið er ég samt fegin að vera búin með þessa kynningu. Bara eitt munnlegt próf eftir í þessu fagi og svo er 4ra tíma skriflegt í tölfræðinni.

10 dagar í jólafrí!!!

sd

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert snillingur, þarna kemur sér vel að hafa reynslu úr skóla lífsins :)

Sigurknús til þín

Guðný

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU!! Kemur sko ekki á óvart Sigga Dóra mín. Eins og ég hef oft sagt áður þá gerir þú ALLT vel sem að þú tekur þér fyrir hendur, og já betur en vel... gerir það SÚPER-vel...

Nafnlaus sagði...

Til hamingju! Ég skil vel þetta með sigurinn, þú veist núna að þú ert á réttri braut! Er það ekki??
Knús, þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

VÁÁÁ GLÆSILEGT hjá þér ;) til hamingju með þetta. Alltaf gaman að kíkja á síðuna þína. Já og til hamingju með afmælið um daginn ;). Hafðu það sem allra best og gangi þér vel í prófunum.
Kv.
Gerður Hlín

Nafnlaus sagði...

Ómægod!!! Það er kolvilaust veður hérna Sigga Dóra! Hvernig er hjá þér?? Hafðu það gott í dag elskan!
Þín Vigdís. www.mbl.is