19 desember 2007

Þetta mjakast allt saman..

Afgreiddi eitt próf í morgun og það gekk mjög vel..þrátt fyrir svaka tannpínu sem er búin að bögga mig í alla nótt og í dag :( Er gjörsamlega að drepast í kjaftinum svo ég segi dömulega frá.
Næsta próf er á föstudaginn en ég held ég neyðist til að fara á tannlæknavaktina í kvöld.. vona að ég komist að þar svo þeir geti pínt mig og rukkað mig um morðfjár fyrir..

sd

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það held ég að hann Skúli hafi gert illt verra í gamla daga með því að vera alltaf að krukka eitthvað í kjaftinum á þér elskan mín... var það ekki annars hann sem klúðraði málunum??

Farðu vel með þig og láttu deyfa þig almennilega! Þín Vigdís.