Beðið eftir jólunum..
jamms.. nú er ég loksins komin í jólafrí! :) Prófið gekk vel í gær og svo kláraði ég jólagjafa innkaupin á mettíma. Er ég kom heim blasti við tandurhrein íbúð!!! Haldið þið að hann Klaus minn hafi ekki hamast allan morguninn við að þrífa allt hátt og lágt á meðan ég var í prófinu. Ó hvað það var yndislegt! Svo elduðum við góðan mat og sötruðum jólaglögg fram eftir kvöldi.
Klaus tók svo lestina til Jótlands uppúr hádeginu í dag og ég er bara búin að vera að pakka inn gjöfum og skrifa á síðustu jólakortin sem fara í dreifingu á pósthúsi Öngulsstaðar á aðfangadag. Nú er allt niðurpakkað og klárt og ég bíð bara eftir að tíminn líði! Ennþá tveir tímar í að ég þurfi að koma mér á völlinn.
Mikið vona ég nú að veðrið verði til friðs. Ég slysaðist til að fara inn á veður.is og efst á síðunni var tilkynning um stormviðvörun á suður- og suðausturlandi! Var ekkert smá snögg útaf þeirri síðu aftur.. ég neita að hafa áhyggjur af þessu fyrr en eða ef þess virkilega þarf.
En elskurnar mínar.. hafið það öll sem allra best yfir háðirnar. Megið þið öll eiga gleðileg jól og farsælt komandi ár. Ég vona að ég sjái ykkur sem flest í jólafríinu.
Heljarinnar jólaknúússsssss á línuna,
sd
22 desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Elsku Sigga Dóra mín, til hamingju að vera búin í prófunum og gleðileg jólin. Ég vona að jólakortið frá okkur hafi komið í tæka tíð. Hlakka til að heyra í þér og hitta um jólin. Knús úr Borgarnesi
Sæl og blessuð og gleðilegt árið. Vona að þú hafir það gott í hinu flata landi kartaflna og rauðrófna. Ég var einmitt að rifja upp með mömmu í gær hvar allir gömlu skólafélagarnir væru staddir í lífinu. Það væri nú gaman að gera smá úttekt á því.
kveðja frá Akureyri að þessu sinni
GEH
Gleðilegt nýtt ár elsku besta Sigga Dóra mín og takk fyrir frábæran tíma sem við áttum saman milli jóla og nýárs! :o) Þú skilar kveðju til Klaus frá mér. ´Vonandi sjáumst við sem allra fyrst.
rebbarnir er víst ég Sigga Dóra mín, kann ekki að breyta þessu...
Þín Vigdís.
Skrifa ummæli