04 janúar 2008

Gleðilegt nýtt ár!

Já svei mér þá, barasta komið 2008! Alveg hreint ótrúlegt. En mér lýst bara vel á það. Árið 2007 var nú samt nokkuð gott. Sló persónulegt met í að ferðast á kostnað annarra og í að búa inná öðrum með alla búslóðina í geymslu út í bæ.

Svo ég útskýri nú betur þá var mikið um ferðalög þar sem ég var að dæma á kaffibarþjónamótum og ferðast með Klaus í boði hinna og þessara kaffifyrirtækja. Byrjuðum t.d. árið í Costa Rica að heimsækja La Minita kaffibúgarðinn sem var sko algjört æði! Svo var ég að dæma í Eistlandi, Þýskalandi og á Íslandi. Stuttu eftir Íslandsferðina fórum við í smá vinnuferð til Barcelona. Mikið var æðislegt að koma þangað aftur, fannst samt hálf skrítið að ég hafði einhvern tímann búið þar. Svo kom smá pása með vorinu hjá mér enda nauðsynlegt að sinna skólanum aðeins ;). Klaus þvældist um Kenýa, S-Afríku og USA á meðan. Svo fór hann aftur til S-Afríku júlí og ég fékk að fara með!! Í byrjun ágúst fórum við til Japan á heimsmeistaramót kaffibarþjóna. Ég dæmdi á mótinu og Klaus rölti um svæðið sem fráfarandi heimsmeistari og lét taka af sér myndir ;). Eftir mótið héldum við svo nokkur námskeið í Tokyo og Kobe með smá túrsitastoppi í Kyoto. Þessi ferð var alveg meiriháttar en það versta við þessar kaffiferðir er að það er lítill tími til að skoða sig almennilega um. Hefði líka alveg getað eytt meiri tíma í S-Afríku enda alveg hrikalega fallegt þar.

Stuttu eftir heimkomu frá Japan fór ég í kærkomið 2ja vikna frí til Íslands og leyfði Klaus að mála nýkeyptu íbúðina okkar sem við fengum óvænt afhenta tveim vikum fyrr enn áætlað var, daginn áður en ég flaug til Íslands.. ehemm... Náði að hitta alveg ótrúlega marga og ekki alveg á jafnmiklum hlaupum eins og svo oft í styttri heimsóknum. Svo kom ég heim í nokkra daga, við náðum að flytja og ég að mæta í örfáa tíma skólanum áður en ég fór til Mexíkó City að dæma á landsmótinu þar. En eftir þá ferð hef ég svei mér þá bara náð að vera að mestu heima hjá mér og reynt að sinna skólanum aðeins betur enn í fyrra - það sést líka aðeins á einkunnunum he he..

Jólafríið á Íslandi var alveg yndislegt. Hvít jól og endalaust mikið af góðum mat skemmtilegum félagsskap, sökkti mér gjörsamlega í sörudallana hennar mömmu! Komst svo hingað til Köben á næstsíðasta degi ársins þrátt fyrir skapmikla veðurguði og átti fín áramót hér. Saknaði nú samt purusteikarinnar hans pabba hrikalega mikið!!

Og nú er kominn 4.janúar sem þýðir að tvær frænkur mínar eiga afmæli í dag - og þær eru nöfnur í þokkabót. Guðný Ósk (systurdóttir mín) er 13 ára og Guðný Jóhannesar (erum bræðradætur) er .. tja.. á besta eldri er það ekki?? ;) Innilegar hamingjuóskir til ykkar beggja elskurnar mínar!!

Þrátt fyrir mörg meiriháttar ferðalög á þessu nýliðna ári þá held ég samt að hápunkturinn hafi verið að komast í varanlegt húsnæði eftir talsverðan þvæling. Það fór nú samt ofsalega vel um okkur hjá Mie þessa rúmu fjóra mánuði sem við vorum hjá henni og krökkunum og hún var voða fegin að hafa okkur á meðan Rasmus var í burtu. Við fluttum svo út í sömu viku og hann kom heim eftir sex mánuði í Afganistan.

Á þessu ári hlakka ég því mest til að klára að koma mér almennilega fyrir hér í litlu holunni okkar og gera hana fína.

ta ta,
sd

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta er sko heldur betur búið að vera viðburðaríkt ár hjá þér elskan mín! Ég hlakka til að koma í heimsókn í nýju íbúðina ykkar og bragða gott kaffi og svona... :o)

Kær kveðja, þín Vigdís.

p.s. Guðný og Guðný, til lukku með daginn!

Nafnlaus sagði...

takk fyrir kveðjuna og jú jú ég er eins og þessi blessuðu vín skána bara með aldrinum og enda líklega algóð ;)

Vigdís takk fyrir kveðjuna

knús Guðný

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár darling og takk fyrir síðast. Yndislegt að fá að hitta þig aðeins um jólin. Herdís María sendir rosaknús ;)