11 janúar 2008

Pósturinn Páll og kötturinn Njáll..

Ég fékk þetta lag á heilann um daginn og losna ekkert við það - versta er að ég man bara þessa einu setningu þannig að þetta er hálf þreytandi. Svo er ég svo mikið að reyna að muna hvaða leikari það var sem las inná þessa þætti þegar ég var krakki - var það kannski Bessi Bjarna?? Nei mér finnst eins og röddin hans hafi verið aðeins kvenlegri.. pósturinn Páll var nú svoddan pjattrófa er það ekki?

Aðal ástæðan fyrir þessum pælingum er að ég tók að mér smá afleysingastörf í póstdreifingu núna í janúar fyrst það er frí í skólanum. Þetta er nú ekkert sjúklega skemmtilegt en maður lætur sig hafa það. Þetta eru yfirleitt ekki nema 4-5 tímar á dag en ágætis púl. Þvílíka tröppuþrekið í þessum 5 hæða húsum hérna. Ég get alveg lofað ykkur því að ég er þegar búin að hlaupa af mér jólaspikið, það var nú ekki lengi gert!!

Ég ætla nú að reyna að finna mér eitthverja skemmtilegri vinnu með skólanum þegar hann byrjar en þessi vinna var auðveld að hlaupa inní strax eftir áramótin. Danir eru nú ekki þekktir að afgreiða atvinnuumsóknir á undir 3 vikum þannig að ég vildi ekki eyða öllum janúar í að bíða eftir einhverju svoleiðis.

Janúar dagarnir fara semsagt í þetta.. svo þvælist ég aðeins á netinu í frekari atvinnuleit og algjörlega óþörfum blogglestri hjá bláókunnugu fólki.. svo er ég farin að sinna baðherberginu aðeins aftur. Ég stekk þar inn þegar ég er í stuði til og pússa eina og eina flís en eins og þið vitið að þá er ég komin með krónískt ofnæmi fyrir þessu baðherbergi síðan ég eyddi heilli viku í að skrapa málninguna af flísunum þarna einhvern tímann í haust - kannski að þetta klárist fyrir páska! ;)

Annað er nú ekki meira að frétta héðan úr rigningarbælinu. Bara týpískur rólegheita janúar. Fyrir nákvæmlega ári síðan sóluðum við okkur í Kosta Ríka, þömbuðum Bloody Mary og Piña Colada og fengum að tína kaffiber af trjánum á La Minita kaffibúgarðinum... ég læt mig bara dreyma í þetta skiptið ;)

Góða helgi mín kæru..

sd

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sést hann síðla nætur
seinn er ekki' á fætur
lætur pakka og bréf í bílinn sinn.

Börnin þekkja Pál og bílinn hans
bros og veifa allir ef Palli heilsar...kannski.... en vertu þó ekki' viss..

Heyrist bank! Dingl! Um lúgu læðist bréf.....

Trallalalllalllaaaa..... :o) (getur það hafa verið Pálmi Gestsson sem las??)

Til hamingju með vinnuna, ánægð með þig gamla mín! Lovjú!
Knús, Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Æi Vigdís þú eyðilagðir djókinn minn ég nefnilega kann þetta lag út og inn síðan ég vann á skammtímavistun og var því með þetta lag á heilanum fyrri part annarrar hverjar vikur.

Póstútburður er örugglega ekki verra starf með skóla en hvað annað.

knús af krók

Guðný

Nafnlaus sagði...

Hahahaha ég er alveg í kasti yfir þessu lagi:D Ég syng þetta svo oft fyrir dóttur mína;)
Annars fékk ég Gotta-lagið á heilann um daginn og ég get LOFAÐ þér því að Pósturinn Páll er skárri!!! Svo var ég loksins laus við helv... lagið þá fékk ég sms frá Tomma: Ertu nokkuð hætt að vera með Gotta á heilanum? Og þar með fékk ég það á heilann aftur!!!

Nafnlaus sagði...

ha ha.. þið eruð æðislegar! :) Ég átti alls ekki von á einhver kynni textann ennþá.

knús á línuna!

sd

Veinólína sagði...

Heyrð'elskan! Þú verður samt að passa þig að fá ekki svona lyftingamannalæri af öllum hlaupunum upp og niður tröppur!!! Það er svo hrikalega ljótt! :o)
Knús, farðu nú að blogga!
Þín Veinó

Dilja sagði...

hahah, ég var að sjá það núna að við erum með sama "titil" á nýjustu færslunum okkar.

Annars bara óska ég þér góðs gengis í atvinnuleit, og öfundarkveðjur yfir að hafa kvatt jólaspikið. Ég er ennþá með spik síðan ´69 að mér finnst;)