30 maí 2006

Verðlaunin.. ;)

Meðal þess sem Klaus fékk í verðlaun á heimsmeistaramótinu er þessi klikkaða espressóvél!!

Hún er reyndar ekki enn komin í almenna framleiðslu..og búin að vera í þróun hjá framleiðandanum í nokkur ár. Við þurfum því að bíða fram í september eftir því að fá hana senda.
Svo fékk hann líka svaka flotta kaffikvörn eins og þessi nema hún er svört og krómuð, ekki verra:

Kvörnin er þegar komin í hús... það sem verra er að þessar flottu græjur komast engan veginn inn í okkar míní eldhús!! Það er því annað hvort að fara að leita að nýju húsnæði af einhverri alvöru... eða setja upp kaffikrók í stofunni.. ;)
Ferðasaga.

Er loksins búin að dæla inn nýjum myndum hér til hægri frá Bern. Ég gerði allar útskýringar á ensku svo að vinir og ættingjar Klaus gætu líka kíkt á þær og skilið eitthvað.

En ég ætla nú líka að segja ykkur aðeins frá ferðalaginu. Við tvö keyrðum saman með troðfullan bíl af allskonar varningi... það fór heill dagur í að pakka öllu vandlega saman í kúluplast og tilheyrandi, fylla út tékklista svo að örugglega ekkert gleymdist o.s.frv... Við prentuðum út leiðina af netinu og samkvæmt því átti ferðin að taka ca. 12 tíma... hjá okkur endaði hún í 16 tímum!!
Fyrstu klukkutímana var bara gaman af þessu.. útsýnið var fallegt hvort sem það var rigning eða sól.. ;)


En það virðist vera ótrúlega mikið um vegaframkvæmdir á þýsku hraðbrautunum þessa dagana.. Oft var umferðin mjög hæg og jafnvel alveg stopp... sem betur fer virtist stappan samt alltaf verri á akreinunum á móti okkur þannig að við töldum okkur heppin.

Þegar við vorum loksins komin til Bern kl. 1 eftir miðnætti.. dauðuppgefin og sjúskuð, búin að sjá rúmið í hyllingum síðustu 3 tíma, þá var ekkert hótelherbergi handa okkur!! :( Vegna misskilnings varðandi staðfestingu á að við myndum tjékka inn mjög seint, þá var búið að leigja einhverjum öðrum herbergið okkar!!! OG öll borgin gjörsamlega yfirbókuð vegna kaffiráðstefnunnar. Ég var nokkurn veginn farin að sætta mig við að sofa í bílnum þá nótt... við keyrðum á milli nokkurra hótela án árangurs en fengum svo loks númer hjá einu hóteli sem var með EITT herbergi laust... við komumst því loks í háttinn um hálf þrjú og þurftum svo að skipta aftur yfir á hitt hótelið næsta dag.

Peter brennslumeistari kom með flug næsta dag og sá dagur fór aðallega í að taka upp úr kössum og sjá til þess að allt væri óbrotið og að ferðakælirinn væri að halda dönski mjólkinni góðri ;) Við fórum út að borða um kvöldið.. þar sem þessi réttur gerir kvöldið ógleymanlegt:


Peter pantaði sér týpískan Bern disk.. í þeirri trú um að fá sýnishorn af hinum og þessum kjöttegundum.. en nei nei.. hann fékk í staðinn heilann stafla af all konar feitu kjöti og vænan skammt af sauerkrautz undir öllu saman!! Svo er fólk eitthvað að hneykslast á sviðakjömmunum okkar!! og þó að Peter sé stór og sterkur og mjög hrifinn af kjöti þá komst hann ekki mjög langt með þennan rétt! ;)

Næsta dag fór ég á dómarasnámskeið og Klaus og Peter á keppenda fund. Dómaranámskeiðið er alltaf áhugavert.. það þarf að reyna að samræma marga og mjög ólíka dómara svo við séum öll að dæma eftir sama standard. Sumir virðast mjög ósveigjanlegair frá sínum eigin sannfæringum um hvað sé rétt eða ekki. En það er alltaf gaman að hitta alla aftur á þessum kaffiferðalögum.. ;) alls konar áhugaverðir karkaterar...

Klaus keppti í undanúrslitunum á föstudeginum.. það voru nokkrir mjög sterkir að keppa þann dag og mikil spenna í loftinu. Klappstýrurnar okkar frá kaffihúsinu og brennslunni höfðu sumar keyrt alla nóttina til að geta kvatt hann. Þær síðustu komu með flugi og voru mættar á svæðið aðeins 5 mínútum áður en hann byrjaði. Það var samt ótrúlegt hvað það myndaðist góð stemmning í salnum þegar hann byrjaði og greinilegt að það voru margir sem héldu með honum.

Ég var að dæma á laugardeginum.. dæmdi 5 keppendur í tækni um morguninn og svo 5 aftur í smakki seinnipartinn. Það voru alls 40 keppendur í ár. Það er ógerlegt að sömu dómarar dæmi alla þannig að hvert dómaralið dæmir 5 keppendur í einu.
Svo var tilkynnt hverjir komust í úrslit:


Danmörk, Ísland, Svíþjóð, USA, Kanada og UK. Þetta var ótrúlegur léttir þó að innst inni værum við nokkuð viss um að við kæmumst í úrslit. Kvöldið var því tekið rólega, við mölluðum pannacotta, kaffifroðulög, straujuðum skyrtur, dúka, servíettur o.s.frv. og fórum snemma að sofa.

Allt gekk eins og í sögu á lokadeginum. Klaus virtist voða lítið stressaður og ég held að það hafi hjálpað honnum ótrúlega mikið í keppninni því að var svo augljóst að hann hafði líka GAMAN af því að vera þarna.


Hann var greinilega í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum og fór pínu hjá sér held ég yfir öllum fagnaðarlátunum eftir að hann hafði lokið keppni ;)

Ég get varla lýst tilfinningunni þegar tilkynnt var um sigurvegarann.. það er frábært að fá svona viðurkenningu fyrir alla vinnuna sem við erum búin að leggja í þetta. Klaus var búinn að vera að undirbúa þetta í næstum heilt ár og æfa sig mjög stíft síðustu fjóra mánuðina. Síðustu þrjá mánuði er ég búin að vera með honum við æfingar í brennslunni og ef ég á að segja alveg eins og er.. þá er ég ekki viss um að ég væri til í þetta aftur!! ;)


Ég grenjaði næstum klukkutíma eftir að úrslitin voru ljós :( svo var auðvitað skálað í kampavíni fram eftir degi og farið í lokapartiíð um kvöldið. Næsti dagur fór í að rölta aðeins um Bern sem alveg ótrúlega falleg borg. Það er eins og að vera komin í eitthvað ævintýri að vera þarna, sérstaklega þegar það var heiðskýrt og svissnesku alparnir blöstu við í fjarska. Því miður höfðum við alls ekki nógu mikinn tíma til að skoða okkur um. Síðasta kvöldið fórum við Klaus út að borða með Kaffitársgenginu.. það klikkar aldrei og var fullkominn endir á frábærri ferð ;)

Heimferðin gekk aðeins betur.. aðeins 14 tíma keyrsla! ;)

24 maí 2006

BESTUR I HEIMI!! :)

jaháts! Klaus er heimsmeistari kaffibarþjóna 2006 :) Þetta er búin að vera viðburðarík vika og allir að rifna úr stolti... Spennandi ár framundan hjá Klaus.. alls konar boð um ferðalög hingað og þangað. Geri mitt besta í að troða mér með. Það er allavega búið að bjóða mér með til Portland, Chicago, og Þýskalands.. Klaus er boðið til Ástralíu í júlí, akkúrat þegar ég er í fríi frá skólanum og við vorum búin að plana að fara í frí..þannig að nú er það mission-ið að komast með í þá ferð!! ;)

Erum uppgefin eins og er.. komum heim um 5 í nótt eftir 14 tíma akstur.. nú þarf að losa bílinn.. :(

lofa að koma með myndir og meira blogg sem fyrst!

Takk fyrir allar óskir um gott gengi og hamingjuóskir!! ;)

K biður að heilsa..

-sd

16 maí 2006

Á leiðinni til Bern..

jæja.. leggjum í'ann eftir hálftíma. 12-13 tíma keyrsla framundan. Bíllinn pakkaður af dóti og allt reddí! Eigum von á spennandi móti og skemmtilegri viku framundan. Alltaf gaman að hitta allt "kaffifólkið" í þessum ferðum ;)

veit hinsvegar ekkert um Eurovision stemmingu á þessu fólki, hún verður sennilega mjög takmörkuð.. :/

hafið það gott elskurnar mínar..

10 maí 2006

júbbs.. ég er hér! ;)

bloggið er víst ekki nógu ofarlega á forgangslistanum þessa dagana.. reyni að bæta úr því.

Það er voða mikið um æfingar hjá Klaus núna enda er heimsmeistaramótið alveg að bresta á. Við breyttum nú prógramminu ekki mikið síðan á danska mótinu enda fékk hann mjög góð komment frá dómurunum þar. Löguðum samt nokkur smáatriði. Það er ótrúlegt hvað hefur farið mikil vinna í þetta og það verður spennandi að sjá hvernig gegnur í Bern. Hann á náttúrulega eftir að heilla alla uppúr skónum þar líka.. hann er soddan sjarmör þessi elska ;)

Þannig að maður hefur lítið getað notið veðurblíðunnar sem hefur leikið við okkur hérna.. mér skilst að þetta sé nú ekki alveg normalt svona snemma sumars en hér hefur verið í kringum 20 stiga hiti síðustu vikuna og glampandi sól. En það eru komnar nokkrar freknur og smá roði í kinnarnar ;)

Stórmerkilegur atbuður átti sér stað hér fyrir síðustu helgi... ég keypti mér aðgang að líkmsræktarstöð!! ;) Ég hef nú ekki komið inní svoleiðis í rúm 2 ár!!! Þannig að ég er frekar stolt og tek mjög gjarnan við öllum hamingjuóskum! ;)

Ég kláraði loksins 2. level í dönskskólanum í dag.. ég þurfti að endurtaka það af því ég missti viku úr þegar ég kom til Íslands. Vá hvað mér leiddist hrikalega!! og nú tek ég 3ja vikna frí fyrst við erum að fara til Bern, og byrja því að 3. leveli eki fyrr en 7.júní... þannig að danskan er að koma HÆGT en örugglega !! ;)

Annars er lítið að frétta..

;)

´