30 apríl 2006

Latur sunnudagur..

það er ekki hægt að segja annað.. klukkan er að verða sex og ég er ennþá á náttfötunum ;) kannski bara ágætt til tilbreytingar. er samt alveg búin að vera dugleg.. henti inn 2 nýjum albúmum hér til hægri, skellti í amerískar pönnukökur í hádeginu, horfði á fullt af lélegu sjónvarpsefni, hékk á netinu í dágóða stund, svo á að elda kjulla í kvöldmat og læra smá dönsku.. ekki slæmt er það?!
hér er til dæmis mynd frá danska mótinu..




Annars var gærkvöldið mjög kósí.. við fórum í mat til Fritz og Vivi. Þau búa ca. hálftíma keyrslu norður af Kaupmannahöfn. Fritz sýndi snilldartakta á grillinu (úti í rigningunni). Bauð uppá tígrisrækjur í hvítlauk og nautasteik með rósmarín kartöflum... suddalega gott. Við höfum bæði kynnst Fritz í gegnum kaffistússið, hann þjálfar kaffibarþjóna út um allt fyrir keppnir (enda fyrrverandi heimsmeistari) og er líka dómari... hann hefur einmitt verið að vinna með Klaus fyrir danska mótið og svo aðeins meira núna fyrir heimsmeistaramótið... Við semsagt átum á okkur gat í gærkvöldi og kjöftuðum svo fram eftir kvöldi.

Tók nú engar myndir í gærkvöldi en hér erum við fjögur samt að éta á okkur gat í matarboði hjá Queen Sonju Grant. Dómaragenginu á Íslandsmótinu var öllum boðið uppá kóngakrabba úr Barentshafi ef ég man rétt og smakkaðist ekkert eðlilega vel.. Það klikka aldrei matarboðin hennar Sonju ;)



Framundan eru fleiri æfingar fyrir Bern.. það er bæði tilhlökkun og spenna í loftinu. Við keyrum niðureftir 16. maí og verðum í tæpa viku.. þetta verða strembnir dagar eins og vanalega á þessum mótum en þetta er bara svo hrikalega gaman líka ;)

bæ í bili..

28 apríl 2006

komnar inn nýjar myndir hér til hægri.. með titlum og allt!! ;) já já ég veit.. þetta eru soldið gamlar myndir en það er meira í vinnslu!!

góða helgi!!

25 apríl 2006

Klaus er danski meistarinn 2006! :)

..og ég er hrikalega stolt af honum!! Síðustu vikur hafa verið mjög annasamar, æfingar á hverjum degi og ýmsir hlutir sem þarf að hjóla eftir úr um allan bæ. Og árangurinn kom í ljós núna um helgina.. Klaus sigraði bæði undanúrslitin, sem gerir hann að Sjálandsmeistaranum líka ;) og úrslitin með glæsibrag! Næst á dagskrá er því heimsmeistaramótið I Bern, Sviss eftir ca. 3 vikur...

skrifa meira seinna í dag.. ætla að skreppa aðeins á kaffihús núna (í fyrsta skipti lengi) og kannski setja einhverjar myndir inn hérna fyrst fólk er eitthvað kvarta ;)

15 apríl 2006

Gleðilega páska!!

Vonandi hafið þið það öll gott um páskana.. sérstaklega þarna fyrir norðan í öllum snjónum!! Hér er búið að vera yndislegt í allan dag, fyrsti almennilegi vordagurinn. Þegar ég var að hjóla heim áðan saknaði ég þess þó að finna enga grill lykt! Finnst það nefnilega mjög einkennandi fyrir Íslendinga hvað þeir eru snöggir að henda kjöti á grillið um leið og fyrstu góðu dagarnir koma.. ;)

Ég væri nú samt alveg til í að vera fyrir norðan um páskana þetta árið. Elsku besta Vigdís mín er að halda uppá þrítugs afmælið sitt þar um helgina og mér finnst virkilega glatað að vera ekki á svæðinu. Enn og aftur til hamingju með daginn í gær elsku Vigdís mín!!! Sakna þín hrikalega mikið!!
Svo væri ég líka til í að kjassast og knúsast aðeins í nýjasta frændanum í fjölskyldunni, honum Nökkva litla. Til hamingju með skírnina Sunna og co... Vona að það verði ekki of langt í að ég fái að kíkja á litla krílið.
Svo er líka bara alltaf gott að vera á Akureyri.. ;)

Ég klikkaði á íslenska páskaegginu :( sakna þó mest málsháttanna.. en ég keypti íslenskt lambakjöt í búðinni áðan til að elda annaðkvöld ;) pínkulítinn lambahrygg fyrir okkur tvö.. sjáum til hvernig til tekst ;)

kiss kiss,
sd

10 apríl 2006

it's alive!! ;)

já já.. ég er alveg á lífi, bara búin að vera löt að blogga...
Íslandsdvölin var töluvert öðruvísi en ég ætlaði mér. Vaknaði fárveik morguninn sem ég átti flug, drösslaðist nú samt uppá flugvöll og svo beint til læknis heima á íslandi. Inflúensa, 40 stiga hiti og bronkítis var sjúkdómsgreiningin þar. Minni var skellt á pensilín sem dugði ekki betur en svo að 2 dögum seinna var ég aftur mætt á læknavaktina, öll rauðflekkótt og fín og skipað að hætta á pensilíninu og taka því rólega! næstu daga. Það var nú ekki alveg inní myndinni enda mætt á svæðið til þess að dæma á Íslandsmóti kaffibarþjóna... Þannig að ég náði alls ekki að hitta eins marga og ég vildi á meðan ég var heima... reyndi að slappa sem mest af fram að mótinu, þá hrökk einhver aukakraftur í gang og allt gekk bara ljómandi vel... Lagðist reyndar aðeins í rúmið aftur þegar ég kom aftur til Köben og fór enn eina ferðina til læknis til að fá ofnæmislyf sem íslenska lækninum fannst algjör óþarfi að gefa mér.. Þannig að ég er öll að koma til núna.. ;) komin með réttan húðlit aftur og nokkurn vegin laus hóstaköst keðjureykingamannsins.. Klaus til ómældrar ánægju!! ;)

Íslenskir kaffibarþjónar sýndu glæsileg tilþrif á mótinu og Imma skvís frá Kaffitári kom öllum skemmtilega á óvart ( samt aðallega sjálfri sér held ég!) með glæsilegum sigri en það var hrikalega mjótt á mununum í lokin ! ;)

Annars komin í páskafrí frá dönskuskólanum og nú stendur undirbúningur Klaus fyrir danska mótið sem hæst... maður stússast því aðallega í því þessa dagana.. fer eitthvað lítið fyrir páskahátíðinni þetta árið hjá manni. Og ef ég hugsa til baka þá held ég að ég hafi eytt 3 síðustu páksafríum í undirbúning fyrir annað hvort Íslandsmót eða heimsmeistaramót kaffibarþjóna!!

Elín systir var í Köben um helgina ásamt 9 öðrum Trylltum Túttum! Sá saumaklúbbur stendur svo sannarlega undir nafni.. say no more.. ;) Við systurnar fengum okkur lunch saman á föstudaginn og svo fór ég með þeim öllum út að borða um kvöldið. Þar var mikið líf og fjör en ég fór fyrst heim.. já maður er djöfull lélegur í þessu!! ;)

en nú er planið að sinna aðeins húsverkunum.. ekki veitir af!! Svo á að malla dýrindis Lasagna í kvöld.. ;)

kiss kiss!