10 apríl 2006

it's alive!! ;)

já já.. ég er alveg á lífi, bara búin að vera löt að blogga...
Íslandsdvölin var töluvert öðruvísi en ég ætlaði mér. Vaknaði fárveik morguninn sem ég átti flug, drösslaðist nú samt uppá flugvöll og svo beint til læknis heima á íslandi. Inflúensa, 40 stiga hiti og bronkítis var sjúkdómsgreiningin þar. Minni var skellt á pensilín sem dugði ekki betur en svo að 2 dögum seinna var ég aftur mætt á læknavaktina, öll rauðflekkótt og fín og skipað að hætta á pensilíninu og taka því rólega! næstu daga. Það var nú ekki alveg inní myndinni enda mætt á svæðið til þess að dæma á Íslandsmóti kaffibarþjóna... Þannig að ég náði alls ekki að hitta eins marga og ég vildi á meðan ég var heima... reyndi að slappa sem mest af fram að mótinu, þá hrökk einhver aukakraftur í gang og allt gekk bara ljómandi vel... Lagðist reyndar aðeins í rúmið aftur þegar ég kom aftur til Köben og fór enn eina ferðina til læknis til að fá ofnæmislyf sem íslenska lækninum fannst algjör óþarfi að gefa mér.. Þannig að ég er öll að koma til núna.. ;) komin með réttan húðlit aftur og nokkurn vegin laus hóstaköst keðjureykingamannsins.. Klaus til ómældrar ánægju!! ;)

Íslenskir kaffibarþjónar sýndu glæsileg tilþrif á mótinu og Imma skvís frá Kaffitári kom öllum skemmtilega á óvart ( samt aðallega sjálfri sér held ég!) með glæsilegum sigri en það var hrikalega mjótt á mununum í lokin ! ;)

Annars komin í páskafrí frá dönskuskólanum og nú stendur undirbúningur Klaus fyrir danska mótið sem hæst... maður stússast því aðallega í því þessa dagana.. fer eitthvað lítið fyrir páskahátíðinni þetta árið hjá manni. Og ef ég hugsa til baka þá held ég að ég hafi eytt 3 síðustu páksafríum í undirbúning fyrir annað hvort Íslandsmót eða heimsmeistaramót kaffibarþjóna!!

Elín systir var í Köben um helgina ásamt 9 öðrum Trylltum Túttum! Sá saumaklúbbur stendur svo sannarlega undir nafni.. say no more.. ;) Við systurnar fengum okkur lunch saman á föstudaginn og svo fór ég með þeim öllum út að borða um kvöldið. Þar var mikið líf og fjör en ég fór fyrst heim.. já maður er djöfull lélegur í þessu!! ;)

en nú er planið að sinna aðeins húsverkunum.. ekki veitir af!! Svo á að malla dýrindis Lasagna í kvöld.. ;)

kiss kiss!

Engin ummæli: