15 apríl 2006

Gleðilega páska!!

Vonandi hafið þið það öll gott um páskana.. sérstaklega þarna fyrir norðan í öllum snjónum!! Hér er búið að vera yndislegt í allan dag, fyrsti almennilegi vordagurinn. Þegar ég var að hjóla heim áðan saknaði ég þess þó að finna enga grill lykt! Finnst það nefnilega mjög einkennandi fyrir Íslendinga hvað þeir eru snöggir að henda kjöti á grillið um leið og fyrstu góðu dagarnir koma.. ;)

Ég væri nú samt alveg til í að vera fyrir norðan um páskana þetta árið. Elsku besta Vigdís mín er að halda uppá þrítugs afmælið sitt þar um helgina og mér finnst virkilega glatað að vera ekki á svæðinu. Enn og aftur til hamingju með daginn í gær elsku Vigdís mín!!! Sakna þín hrikalega mikið!!
Svo væri ég líka til í að kjassast og knúsast aðeins í nýjasta frændanum í fjölskyldunni, honum Nökkva litla. Til hamingju með skírnina Sunna og co... Vona að það verði ekki of langt í að ég fái að kíkja á litla krílið.
Svo er líka bara alltaf gott að vera á Akureyri.. ;)

Ég klikkaði á íslenska páskaegginu :( sakna þó mest málsháttanna.. en ég keypti íslenskt lambakjöt í búðinni áðan til að elda annaðkvöld ;) pínkulítinn lambahrygg fyrir okkur tvö.. sjáum til hvernig til tekst ;)

kiss kiss,
sd

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk elsku Sigga Dóra mín! Sakna þín líka hrikalega mikið og vildi óska að þú kæmist í afmælið.:o( Er á Akureyri í snjónum og sólinni, geggjað veður. Er hjá Elvu vinkonu og finnst ég bara vera fyrir.... allar stelpurnar komnar með svo stórar fjölskyldur og svona. Skrýtið... En hafðu það rosalega gott um páskana og knúsaðu Klaus frá mér, njótið íslenska lambsins! :o)

Gleðilega páska!

p.s. familían bað kærlega að heilsa! :O)

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska!:)
Íslenska lambið verður örugglega frábært:)
Knús og kossar:*

Maja pæja sagði...

Vonandi voru páskarnir ljúfir... er nú alveg viss um það ;) knús frá mér til þín

Maja pæja sagði...

ps. mig langar í fleiri myndir!! ;)

Sigrún sagði...

Hey er ekkert að gerast þarna í Danaveldi? Eða eru "no news, good news?"

Nafnlaus sagði...

SiggaDóra mín og Klaus, gleðilegt sumar, hér skín sól, snjórinn er að fara úr garðinum og ég ætla ekki að læra meira í dag, mamma.

Nafnlaus sagði...

Elsku Sigga Dóra og Klaus, vonandi höfðuð þið góða páska, öfunda ykkur á vorveðrinu í Danmörku, það er svo yndislegt. Allt gengur vel hjá stórfjölskyldunni á Ósi og allir biðja að heilsa. Komum vonandi sem fyrst að heimsækja ykkur.
ástarkveðja frá Ósi