27 nóvember 2006

jól í nóvember..

Það er ekki hægt að segja annað en að smá jólastemmning hafi verið í stofunni hjá okkur í liðinni viku. Klaus fékk sendingu frá Philips sem þakkarvott fyrir smá sýningu sem hann var með fyrir þá á Ítalíu um daginn. Þeir höfðu nefnt það við hann að hann mætti eiga von á smá glaðning.. en HALLÓ!!! Þeir sendu hraðsuðuketil, brauðrist, blender, safapressu sem tekur hálfan eldhúsbekkinn, kaffi uppáhellingarvél og "espressóvélina" þeirra sem Klaus skildi nú bara eftir á skrifstofunni.. ;) En þetta eru allt ekkert smá flott tæki, allt í stíl með burstað stál lúkk... það er auðvitað ekki séns að þetta komist allt inní eldhúsið okkar en flott er það!! ;) Við vorum viss um að uppáhellingar vélin væri algjört prump en hún virkar bara svona helvíti vel og er í miklu uppáhaldi hjá okkur þessa dagana..

En annars er svo langt síðan ég bloggaði síðast að ég veit ekki hvað er búið að gerast meira síðan síðast.... nóg að gera í skólanum eins og vanalega. Fékk bara ágætis einkunnir úr prófunum... fékk reyndar hærri einkunn í prófinu sem mér fannst ganga miklu verr... en bekkurinn er reyndar að fara úr límingunum yfir niðurstöðunum úr hinu prófinu, ótrúlegasta fólk féll eða rétt skreið. Fyrst varð ég fyrir smá vonbrigðum með mína einkunn en þegar ég heyrði heildarniðurstöður þá er ég nú bara sátt með að vera bara rétt yfir meðallagi í því faginu.... en það ætlar fullt af liði að senda inn formlegar kvartanir og vesen.. stressið í þessu unga fólki segi ég nú bara, það hefur enn tvö og hálft ár til að hækka meðaleinkunnina sína!!

Það var æðislega gaman að fá Vigdísi og co í bæinn.. við sprelluðum og borðuðum góðan mat saman og drukkum nokkra mojito að sjálfsögðu ;) Vigdís kom færandi hendi með tvo stóra kubba af íslenskum skólaosti og vænan skammt af kúlusúkki.. ummmm ;) Ég fékk reyndar smá heimþrá eftir að helginni lauk, maður saknar jú vina og ættingja oft og mikið... en þá er nú gott hvað stutt er í að ég komi landsins!! Ég hlakka svooooooo til!!

kiss kiss,
sd

17 nóvember 2006

Enn eitt afmælisbarnið ;)

Hún yndislega vinkona mín Maj-Britt á afmæli í dag!! Innilegar hamingjuóskir með daginn elskan mín.. vonandi ertu búin að hafa það gott í dag og góða skemmtun í kvöld, það verður örugglega æði á tónleikunum! Klaus biður að heilsa og ég sendi þér endalaus knús og kossa... miss jú!!

sd

16 nóvember 2006

Pabbi minn er 55 ára í dag!! :)

Til hamingju með daginn elsku besti pabbi!!

jamms.. það eiga margir afmæli í nóvember ;) annars er voða lítið að frétta.. mikið að gera í skólanum og ég hlakka til helgarinnar. Vigdís og co. nýkomnar í bæinn og ég ætla að hitta þær allar á morgun eftir skóla.. JEIII!! ;)

svo er búð að kaupa flugmiða heim í desember.. komum til landsins að kvöldi 28.des og fljúgum norður seinnipart næsta dag. Svo komum við suður aftur 4.jan og verðum fjóra daga í Reykjavíkinni.

Ó hvað ég hlakka til að koma heim!! :)

kiss kiss,
sd

14 nóvember 2006

Afmælisbarn dagsins!

Sigrún vinkona mín er þrítug í dag!! JEIII!! :) Velkomin á fertugsaldurinn kæra vinkona!!
kiss kiss,
sd

10 nóvember 2006

Takk fyrir mig! :)

jábbs, takk fyrir öll commentin, skilaboðin og hringingarnar. Það var æðislegt að heyra í svona mörgum á afmælisdaginn. Dagurinn var meiriháttar í alla staði þrátt fyrir lítil plön. Brunchinn á Europa klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og svo skemmtilega vildi til að við rákumst á ótrúlega marga sem við þekktum, bæði á leiðinni þangað og á staðnum. Ekki mjög algengt hér í Köben. Við hittum Jens, Troels og Søren Stiller og frú (kaffifólk allt saman), svo líka Þórey og Kristínu og meira að segja Kristbjörgu frá Kaffitári.. ;) Søren sendi okkur kampavín á borðið þanning að við 'neyddumst' til að byrja að sulla í svoleiðis hádeginu ;)

Næst fórum við á Estate Coffee til að fá okkur drekkanlegt kaffi ;) Þar voru Þórey og Kristín búnar að undirbúa óvæntan glaðning.. þær komu stökkvandi á móti mér syngjandi hástöfum afmælissönginn á íslensku og inni beið enn meira kampavín og fleira samstarfsfólk til að skála með okkur. Andlit kúnnanna og gangandi vegfaranda breyttust í óttablandin spurningamerki þegar þær hófu sönginn en mér fannst hann fallegur!! ;)

Við vorum ekki lengi að klára kampavínið og þá var komið að því að kaupa afmælisgjöfina mína frá Klaus. Hann var búinn að ákveða að vega mér úr en treysti sér ekki alveg að velja það sjálfur. Við vorum ótrúlega snögg að finna rétta úrið og ég er ekkert smá ánægð með það. Svo var Klaus búinn að panta borð á æðilegum veitingastað um kvöldið.. Kong Hans Kælder.
www.konghans.dk
Ég hef sjaldan fengið jafn góðan mat eða upplifað jafn góða þjónustu... :)

Daginn eftir kom svo risastór pakki til mín með póstinum.. og ekki finnst mér það leiðinlegt ;) Ma og Pa ásamt systkinum mínum, öfum, ömmum og frænkum og frændum sendu mér þessa rosa flottu saumavél í tilefni dagsins og VÁ! hvað ég er ánægð með hana!! Hún er æðisleg, þúsund þakkir fyrir mig!! :)

Seinnipartinn í gær átti ég svo stefnumót við Sigrúnu vinkonu og Egil Orra grallara.. Þau voru á leiðinni til Íslands frá Lundi og við eyddum seinnipartinum saman.. Sigrún verður einmitt þrítug líka eftir örfáa daga þannig við skáluðum enn meira ;) og hún má nú vera stolt af Agli sínum sem var svo duglegur að eyða deginum á veitinga- og kaffihúsum með okkur!! Í lok dagsins hitti hann svo Klaus í fyrsta skipti og hreinlega stökk á hann og faðmaði.. greyið var greinilega komið með nóg af þessu kvennatali og yfir sig ánægður að sjá einhvern karlkyns ;) Litlan rófan, hann var nú orðinn þreyttur þegar ég kvaddi mæðginin á lestarstöðinni..

En í dag er annar afmælisdagur.. Hörður afi minn á afmæli í dag :) Ég viðurkenni fúslega að ég man ekkert hvað hann er gamall enda er hann alltaf ungur í anda ;) til hamingju með daginn elsku afi minn!!

Góða helgi elskurnar mínar.. hérna megin er vinnuhelgi framundan..

sd

07 nóvember 2006

Ennþá 29 ára ;)

jábbs.. ég á ennþá örfáa klukkutíma eftir sem 29 ára yngismær ;) en ég er smám saman að sætta mig við þetta allt saman.. Klaus er búinn að lofa mér að hann muni elska mig áfram þrátt allt saman ;)

Síðasta helgi í Osló var ferlega fín.. hafði það huggó með Hanne og hitti líka nokkra fleiri úr norsaragenginu frá því í Barcelona. Svo kom elsku besti Klaus heim í dag frá S-Afríku.. ó hvað er gott að fá hann heim aftur ;)

Planið á morgun er einfalt.. sofa út, fara svo í brunch á Café Europa..besti brunchinn í Köben er þar, dýr en bestur ;) síðan ætlum við bara eitthvað að dingla okkur um bæinn og svo er Klaus búinn að panta borð einhvers staðar um kvöldið.. semsagt bara huggulegheit frá morgni til kvölds...

ta ta..

sd - forever young..