27 nóvember 2006

jól í nóvember..

Það er ekki hægt að segja annað en að smá jólastemmning hafi verið í stofunni hjá okkur í liðinni viku. Klaus fékk sendingu frá Philips sem þakkarvott fyrir smá sýningu sem hann var með fyrir þá á Ítalíu um daginn. Þeir höfðu nefnt það við hann að hann mætti eiga von á smá glaðning.. en HALLÓ!!! Þeir sendu hraðsuðuketil, brauðrist, blender, safapressu sem tekur hálfan eldhúsbekkinn, kaffi uppáhellingarvél og "espressóvélina" þeirra sem Klaus skildi nú bara eftir á skrifstofunni.. ;) En þetta eru allt ekkert smá flott tæki, allt í stíl með burstað stál lúkk... það er auðvitað ekki séns að þetta komist allt inní eldhúsið okkar en flott er það!! ;) Við vorum viss um að uppáhellingar vélin væri algjört prump en hún virkar bara svona helvíti vel og er í miklu uppáhaldi hjá okkur þessa dagana..

En annars er svo langt síðan ég bloggaði síðast að ég veit ekki hvað er búið að gerast meira síðan síðast.... nóg að gera í skólanum eins og vanalega. Fékk bara ágætis einkunnir úr prófunum... fékk reyndar hærri einkunn í prófinu sem mér fannst ganga miklu verr... en bekkurinn er reyndar að fara úr límingunum yfir niðurstöðunum úr hinu prófinu, ótrúlegasta fólk féll eða rétt skreið. Fyrst varð ég fyrir smá vonbrigðum með mína einkunn en þegar ég heyrði heildarniðurstöður þá er ég nú bara sátt með að vera bara rétt yfir meðallagi í því faginu.... en það ætlar fullt af liði að senda inn formlegar kvartanir og vesen.. stressið í þessu unga fólki segi ég nú bara, það hefur enn tvö og hálft ár til að hækka meðaleinkunnina sína!!

Það var æðislega gaman að fá Vigdísi og co í bæinn.. við sprelluðum og borðuðum góðan mat saman og drukkum nokkra mojito að sjálfsögðu ;) Vigdís kom færandi hendi með tvo stóra kubba af íslenskum skólaosti og vænan skammt af kúlusúkki.. ummmm ;) Ég fékk reyndar smá heimþrá eftir að helginni lauk, maður saknar jú vina og ættingja oft og mikið... en þá er nú gott hvað stutt er í að ég komi landsins!! Ég hlakka svooooooo til!!

kiss kiss,
sd

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín,gaman að heyra að vinkonudjammið gekk vel. Heimurinn er alltaf svo lítill, ég hafði ekki hugmynd um þegar Hrönn var að skipuleggja leyfið sitt í skólanum og láta mig fá skipulagið sitt yfir afleysingar að hún væri í þessum hópi. Ég er að fara gera mig klára í laufabrauðsútflatningu, annars fann ég í gærkvöldi þegar ég hnoðaði deigið að axlir og handleggir á eru aðeins kraftminni en þegar ég var þrítug. En það er ekki vandamálið maður er bara lengur að dunda við þetta. Ég tók fram aðventukransinn sem þú gerðir fyrir ótal árum og setti kertin í rétt áðan og hengdi upp bláa dagatalsstrenginn. Svo þú sérð að jólavesenið er að fara í gang á Hvannavöllum. Þú manst að senda mér upplýsingar fyrir ömmu í Skálpó ég er að verða búin að fá ábendingar fyrir þig. bestu aðventukveðjur til þín og Klaus, mamma.