10 nóvember 2006

Takk fyrir mig! :)

jábbs, takk fyrir öll commentin, skilaboðin og hringingarnar. Það var æðislegt að heyra í svona mörgum á afmælisdaginn. Dagurinn var meiriháttar í alla staði þrátt fyrir lítil plön. Brunchinn á Europa klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og svo skemmtilega vildi til að við rákumst á ótrúlega marga sem við þekktum, bæði á leiðinni þangað og á staðnum. Ekki mjög algengt hér í Köben. Við hittum Jens, Troels og Søren Stiller og frú (kaffifólk allt saman), svo líka Þórey og Kristínu og meira að segja Kristbjörgu frá Kaffitári.. ;) Søren sendi okkur kampavín á borðið þanning að við 'neyddumst' til að byrja að sulla í svoleiðis hádeginu ;)

Næst fórum við á Estate Coffee til að fá okkur drekkanlegt kaffi ;) Þar voru Þórey og Kristín búnar að undirbúa óvæntan glaðning.. þær komu stökkvandi á móti mér syngjandi hástöfum afmælissönginn á íslensku og inni beið enn meira kampavín og fleira samstarfsfólk til að skála með okkur. Andlit kúnnanna og gangandi vegfaranda breyttust í óttablandin spurningamerki þegar þær hófu sönginn en mér fannst hann fallegur!! ;)

Við vorum ekki lengi að klára kampavínið og þá var komið að því að kaupa afmælisgjöfina mína frá Klaus. Hann var búinn að ákveða að vega mér úr en treysti sér ekki alveg að velja það sjálfur. Við vorum ótrúlega snögg að finna rétta úrið og ég er ekkert smá ánægð með það. Svo var Klaus búinn að panta borð á æðilegum veitingastað um kvöldið.. Kong Hans Kælder.
www.konghans.dk
Ég hef sjaldan fengið jafn góðan mat eða upplifað jafn góða þjónustu... :)

Daginn eftir kom svo risastór pakki til mín með póstinum.. og ekki finnst mér það leiðinlegt ;) Ma og Pa ásamt systkinum mínum, öfum, ömmum og frænkum og frændum sendu mér þessa rosa flottu saumavél í tilefni dagsins og VÁ! hvað ég er ánægð með hana!! Hún er æðisleg, þúsund þakkir fyrir mig!! :)

Seinnipartinn í gær átti ég svo stefnumót við Sigrúnu vinkonu og Egil Orra grallara.. Þau voru á leiðinni til Íslands frá Lundi og við eyddum seinnipartinum saman.. Sigrún verður einmitt þrítug líka eftir örfáa daga þannig við skáluðum enn meira ;) og hún má nú vera stolt af Agli sínum sem var svo duglegur að eyða deginum á veitinga- og kaffihúsum með okkur!! Í lok dagsins hitti hann svo Klaus í fyrsta skipti og hreinlega stökk á hann og faðmaði.. greyið var greinilega komið með nóg af þessu kvennatali og yfir sig ánægður að sjá einhvern karlkyns ;) Litlan rófan, hann var nú orðinn þreyttur þegar ég kvaddi mæðginin á lestarstöðinni..

En í dag er annar afmælisdagur.. Hörður afi minn á afmæli í dag :) Ég viðurkenni fúslega að ég man ekkert hvað hann er gamall enda er hann alltaf ungur í anda ;) til hamingju með daginn elsku afi minn!!

Góða helgi elskurnar mínar.. hérna megin er vinnuhelgi framundan..

sd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að dagurinn var góður. kemur þú eitthvað heim yfir jólin á jóladag verða komin tvö ár og við verðum bara að fara að bæta úr þessu

kossar og knús
Guðný

Sigga Dóra sagði...

ég er alveg sammála Guðný..alltof langt síðan síðast. Ég verð reyndar á Vestur Jótlandi yfir jólin og kem til landsins 28.des..
hvað með ykkur? Verðið þið eitthvað á Akureyri yfir hátíðirnar?

knús til allra..
sd

Elfa Dröfn sagði...

Tak for sidst :) Ég frétti af stórafmælinu þínu í gegnum Vigdísi (er í æfingakennslu í Vesturbæjarskóla þar sem hún er að kenna). Til hamingju með daginn :D Bið að heilsa til Köbenhavn!

kær kveðja, Elfa kaffibarþjónn..

Nafnlaus sagði...

bara heima á Sauðárkrók þannig að það verður ekki málið að skjótast yfir eina heiði til þess að knúsa þig. Síðan erum við með heitan pott á pallinum þannig að þið Klaus komið bara í heimsókn