23 júlí 2008

Afmælisbörn dagsins..og gærdagsins

Elsku hjartans Klaus minn á afmæli í dag!! Hann er ordinn 28 ára - semsagt alveg ad ná mér!! Vid erum búin ad borda dyrindis morgunmat útí gardi og svo fáum vid köku seinna í dag. Vid erum semsagt heima hjá foreldrum hans á V-Jótlandi thannig ad nú er loksins haldid uppá afmælid hans á alvöru danska vísu.. med furdulegum afmælissöngvum, (ekkert grín!) fánum og det hele!!

Unnur amma mín á líka afmæli í dag :) Innilegar hamingjuóskir med daginn elsku amma mín. Hún og afi eru nú á leidinni í heimsókn til systur hennar. Góda ferd til Svíthjódar og bestu kvedjur til Ásu frænku.

Lise mamma hans Klaus vard sextug í gær. Thad var settur upp kaffibar hér útí hlödu, dekkud bord og skreytt med blómum úr gardinum. Svo sat fólk líka út um allan gard og hafdi thad huggulegt. Um thad bil 80 nágrannar og vinir mættu og gæddu sér á edal kaffi, afmæliskringlu, súpu, samlokum og smákökum.. svo var ad sjálfsögdu öl í bodi med thessu öllu! Semsagt bara mjög thægilegt og afslappad. Hér tala allir mjög undarlega Jótlensku thannig ad ég skil varla ord havad fólk segir en mér syndist á öllu ad fólk skemmti sér vel! Foreldrar Klaus er bædi frá Sjálandi thannig ad thad verdur haldin önnur fjölskyldu veisla á laugardaginn og their sem vilja tjalda úti á túni eda gista í húsvögnum eda nærliggjandi sumarbústödum. Semsagt mikid líf og fjör hér thessa dagana ;)

Hvad med ykkur?? Ég fer nú ad hætta thessu bloggeríi ef ég fæ bara eitt komment (takk Maj Britt!!) ad medaltali á færslurnar!

Sjáum til..

túllílú,
sd

01 júlí 2008

okei okei.. þið máttuð alveg reka á eftir mér í þetta skiptið.. ;)

Nett bloggleti í gangi undanfarið.. EN - vitiði hvað! Við erum búin að bóka fríið okkar!! :) Jibbíí! Suður Frakkland í 10 daga um miðjan ágúst - vá hvað ég hlakka til! Við fljúgum til Nice, leigjum bíl og keyrum til Nimes (ca. 3 klst), þar fáum við lánað sumarhús í eigu fjölskyldu Linusar (meðeigandi í TCC). Gamalt hús frá 1800 og eitthvað.. Þar verðum við í ca. viku og ætlum að þvælast um héraðið. Fullt af stöðum til að kíkja á: Mont Pellier, Marseille, Avignion (kann ekkert að stafa þessi nöfn). Svo förum við aftur til Nice, skilum bílnum og verðum þar í þrjár nætur. Ætlum bara að finna eitthvað kósí (og ódýrt!) Bed&Breakfast og hanga aðeins í bænum, kíkja á ströndina og borða góðan mat... LJÚFT!! :) Ég hlakka ekkert smá til. Hef ekki farið í svona alvöru afslappelsis og sólarfrí síðan ég og Maj Britt fórum til Portúgal um árið.. man varla hvenær það var.. 2004??

En að öðru - Heimsmeistarmótið gekk vel. Fyrir utan að vera að dæma þrjá af fjórum dögunum þá þurfti maður nú að sýna sig og sjá aðra flest öll kvöldin . Langt síðan ég hef verið jafn tíður gestur á öldurhúsum borgarinnar. Og við erum ekkert smá ánægð með árangur helgarinnar: Danski meistarinn komst í sex manna úrslit af 51 keppendum, góður vinur okkar frá Írlandi Stephen Morrisey er nýkrýndur heimsmeistari kaffibarþjóna, TCC voru veitt verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi og Casper (meðeigandi í TCC) varð heimsmeistari í kaffismökkun!!! :) Þannig að það var mikið til að halda uppá alla helgina.. og erfitt að mæta í vinnu eldsnemma á mánudagsmorguninn.. ;)

Svo kom Sveina frænka í heimsókn strax eftir keppnina. Henni var alveg sama þót við værum þreytt, raddlaus og utan við okkur eftir erfiða helgi og við höfðum það kósí hérna öll þrú saman á sófanum ;)

Svo er skólinn byrjaður aftur - fór í fyrsta tímann í dag og líst bara vel á. Og nú tel ég bara dagana þangað til Vigdís kemur í heimsókn eftir 10 daga! ;) Þetta sumar á eftir að fljúga algjörlega frá mér!!

ta ta..
sd