28 júlí 2007

Farin til Tokyo

Vildi bara kasta á ykkur kveðju áður en við leggjum í hann. Erum á fullu að klára að pakka og svoleiðis. Ferðin leggst vel í okkur og það verður spennandi að sjá hver verður næsti heimsmeistari kaffibarþjóna..vona samt bara að við náum að sjá eitthvað af Tokyo en svo verðum við líka í Kobe og Kyoto.

Svo vil ég líka benda ykkur á nýjan link hér til hægri; The CoffeeCollective. Þetta er nýja fyrirtækið þeirra Klaus og félaga! Heimasíðan sjálf verður tilbúin í byrjun ágúst en þangað til þá blogga þeir um ganga mála. Þetta verður flottast kaffibrennslan í bænum... fylgist með! ;)

ta ta..

sd

23 júlí 2007

Afmælisbörn dagsins:

Elsku hjartans Klaus minn á afmæli í dag! Hann er orðinn 27 ára..bara alveg að ná mér! ;)
Við fórum í brunch í morgun niðrí bæ áður en hann fór í vinnuna og svo er von á vinafólki í mat í kvöld.. bara hugguleg stemmning.
Hér erum við hinsvegar uppi á Table Mountain í S-Afríku:

Svo er líka Unnur amma mín í Skálpagerði áttræð í dag. Innilegar hamingjuóskir aftur með daginn amma mín! Það var gott að heyra í ykkur afa í dag. Þau eru ásamt börnum og barnabörnum í Mývatnssveit í dag í tilefni dagsins.

Svo á hann José Luis frá Perú líka afmæli. Ég styrkti hann í gegnum SOS barnaþorpin í ca. 12 ár.. en hann varð víst 18 ára fyrir 2-3 árum síðan og þar með fullorðinn og genginn í herinn.. hef ekki heyrt frá honum síðan. ;)

ekki fleiri afmæliskveðjur í bili.. knús á línuna!

sd

22 júlí 2007

Lesturinn hafinn á ný...

Júbbs, það þýðir ekkert annað.. reyndar er prófið ekki fyrr en 13.ágúst en við verðum í Japan 28.júlí-8.ágúst þannig að það er eiginlega skuggalega stutt í það.

Við komum tilbaka frá S-Afríku á þriðjudaginn eftir vel heppnaða ferð. Fyrstu fimm dagana var stíft prógram frá morgni til kvölds.. við héldum námskeið fyrir kaffibaraþjóna alla dagana og svo var yfirleitt farið út að borða á kvöldin. Okkur var gjörsamlega spillt með dýrindis mat, víni og ostum. Svo í lokin höfðum við næstum þrjá daga til að skoða okkur aðeins um. Við leigðum okkur bíl í tvo daga og keyrðum um vínlöndin í kringum Cape Town og niður eftir þverhníptri strandlengjunni. Landslagið þarna er alveg stórkostlegt. Klaus tókst meira að segja að mana mig uppá Table Mountain sem er ægifagurt fjall sem gnæfir yfir borgina. Það er sko ekki mitt uppáhald að ferðast í kláfum sem hanga á einhverjum vafasömum köplum... ;) en það var sko sannarlega þess virði. Þessa síðustu daga tókum við nú slatta af myndum en höfum ekki haft tíma til að tæma myndavélina síðan við komum heim. Lofa að bæta úr því fljótlega... ehemm..hef heyrt þennan einhvern tímann áður ;)

Flugið heim var langt og leiðinlegt.. ég held að flugáhafnir stelist stundum til að takmarka súrefnisskammtinn í svona næturflugum svo það fari minna fyrir farþegunum. Það var óbærilega heitt og loftlaust og ferlega langt að líða (11.5 tíma flug)..svo tók við fjögurra tíma hangs í Amsterdam og tveggja tíma hangs hér á Kastrup þar sem helmingurinn af töskum farþeganna varð eftir í Amsterdam!! Þar á meðal okkar!! Hundrað manns hentust því í röð til að tilkynna fanangurs missirinn við þjónustuborð þar sem fjórir voru að afgreiða... vá hvað var síðan gott að komast heim í rúmið sitt :) töskurnar komust fljótt heim í þetta skiptið næsta dag.

Síðustu dagar fóru í að þramma götur miðborgarinnar til að finna afmælisgjöf handa kærastanum.. (hann á sko áfmæli á morgun) og hún fannst loks í gær.. þannig að nú get ég andað rólega og reynt að einbeita mér að lestrinum. Við gerum nú samt eitthvað huggó á morgun.. en annars er það EKKERT nema lestur næstu daga!!

og hana nú!!

06 júlí 2007

Allt á floti alls staðar..

Jamms.. Eitthvað er nú að stytta upp núna en ég veit ekki hvað það endist lengi. Það hefur sem betur fer ekki flætt neitt inná okkur en það er rosalegt að sjá ástandið sums staðar rétt fyrir utan Kaupmannahöfn - allt gjörsamlega á floti.

Mér bauðst líka að vera að vinna á Hróarskeldu hátíðinni eins og í fyrra... Vá hvað ég er fegin að ekkert varð úr því!! Þvílíkt drullusvað!!

En að betri fréttum... við skrifuðum undir pappíra í dag varðandi kaupin á íbúðinni! Gott að geta gengið frá þessu áður en við förum til S-Afríku. Nú þarf bara að skrapa saman peningana fyrir 14.ágúst. Ég kem þar af leiðandi til Íslands sæl og auralaus! ;)

Erum að hamast við að pakka... flug kl.6 í fyrramálið. Júlí er kaldasti og blautasti mánuður ársins í S-Afríku!! Þannig að við losnum ekkert undan rigningunni í bili!!

Þangað til næst - hafið það sem allra best..

sd

04 júlí 2007

Nýtt símanúmer..

Jamms ég er komin með nýjan síma og nýtt númer. Kaupi aldrei Samsung aftur! Í gær var ég að reyna að senda ykkur flestum hóp sms af netinu (vodafone.is) með nýja númerinu...eða til þeirra númera sem ég man sjálf ;) Látið mig endilega vita þau sem hafa fengið skilaboðin... er sko að reyna að nýta mér þessa fríu þjónustu þar sem síðasti símreikningur var skuggalega hár.. ehemm..
Svo á ég eftir að flytja símaskránna úr gamla símanum yfir í nýja.. kann ekkert á svona dót. Fyrst að kærastinn er kominn heim þá ætti hann að geta hjálpað mér við þetta ;)

So darlings.. sendið mér endilega komment eða sms ef þið hafið fengið skilaboðin...eða ekki.

tusind tak!

sd