Lesturinn hafinn á ný...
Júbbs, það þýðir ekkert annað.. reyndar er prófið ekki fyrr en 13.ágúst en við verðum í Japan 28.júlí-8.ágúst þannig að það er eiginlega skuggalega stutt í það.
Við komum tilbaka frá S-Afríku á þriðjudaginn eftir vel heppnaða ferð. Fyrstu fimm dagana var stíft prógram frá morgni til kvölds.. við héldum námskeið fyrir kaffibaraþjóna alla dagana og svo var yfirleitt farið út að borða á kvöldin. Okkur var gjörsamlega spillt með dýrindis mat, víni og ostum. Svo í lokin höfðum við næstum þrjá daga til að skoða okkur aðeins um. Við leigðum okkur bíl í tvo daga og keyrðum um vínlöndin í kringum Cape Town og niður eftir þverhníptri strandlengjunni. Landslagið þarna er alveg stórkostlegt. Klaus tókst meira að segja að mana mig uppá Table Mountain sem er ægifagurt fjall sem gnæfir yfir borgina. Það er sko ekki mitt uppáhald að ferðast í kláfum sem hanga á einhverjum vafasömum köplum... ;) en það var sko sannarlega þess virði. Þessa síðustu daga tókum við nú slatta af myndum en höfum ekki haft tíma til að tæma myndavélina síðan við komum heim. Lofa að bæta úr því fljótlega... ehemm..hef heyrt þennan einhvern tímann áður ;)
Flugið heim var langt og leiðinlegt.. ég held að flugáhafnir stelist stundum til að takmarka súrefnisskammtinn í svona næturflugum svo það fari minna fyrir farþegunum. Það var óbærilega heitt og loftlaust og ferlega langt að líða (11.5 tíma flug)..svo tók við fjögurra tíma hangs í Amsterdam og tveggja tíma hangs hér á Kastrup þar sem helmingurinn af töskum farþeganna varð eftir í Amsterdam!! Þar á meðal okkar!! Hundrað manns hentust því í röð til að tilkynna fanangurs missirinn við þjónustuborð þar sem fjórir voru að afgreiða... vá hvað var síðan gott að komast heim í rúmið sitt :) töskurnar komust fljótt heim í þetta skiptið næsta dag.
Síðustu dagar fóru í að þramma götur miðborgarinnar til að finna afmælisgjöf handa kærastanum.. (hann á sko áfmæli á morgun) og hún fannst loks í gær.. þannig að nú get ég andað rólega og reynt að einbeita mér að lestrinum. Við gerum nú samt eitthvað huggó á morgun.. en annars er það EKKERT nema lestur næstu daga!!
og hana nú!!
22 júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þetta er nú meira ævintýralífið ég hlakka til að sjá framan í þig í kongsins köben við verðum líklega þar á hóteli 9 - 10 spurning að kíkja aðeins í glasbotn
kossar og knús
Gj
Frábært..Hlakka til að sjá ykkur! Góð afsökun fyrir pásu frá próflestrinum! ;)
knús,
sd
gangi þér vel að lesa gæskan :) S-Afríka hljómar vel :)
Skrifa ummæli