06 júlí 2007

Allt á floti alls staðar..

Jamms.. Eitthvað er nú að stytta upp núna en ég veit ekki hvað það endist lengi. Það hefur sem betur fer ekki flætt neitt inná okkur en það er rosalegt að sjá ástandið sums staðar rétt fyrir utan Kaupmannahöfn - allt gjörsamlega á floti.

Mér bauðst líka að vera að vinna á Hróarskeldu hátíðinni eins og í fyrra... Vá hvað ég er fegin að ekkert varð úr því!! Þvílíkt drullusvað!!

En að betri fréttum... við skrifuðum undir pappíra í dag varðandi kaupin á íbúðinni! Gott að geta gengið frá þessu áður en við förum til S-Afríku. Nú þarf bara að skrapa saman peningana fyrir 14.ágúst. Ég kem þar af leiðandi til Íslands sæl og auralaus! ;)

Erum að hamast við að pakka... flug kl.6 í fyrramálið. Júlí er kaldasti og blautasti mánuður ársins í S-Afríku!! Þannig að við losnum ekkert undan rigningunni í bili!!

Þangað til næst - hafið það sem allra best..

sd

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin að skrifa undir Sigga Dóra mín! Góða skemmtun í Afríku, bið að heilsa Simbad! :o)

Knús til Klaus, þín Vigdís.