23 júlí 2007

Afmælisbörn dagsins:

Elsku hjartans Klaus minn á afmæli í dag! Hann er orðinn 27 ára..bara alveg að ná mér! ;)
Við fórum í brunch í morgun niðrí bæ áður en hann fór í vinnuna og svo er von á vinafólki í mat í kvöld.. bara hugguleg stemmning.
Hér erum við hinsvegar uppi á Table Mountain í S-Afríku:

Svo er líka Unnur amma mín í Skálpagerði áttræð í dag. Innilegar hamingjuóskir aftur með daginn amma mín! Það var gott að heyra í ykkur afa í dag. Þau eru ásamt börnum og barnabörnum í Mývatnssveit í dag í tilefni dagsins.

Svo á hann José Luis frá Perú líka afmæli. Ég styrkti hann í gegnum SOS barnaþorpin í ca. 12 ár.. en hann varð víst 18 ára fyrir 2-3 árum síðan og þar með fullorðinn og genginn í herinn.. hef ekki heyrt frá honum síðan. ;)

ekki fleiri afmæliskveðjur í bili.. knús á línuna!

sd

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skilaðu afmæliskveðju til Klaus frá okkur Einari, megi hann lengi lifa, húrra húrra húrra :)

Nafnlaus sagði...

HÆ TAKK Fyrir kveðjuna. verð í k-höfn 11. ágúst. (sennilega í einhverjum rússíbananum) Viltu senda mér nr. þitt. Væri gaman ef ég slyppi eina stund frá börnum og buru og fengi að knúsa þig.
kv. svala svala
hvala@mi.is
821-7374