26 mars 2006

Er að pakka..

jamms.. flýg til Íslands í fyrró ;) verður gott að eiga 2-3 daga fría áður en Íslandsmótið hefst því frá og með fimmtudeginum verður prógrammið frekar stíft. En ég hlakka mikið til og verður spennandi að sjá hvernig mótið tekst. Það er ný umgjörð í ár.. semsagt ekki haldið í verslunarmiðstöð eins og undanfarin ár heldur á Matur 2006. Forvitnilegt að sjá hvernig það kemur út.

Annars voru Trabant tónleikarnir alveg geggjaðir.. nátturulega 95% Íslendingar á svæðinu þannig að maður hitti nokkur kunnugleg andlit ;) En þynnkan í gær var hinsvegar alveg hrikaleg og er enn að jafna mig :(

blogga meira á klakanum ;)

Engin ummæli: