24 mars 2006

Danska, sólin og Trabant..

jæja, þá er fyrsta leveli í dönskuskólanum lokið og komst ég nokkuð áfallalaust í gegnum það ;) Það var spennuþrungið andrúmsloftið í morgun þegar einn nemandi í einu var kallaður inn í stofuna og niðurstöðurnar voru tilkynntar. Það voru nefnilega langflestir í bekknum að endurtaka og sumir jafnvel í þriðja sinn!! Hópurinn sem heldur áfram hefur náð mjög vel saman og er ég fegin að við fáum að halda hópinn... því miður er Susan kennarinn okkar farin í fæðingarfrí núna en hún hefur verið alveg frábær og hennar verður sárt saknað :(

en annars er búið að vera yndislegt úti.. ótrúlegt hvað sólin gefur manni aukna orku og léttari lund ;) Búin að vera að þvælast um á hjólinu í allan dag... núna er mangó/karrý kjúklingur a la Sigrún sæta að malla í ofninum og svo erum við að fara á Trabant tónleika í kvöld í Nordatlantens Brygge ;) jibbíí ég hlakka til ;)

Góða helgi!

Engin ummæli: