Latur laugardagsmorgun..
ligg hérna uppí rúmi með tölvuna í fanginu og er að reyna að drösslast á fætur...
Annars er þetta búin að vera fínasta vika.. hún byrjaði á rómantískum nótum. Klaus kom heim á mánudagskvöldið með fangið fullt af blómum og gaf mér hálftíma til að hafa mig til þar sem hann var búin að panta borð fyrir okkur á veitingastað! Tilefnið var að eitt ár var síðan við kynntumst við dómarastörf á Íslandsmóti kaffibarþjóna í Smáralindinni... ég varð náttúrulega eins og bjáni, ekki var ég með nein svona plön.... og varð enn meira eins og bjáni þegar komið var á veitingastaðinn og við tók 5 rétta máltíð ásamt vínseðli!! Hrikalega góður matur á Den lille fede og kósí andrúmsloft... ;)
Svo sendi ég inn umsóknir fyrir háskólanám í haust á miðvikudaginn... fékk síðustu gögnin sem mig vantaði fyrr um morguninn.. skilafrestur var til 12 á hádegi þannig að þetta small allt saman á síðustu stundu. Ég er voða fegin að vera búin að þessu. Heilinn á mér var mjög nálægt major melt-downi við ritgerðarskriftirnar um af hverju ég vildi í þetta nám... en nú gert ég ekkert meira gert og þýðir ekkert að pæla meira í þessu fyrr en ég fæ svör í lok júlí..
Svo hef ég verið í dönskuskólanum að sjálfsögðu og gengur bara ágætlega.
Klaus er mikið að æfa sig þessa dagana fyrir danska kaffibarþjónamótið g ég hef farið með honum á flestar æfingar. Hann er með rosa fína aðstöðu í kaffibrennslunni með glænýja La Marzocco (espressovél) og allt. Ég stend yfir honum með skeiðklukkurnar, tek tímann á öllu og fæ að smakka voða gott kaffi... ;) ekki beint leiðó... svo læri ég sjálf heilan helling því þessir blessuðu Danir fara svo djúpt ofan í allt að stundum finnst mér ég ekki vita neitt um kaffi þegar ég er innan um þá.. ;)
annars er voða lítið annað að frétta... hvað með ykkur??
kiss kiss..
18 mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli