10 maí 2006

júbbs.. ég er hér! ;)

bloggið er víst ekki nógu ofarlega á forgangslistanum þessa dagana.. reyni að bæta úr því.

Það er voða mikið um æfingar hjá Klaus núna enda er heimsmeistaramótið alveg að bresta á. Við breyttum nú prógramminu ekki mikið síðan á danska mótinu enda fékk hann mjög góð komment frá dómurunum þar. Löguðum samt nokkur smáatriði. Það er ótrúlegt hvað hefur farið mikil vinna í þetta og það verður spennandi að sjá hvernig gegnur í Bern. Hann á náttúrulega eftir að heilla alla uppúr skónum þar líka.. hann er soddan sjarmör þessi elska ;)

Þannig að maður hefur lítið getað notið veðurblíðunnar sem hefur leikið við okkur hérna.. mér skilst að þetta sé nú ekki alveg normalt svona snemma sumars en hér hefur verið í kringum 20 stiga hiti síðustu vikuna og glampandi sól. En það eru komnar nokkrar freknur og smá roði í kinnarnar ;)

Stórmerkilegur atbuður átti sér stað hér fyrir síðustu helgi... ég keypti mér aðgang að líkmsræktarstöð!! ;) Ég hef nú ekki komið inní svoleiðis í rúm 2 ár!!! Þannig að ég er frekar stolt og tek mjög gjarnan við öllum hamingjuóskum! ;)

Ég kláraði loksins 2. level í dönskskólanum í dag.. ég þurfti að endurtaka það af því ég missti viku úr þegar ég kom til Íslands. Vá hvað mér leiddist hrikalega!! og nú tek ég 3ja vikna frí fyrst við erum að fara til Bern, og byrja því að 3. leveli eki fyrr en 7.júní... þannig að danskan er að koma HÆGT en örugglega !! ;)

Annars er lítið að frétta..

;)

´

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skal nú vera fyrst til að óska þér til hamingju með þetta stóra skref!!!:) En svo á eftir að koma í ljós hvort þú notar þetta kort e-ð .... ég hef nú styrkt nokkrar líkamsræktarstöðvar dyggilega með himinháum upphæðum!!! ;D

Sigrún sagði...

Já en það er nú alveg heilmikið andlega grennandi að eiga svona kort í vasanum sko. Þetta er margsannað og rannsakað (já já já já).
Annars er líka bannað með lögum að eyða tímanum í ræktinni í svona veðri - þú manst það elskan mín

Hvenær sjáumst við svo næst?

Maja pæja sagði...

missjú og þú þarft ekkert að fara í ræktina... heimaleikfimin ábyggilega á fullu ha ha :)

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér með ræktina!
Ég fór einmitt að synda í gær í fyrsta skipti í tæp tvö ár og ég trúi því varla að ég hafi drattast. Hafðu það gott elskan mín! Þín Vigdís. :o)

Nafnlaus sagði...

509 7
295 2
494 4
418 8
236 2
626 9
429 4
376 6