22 desember 2006

Jæja, þetta er allt að smella..

jamms, kláraði prófin í gær.. prófið á mánudaginn gekk nú miklu betur en í gær en svona er þetta bara, vona bara það besta. Brunaði svo í bæinn og kláraði síðasta shopperíið, kom svo heim í gærkvöldi og skipti um rennilás á pilsi (með nýju saumavélinni!!), þreif aðeins og ég veit ekki hvað.. og fór svo snemma í bólið, alveg búin á því. Búnir að vera langir dagar í skólanum undanfarið.

Í dag er svo búið að hamast við að pakka og þrífa og svo skoða eina íbúð í millitíðinni. Það eru kostir og gallar við íbúðina eins og alltaf en við fáum smá tíma til að hugsa málið.. ekki eins og við höfum um mikið að velja.. kannski getum við prúttað aðeins með verðið ;)

Svo er það bara lestin til Jótlands eftir rúman klukkutíma, konfektgerð á morgun og svo bara jólin komin!! Ég verð að viðurkenna að þessi desember hefur algjörlega þotið fram hjá mér. Verð að vera skipulagðari næst svo maður missi ekki alveg af jólastemningunni.

En ég hlakka voðalega til að koma heim til Íslands!! Bara 6 dagar þangað til. Vííííí!!! :)

Hafið það yndislega gott um jólin elskurnar mínar, sé ykkur vonandi sem flest á meðan dvölinni stendur. Gamla gsm- númerið verður vonandi opið frá og með 29.des..

Jólakveðjur frá Köben!

sd

3 ummæli:

Maja pæja sagði...

Gleðileg jól sæta mín og takk fyrir jólakortið. (úpps búin að opna ;) ég hitti þig vonandi 29. des lovjú þín majbritt

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól dúllan mín og hafðu það gott þarna í útlandinu.

hlakka ekki lítið til þess að sjá þig þann 30. des í jólaboði á Öngulsstöðum.

Nafnlaus sagði...

Update your blog already!
Happy new year!!