10 janúar 2007

Gleðilegt ár og allt það!

Það er ekki hægt að segja annað en að allt átið og afslappelsið yfir hátíðirnar hafi haft sín áhrif á bloggið líka ;)
En við áttum voðalega hugguleg jól á Vestur Jótlandi þar sem vel er haldið í gamlar hefðir og enn meiri matur borðaður heldur en heima ;)
Svo var komið heim til Íslands og afslappelsinu og átinu haldið áfram ;) Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af sörum en þetta árið tapaði ég mér gjörsamlega í söruáti!! Þær voru bara sérstaklega góðar hjá mömmu í ár!!
Áramótunum vara fagnað á Akureyri.. troðfullt hús hjá pabba og mömmu, vorum 15 manns í mat!! Jamms, þetta er orðin þvílíka stórfjölskyldan :) Ég dró auðvitað Klaus með mér í alls konar heimsóknir og matarboð.. það var gott að sjá familíuna aftur :)

Svo eyddum við 3 dögum í Reykjavík áður en við komum aftur út.. er í smá sjokki yfir hvað við eyddum miklum pening bara í að borða úti og oftast bara á svona hversdagslegum stöðum!! Ég mæli nú samt með að allir skelli sér á Domo í Þingholtstrætinu. Við fengum okkur 3ja rétta surprise matseðilinn og hann var geggjaður!!

En núna erum við bara búin að vera að þvo þvott og pakka upp úr og aftur niður í töskurnar... Förum til Kosta Ríka á morgun og það er víst aðeins öðruvísi klæðnaður sem við þurfum þar... spáin segir 22-28 stig! Æi ég vona bara að það verði ekkert bras í gangi eins og þegar við fórum til Brasilíu. Crossing my fingers..

Svo erum við búin að fá íbúð á Amager!! Segi ykkur betur frá henni seinna en þegar við komum heim aftur þá verður farið beint í það að pakka...

Hafið það gott elskurnar mínar.. og það er aldrei að vita nema að ég fari bráðum að drösslast til þess að setja einhverjar myndir hérna inn. Vonandi á þessu ári allavega ;)

kiss kiss,
sd

1 ummæli:

Maja pæja sagði...

Góða ferð og góða skemmtun á Costa Ríka.. geggjað!!